blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 39
blaðið
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 43
vinna að stóru verkefni ásamt öðrum
ungskáldum. „Það eru tólf lönd í
þessu tveggja ára verkefni sem nefnist
Focus on the stage. Verkefnið gengur
út á menningarskipti, að breiða út ís-
lenska leikritamenningu og fá í stað-
inn brot af evrópskri leikritamenn-
ingu. Þetta er viðamikið verkefni sem
hefur gengið vonum framar og við
höfum fengið ofboðslega mikinn vel-
vilja og vilyrði."
Yfir mig ástfangin
Það er því nóg að gera hjá Þórdísi
því hún er líka byrjuð á nýju handriti
sem hún segir vera ólíkt því sem hún
hefur gert áður. „í þessu handriti segi
ég skilið við þessar myrku hliðar sem
eru eitthvað sem ég er búin að afgreiða.
Þetta verk er uppstokkun á ákveð-
inni hugmyndafræði, uppstokkun
á hlutum sem við göngum að sem
vísum og tökum sem sjálfgefnum hlut.
Sem dæmi má nefna sambönd, hjóna-
bönd og ást en það er ákveðinn heila-
þvottur í samfélaginu sem gengur út á
það að fólk eigi að vera með einni og
sömu manneskjunni um aldur og ævi.
Kerfið sem við búum í viðheldur þessu
mynstri en þær raddir gerast sífellt
háværari sem segja að þetta séu bara
leifar af gömlum trúarbrögðum og sið-
fræði sem tímabært sé að endurskoða.
Raddir sem kveða að í grunninn séum
við bara dýr og þetta gamla kerfi gangi
þvert á eðli okkar. 1 nýja verkinu leik
ég mér með þessa hugmyndafræði og
ögra þessum gömlu gildum, að ást og
kynlíf sé bara bundið einum einstak-
lingi.“ Sjálf segist Þórdís hins vegar vera
yfir sig ástfangin. „Af minni hálfu var
það ást við fyrstu sýn en ég og Gummi
kynntumst í Þjóðleikhúsinu. Ég var lít-
ill aukaleikari i Bláa hnettinum eftir
Andra Snæ Magnason og Gummi var
ungi sæti leikarinn. Ég var strax ótrú-
lega skotin í honum en hann átti kær-
ustu þannig að það varð ekkert úr því.
Svo fór ég til Ameríku að mennta mig
og við felldum hugi saman, eiginlega
þegar ég var ennþá úti þvi við fórum að
skrifast á. Þetta byrjaði sem bréfaróm-
antík sem leiddi út í alvöru rómantik
þegar ég kom heim.“
Bæði mjög blóðheit
Þórdís og Guðmundur hafa verið
saman í tæplega fjögur ár og trúlof-
uðu sig fyrir tveimur árum. „Við
erum bæði ofsalega blóðheitar mann-
eskjur svo það er oft stutt á milli hæða
og lægða. Þó við getum stundum rif-
ist eins og hundur og köttur þá hefur
aldrei skort á ástina. Við höldum
hvort öðru við efnið og erum mjög
gott listrænt teymi sem ég tel að styrki
sambandið. Hann leikstýrði Hungri,
setti mikið mark á sýninguna og gerði
hana að mörgu leyti betri en handritið
bauð upp á, að mínu mati. Hann hefur
líka óbilandi trú á mér og alltaf hvatt
mig til að gera það sem mig hefur
langað til að gera. Án hans væri ég ef-
laust ekki orðin leikskáld enda hló ég
að honum fyrst þegar hann ráðlagði
mér að senda út handrit. Ég á honum
ofboðslega margt að þakka og ég veit
ekki alveg hvar ég væri án hans.“
Var veik lengi
Þórdis þekkir vel til þess hugar-
heims sem Hungur fjallaði um því
sjálf þjáðist hún af átröskun í mörg ár.
„Ég var mjög veik lengi og á köflum
var ég frekar þungt haldin. Það sem
er vandamál með átraskanir er að
það sést ekki endilega utan á einstak-
lingum hvað þeir eru veikir. Fólk er
með ákveðnar ranghugmyndir um
að þeir sem eru verst haldnir af átrösk-
unum séu ofboðslega horaðir en það
er ekki alltaf þannig. Ég var bara um
tíu ára aldur þegar ég fann fyrir fyrstu
einkennunum af átröskun. Það var í
kjölfarið af þvi að stelpa í bekknum
mínum greindist með anorexíu. Einn
daginn var stóllinn hennar auður og
kennarinn tilkynnti að hún kæmi ekki
í skólann vegna anorexíu en það væri
sjúkdómur sem einkenndist af því
að manni fyndist maður vera feitur
þótt maður sé mjór. Það greip um sig
ákveðin skelfing hjá okkur stelpunum
í bekknum og við hugsuðum með
okkur að ef henni fannst hún feit hvað
værum við þá. Það bjó um sig ákveðin
ranghugmynd í kollinum á okkur og
við fórum allt f einu að hafa áhyggjur
af þessu þótt við hefðum aldrei spáð í
þessu áður. Ég held að það hefði verið
hægt að fyrirbyggja þetta ef umræðan
hefði verið meiri.“
Rækta aðra þætti í lífinu
Það eru sex ár síðan Þórdís losaði
sig úr viðjum átraskana og hún segist
aldrei hafa litið um öxl. „Galdurinn
við að ég haldi mér réttum megin
við línuna er að halda rútínu, að hafa
reglu á lífinu, á máltíðum og að hreyfa
mig. Ég finn að ef ég verð óreglusöm
með máltíðir eða hreyfingu þá er
ekkert langt í þetta mynstur. Meðan
ég held mínu striki er í lagi með
mig og ég hugsa ekki einu sinni um
þetta. Þótt ég hafi verið að glíma við
átröskun þegar ég var yngri þá tókst
mér samt að standa mig vel í námi,
eiga félagslíf og vini sem er náttúrlega
bara heppni. Ég hef ofboðslega oft
verið heppin á minni ævi og mér tókst
að verða að manni þrátt fyrir þetta,“
segir Þórdís hugsi. „Eg fékk enga með-
ferð til að koma mér úr þessum víta-
hring. Ég held ég hafi bara séð ljósið,
eins hallærislega og það hljómar. Ég
fattaði einn daginn að svona sjálfseyð-
ingarhvöt skilar mér ekki neinu og
að þessar áherslur væru rangar. Um
leið og ég fór að sleppa takinu fór mér
að líða betur að öllu leyti. Ég hóf að
rækta aðra þætti í Hfinu sem fóru að
skipta meira máli og tilveran breytt-
ist til hins betra. Ég óska öllum þess
sem eru að glíma við þetta að leita sér
hjálpar og ná bata. Ef maður leyfir sér
að sleppa taki á óttanum fara stórkost-
legir hlutir að gerast."
svanhvit@bladid.net
- f ý
-M. ím
; -v ' *
Átröskun „Ég var mjög veik lengi
og á köflum var ég frekar þungt
haldin. Þaö sem er vandamál með
átraskanir er aö það sést ekki endi-
lega utan á einstaklingum hvað
þeireru veikir.“
SOFÐU VEL UM JÓLIN « JÓLATILBOÐ
Eitt með öllu
okkar bestu IQ-CAKJE heilsudýnu
Dæmi: 180 x 200 cm kr. 399.900 stgr.
JÓLAPAKKI
aÖ verðmæti kr. 31.580 fylgir
ölium stillanlegum hjónarúmum
2 v heilsukoddar
2 hlífðardýnur og 2 lök
b______________________________á
Loftrúm án rafmagns
SWISSMXT
50 ara reynsla
Emstök fjöörun
Hjónarúm með
okkar bestu iIQ-CAfflE heilsudýnu
Dæmi: 180 x 200 cm kr. 279.900 stgr.
Mest selda stillanlega rúmið
Frábær reynsla
PROFLEX
Hjónarúm með
okkar bestu IQ-«CARE heilsudýnu
Dæmi: 180 x 200 cm kr. 229.900 stgr.
\ Qucen rúm kr. 1 29.900
King rúm kr. 159.900
Þrýstijöfnun er lykilorðið
Frí heimsending og uppsetning á stillanlegum rúmum. Frí heimsending á öllum hcilsudýnum.
kd Gildir á höfuðborgarsvæbinu og Akureyri og nágrenni. Safnsendingar sjá www.svefn.is
ChristianHarold
Heilsunuddstóll
Verð nú kr. 440.000
Verð áður kr. 490.000
www.charold.com
Nuddar í takt við tónlist
samkvæmt stærstu samtökum kírópraktora í heimi
JÓLAPAKKI
fylgir öllum heilsurúnium
Dænii: Queen kr. 22.1 80
Dænii: King kr. 24.680
Pífa, hlífðardýna og 2 lök
Þýskar hágæðasængur
www.betty.de
NASA Outlast með 100% hvítum Siberíu gæsadúni
Thalascá dúnsængur og koddar fyrir asmasjúklinga.
Thinsulate sængur. www.thinsulate.com
Sængur úr camelhárum, silki eða kasmír
Sensofill sængur og heilsukoddar
MINE silkidamask sængur-
verasett í gjafapakkningum
Listhúsinu Laugardal, 581 22:15 • Dalsbraut I, Akureyri, 46 1 1150
Opið virka daga 10:00 - 18:00 - laugardaga 1 1:00 - 16:00