blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 blaöiö Frumkvöðlar í framleiðslu á lífrænt ræktuðum vörum síðan 1974 Frumkvöðlar í sanngirnisviðskiptum HAND IN HAND „fair trade" UTAN UR HEIMI FRAKKLAND Royal fer fram fyrir sósíalista Segolane Royal verður frambjóðandi sósíalista í forsetakosning- unum í Frakklandi á næsta ári. Royal sigraði í prófkjöri flokksins á fimmtudag og á því möguleika á að verða fyrsta konan sem gegnir forsetaembættinu í ríkinu. Búist er við að helsti andstæö- ingur Royal verði Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra. Seðlabankinn í samstarfi við sjálfsalaeigendur: DreiftngtYggdrasill ehf. ■..................... Heilsuvara ársins í Svíþjóð 2003, 2004 og 2005 Ein vinsælasta lækningajurtin í dag! Gegn streitu og álagi Original Arctic Root öðru nafni Burnirót er ein vinsælasta lækningajurtin í heiminum í dag. Klínískar rannsóknir hafa leitt í Ijós að hún eflir einbeitingu, úthald og vinnur gegn streitu og álagi. Original Arctic Root er fjótverkandi og þeir sem nota hana finna jákvæða breytingu á einbeitingu og úthaldi á mjög skömmum tíma. Segja má að Original Arctic Root hafi svo sannarlega slegið í gegn á (slandi þar sem hún nýtur nú þegar mikilla vinsælda. Gott fyrir fólk undir álagi og í próflestri! Fæst í apótekum og heilsubúðum. heilsa -haföu þaö gott Sjálfsalar vilja ekki nýja peninga ■ Heilmikil fyrirhöfn aö laga myntkerfiö ■ Munnlegt samkomulag Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Þetta er vandamál sem við könn- umst vel við. Svona hefur þetta verið lengi og við höfum kvartað yfir þessu við Seðlabankann,“ segir Stefán Magnússon, deildarstjóri þjónustudeildar Vífilfells. Stefán bendir á að mynstur í nýjum myntpeningum Seðlabankans hafi breyst og því geti gossjálfsalar illa lesið þá. Vífilfell hefur þurft að bregðast við þessum vanda með tölu- verðum kostnaði og fyrirhöfn. „Við erum langt komin með að lag- færa sjálfsalana og ástandið því orðið skárra eftir að við brugðumst sjálf við.“ Kristinn Guðnason, þjónustu- fulltrúi hjá Ölgerðinni Agli Skalla- grímssyni, kannast við vandræði í gossjálfsölunum vegna myntar. Hann segir einna verst þegar pen- ingarnir eru alveg nýir. „Þetta kemur oftast fyrir þegar pening- arnir eru nýir. Þá er best að nudda þeim við hliðina á sjálfsalanum og prófa aftur,“ segir Kristinn. „Við höfum þurft að fara á staðina til að hreinsa myntvélarnar. Þetta Vandræði með mynt Erfitt getur reynst að kaupa gos i sjálfsölum, sérstaklega ef mynt- in er nýlega slegin. Reynt hefur verið að lagfæra vandann en bankinn telur breytt efnainni- hald vera orsökina. eru gegnumgangandi vandræði, einkum með nýja mynt.“ Fyrirtækið Selecta er stór þjónustu- aðili með sjálfsala. Ólafur Jóhannes- son.framkvæmdastjórifyrirtækisins, segist vera í góðu samstarfi við Seðla- bankann vegna myntsláttu. „Seðla- bankinn gerir ekkert í dag nema í samráði við sjálfsalafyrirtækin. Um það ríkir munnlegt samkomulag.“ Þórður Gautason, staðgengill rekstrarstjóra Seðlabankans, segir skýringunaverabreyttefnainnihald myntarinnar. „Myntin hefur verið Þettaer W 14 j vandamál sem iS? m við könnumst 1 Ír 1 vel við V 1 Stefán Magnússon Deildarstjóri Vífilfells með mismunandi málminnihaldi sem er meginskýringin á þessum vanda. Peningarnir hafa í sumum tilvikum lést aðeins,“ segir hann og bætir við að breytist myntin sé haft samráð við sjálfsalafyrirtækin.“ Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar enn: Svipað og fyrir ári „Verð á olíu hefur verið að lækka og hefur ekki verið lægra frá því fyrir ári síðan," segir Runólfur Ól- afsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Verð á hráolíu hefur gengið hratt niður. Helsta ástæðan eru væntingar um minni eftirspurn á Bandaríkjamarkaði, þar sem menn spá þokkalega hlýjum vetri. Þá er birgðastaða jarðgass betri en áður. Allt spilar þetta saman og hefur áhrif. Lækkun heimsmarkaðsverðs- ins er jákvæð, en búast má við að samtök olíuframleiðsluríkja grípi til einhverra ráðstafana og hafa til- lögur komið fram um að draga úr framleiðslu.“ Heimsmarkaðsverð á hráolíu var hæst um 78 dollarar á tunnu í síðastliðnum júlímánuði, meðal annars vegna átakanna í Líbanon. Verð á tunnu af hráolíu er nú um 57 dollarar og hefur því lækkað um 27 prósent á nokkrum mánuðum Runólfur segir það lensku á þessum íslenska fákeppnismark- aði að neytendur finna fyrr fyrir hækkun á heimsmarkaði en lækkun. „Ég er þó alltaf bjartsýnn á að við fáum að njóta lækkunarinnar sem allra fyrst, þó að ég hafi ekki endi- lega alltaf haft efnitil þess.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.