blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 44
48 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006
íþr fttir
t
blaðið
Pardew upprifinn
Alan Pardew, stjóri West Ham, sagðist í gær upprifinn eftir fundi sem hann hefur átt
með Eggerti Magnússyni og Kia Joorabchian að undanförnu. „Báðir bjóðendurnir hafa
mjög mótaðar skoðanir á því hvað þeir vilja gera. Ég hlusta á allar hugmyndir því ég vil
bæta þetta félag og koma því i Meistaradeildina," sagði Pardew.
Skeylii.^
TT) >
Rí
afael
Marquez,
Lvarnarmaður
Barcelona og mexíkóska lands-
liðsins, fær spænskan ríkisborg-
ararétt 24. nóvember. Með því
opnast sæti fyrir leikmann
utan Evrópusambandsins í
leikmannahópi Barcelona, en
Samuel Eto’o, Ronaldinho og
Marquez hafa skipað sætin þrjú
undanfarin ár.
Arsene Wenger,
stjóri Arsenal,
er sagður
reiður landsliðsþjálf-
ara Frakka, Raym-
ond Domenech,
fyrir að láta
Thierry Henry
og William
Gallas leika allar
níutíu mínúturnar
í vináttulandsleik
Frakka og Grikkja
á miðvikudagskvöld, meðan
Claude Makelele, leikmaður
Chelsea, og Louis Saha og Patr-
ice Evra, leikmenn Manchester
United, léku aðeins annan
hálfleikinn.
Þrír leikmenn með stuðul 7 fyrir félagaskiptagjöld:
^Miðjumennirnir dýrmætastir
Enginn með stuðulinn 10 ■ Keflvíkingar með flesta verðmæta leikmenn
Enginn þeirra leikmanna sem
leika nú með íslenskum liðum fær
hæsta félagaskiptastuðul sem KSÍ
getur gefið út samkvæmt nýyfir-
förnum lista sambandsins. Aðeins
þrír leikmenn fá næsthæsta stuðul.
Það eru þeir Davíð Þór Viðarsson,
leikmaður íslandsmeistara FH,
Pálmi Rafn Pálmason hjá Val og
Skagamaðurinn Bjarni Guðjónsson.
Þeir fá stuðulinn 7 en hæsti stuðull
Sá stuðull margfaldast svo
og ræður þeirri upphæð sem félag
getur krafist í bætur fyrir leikmann
sem flyst til annars liðs.
Athygli vekur að allir nema einn
leikmaður íslandsmeistara FH sem
eru samningsbundnir liðinu í dag
eru með stuðul 1 eða 3. Undantekn
ingin er sem fyrr segir Davíð Þór
Viðarsson. Reyndir leikmenn
eins og Tryggvi Guðmundsson
(3) og Auðun Helgason (3) eru
með lágan stuðul vegna þess að
þeir eru teknir að reskjast.
Keflvíkingar hafa flesta leikmenn
með háa stuðla, það er að segja stuð-
ulinn 5 eða hærra. Alls eru átta leik-
menn liðsins sem komast í þann
flokk.
Þrjú lið hafa engan leik-
mann innanborðs
hefur stuðulinn 5
eða hærri sam-
kvæmt upplýs-
ingum á vef
KSÍ. Það
Framarar og
bæði Kópavogs-
félögii
Breiðablik og HK. Knattspyrnusam-
band Islands hefur uppfært afreks-
stuðla knattspyrnumanna sem leika
í íslenskri deildakeppni. Blaðið hefur
til gamans tekið saman dæmi um dýr-
asta liðið sem hægt er að stilla
upp með leikmönnum í Lands-
bankadeildinni gagnvart besta
ódýra liði sem mögulegt er að
samkvæmt
Blaðinu.
Reikningsaðferð
Ákvörðun um afreksstuðul fer
eftir leikjafjölda leikmanns, aldri,
landsleikjafjölda og hvaða deild við-
komandi leikmaður spilar í.
Þegar afreksstuðull leikmanns
hefur verið fundinn út er hann
margfaldaður með tölunni 70.000
og er þá fengin sú upphæð sem það
kostar fyrir viðkomandi leikmann
að hafa félagaskipti.
Segjum að leikmaður sé með
stuðulinn 5. Grunn-
talan, 70.0000, er
þá margfölduð
með 5, sem gefur
350.000, sem þýðir
að það kostar 350.000 krónur
fyrir leikmann með stuðulinn
,5 að skipta um félag, sem yf-
irleitt er greitt af félaginu
sem fær leikmanninn til
Ei
r
I iður Smári segir gagn-
rýni Mourinho í sinn
/garð fyrir leik Chelsea
og Barcelona í síðasta mánuði
aðeins vera hans hátt á að fást
við pressu fyrir mikilvæga leiki.
Mourinho sakaði Eið um að
hafa tekið upp leikræna til-
burði eftir að hann byrjaði
að leika í spænsku deildinni,
nokkuð sem hann hafi ekki
gert á Englandi. „Líldega
er hann að létta press-
unni af leikmönnum
sinum með þessum
athugasemdum.
Þetta er bara hans
leið til að fást við
hana,” sagði Eiður.
Heim að dyrum
PÓSTURINN
Sparaðu dýrmætan tíma og forðastu stress í
jólaundirbúningnum með því að láta Póstinn sjá um
jólasendingarnar þínar.
• Með okkur fer sendingin þín alla leið heim að dyrum
• Hún kemst í réttar hendur á réttum tíma,
innanlands eða utan. Það tryggir öflugt
dreifikerfi okkar
• Notaðu vefinn okkar. www.postur.is
Þar finnurðu nýjustu heimilisföng vina
og vandamanna sem uppfærast sjálkrafa
eftir að þú hefur búið til heimilisfanga-
listann þinn. - Þú finnur líka pósthúsið
næst þér á www.postur.is
Mundu að koma tímanlega til okkar með jólakortin
og jólapakkana.
www.postur.is