blaðið - 18.11.2006, Side 8

blaðið - 18.11.2006, Side 8
8 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 blaöiö Frumkvöðlar í framleiðslu á lífrænt ræktuðum vörum síðan 1974 Frumkvöðlar í sanngirnisviðskiptum HAND IN HAND „fair trade" UTAN UR HEIMI FRAKKLAND Royal fer fram fyrir sósíalista Segolane Royal verður frambjóðandi sósíalista í forsetakosning- unum í Frakklandi á næsta ári. Royal sigraði í prófkjöri flokksins á fimmtudag og á því möguleika á að verða fyrsta konan sem gegnir forsetaembættinu í ríkinu. Búist er við að helsti andstæö- ingur Royal verði Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra. Seðlabankinn í samstarfi við sjálfsalaeigendur: DreiftngtYggdrasill ehf. ■..................... Heilsuvara ársins í Svíþjóð 2003, 2004 og 2005 Ein vinsælasta lækningajurtin í dag! Gegn streitu og álagi Original Arctic Root öðru nafni Burnirót er ein vinsælasta lækningajurtin í heiminum í dag. Klínískar rannsóknir hafa leitt í Ijós að hún eflir einbeitingu, úthald og vinnur gegn streitu og álagi. Original Arctic Root er fjótverkandi og þeir sem nota hana finna jákvæða breytingu á einbeitingu og úthaldi á mjög skömmum tíma. Segja má að Original Arctic Root hafi svo sannarlega slegið í gegn á (slandi þar sem hún nýtur nú þegar mikilla vinsælda. Gott fyrir fólk undir álagi og í próflestri! Fæst í apótekum og heilsubúðum. heilsa -haföu þaö gott Sjálfsalar vilja ekki nýja peninga ■ Heilmikil fyrirhöfn aö laga myntkerfiö ■ Munnlegt samkomulag Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Þetta er vandamál sem við könn- umst vel við. Svona hefur þetta verið lengi og við höfum kvartað yfir þessu við Seðlabankann,“ segir Stefán Magnússon, deildarstjóri þjónustudeildar Vífilfells. Stefán bendir á að mynstur í nýjum myntpeningum Seðlabankans hafi breyst og því geti gossjálfsalar illa lesið þá. Vífilfell hefur þurft að bregðast við þessum vanda með tölu- verðum kostnaði og fyrirhöfn. „Við erum langt komin með að lag- færa sjálfsalana og ástandið því orðið skárra eftir að við brugðumst sjálf við.“ Kristinn Guðnason, þjónustu- fulltrúi hjá Ölgerðinni Agli Skalla- grímssyni, kannast við vandræði í gossjálfsölunum vegna myntar. Hann segir einna verst þegar pen- ingarnir eru alveg nýir. „Þetta kemur oftast fyrir þegar pening- arnir eru nýir. Þá er best að nudda þeim við hliðina á sjálfsalanum og prófa aftur,“ segir Kristinn. „Við höfum þurft að fara á staðina til að hreinsa myntvélarnar. Þetta Vandræði með mynt Erfitt getur reynst að kaupa gos i sjálfsölum, sérstaklega ef mynt- in er nýlega slegin. Reynt hefur verið að lagfæra vandann en bankinn telur breytt efnainni- hald vera orsökina. eru gegnumgangandi vandræði, einkum með nýja mynt.“ Fyrirtækið Selecta er stór þjónustu- aðili með sjálfsala. Ólafur Jóhannes- son.framkvæmdastjórifyrirtækisins, segist vera í góðu samstarfi við Seðla- bankann vegna myntsláttu. „Seðla- bankinn gerir ekkert í dag nema í samráði við sjálfsalafyrirtækin. Um það ríkir munnlegt samkomulag.“ Þórður Gautason, staðgengill rekstrarstjóra Seðlabankans, segir skýringunaverabreyttefnainnihald myntarinnar. „Myntin hefur verið Þettaer W 14 j vandamál sem iS? m við könnumst 1 Ír 1 vel við V 1 Stefán Magnússon Deildarstjóri Vífilfells með mismunandi málminnihaldi sem er meginskýringin á þessum vanda. Peningarnir hafa í sumum tilvikum lést aðeins,“ segir hann og bætir við að breytist myntin sé haft samráð við sjálfsalafyrirtækin.“ Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar enn: Svipað og fyrir ári „Verð á olíu hefur verið að lækka og hefur ekki verið lægra frá því fyrir ári síðan," segir Runólfur Ól- afsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Verð á hráolíu hefur gengið hratt niður. Helsta ástæðan eru væntingar um minni eftirspurn á Bandaríkjamarkaði, þar sem menn spá þokkalega hlýjum vetri. Þá er birgðastaða jarðgass betri en áður. Allt spilar þetta saman og hefur áhrif. Lækkun heimsmarkaðsverðs- ins er jákvæð, en búast má við að samtök olíuframleiðsluríkja grípi til einhverra ráðstafana og hafa til- lögur komið fram um að draga úr framleiðslu.“ Heimsmarkaðsverð á hráolíu var hæst um 78 dollarar á tunnu í síðastliðnum júlímánuði, meðal annars vegna átakanna í Líbanon. Verð á tunnu af hráolíu er nú um 57 dollarar og hefur því lækkað um 27 prósent á nokkrum mánuðum Runólfur segir það lensku á þessum íslenska fákeppnismark- aði að neytendur finna fyrr fyrir hækkun á heimsmarkaði en lækkun. „Ég er þó alltaf bjartsýnn á að við fáum að njóta lækkunarinnar sem allra fyrst, þó að ég hafi ekki endi- lega alltaf haft efnitil þess.“

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.