blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 15
blaðið
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 15
Bandarískur hagfræðingur:
Friedman allur
Vindasamt á Kjalarnesi:
Strætó lagði
ekki í rokið
Almenningssamgöngur milli
Akraness og Reykjavíkur lágu
niðri í fyrradag vegna mikilla
vindhviða á Kjalarnesi. Strætó
bs. tók þá ákvörðun að það væri
ekki áhættunnar virði að standa
í fólksflutningum þarna á milli á
meðan veðráttan væri á þennan
veg.
Þórhallur Halldórsson, deildar-
stjóri fraþegaþjónustu hjá Strætó
bs„ segir að það sé stefna fyrir-
tækisins að þegar vindhviður á
Kjalarnesinu fari upp fyrir 34
metra á sekúndu fari vagninn
ekki af stað. Vindhviðurnar fóru
upp í 42 metra á sekúndu.
Þórhallur segir að Skagamenn
skilji vel þessar ráðstafanir
Strætó og því beri lítið á kvört-
unum vegna þessa.
Ánægðir með
íslendingana
Gagnkvæm ánægja ríkir milli
íslenskra og erlendra starfs-
manna sem vinna að byggingu
álvers Alcoa á Reyðarfirði. Þetta
kemur fram í niðurstöðum könn-
unar sem Alcoa lét gera meðal
starfsmanna sinna.
Tæplega 70 prósent erlendra
starfsmanna segja það hafa verið
ánægjulega reynslu að vinna
með Islendingum og 75 prósent
íslendinga segja erlenda starfs-
menn hafa reynst sér vel.
Kaupmannahöfn:
Hótel verður
reist í Tívolí
Nýtt hótel verður opnað í
Tívolí í Kaupmannahöfn árið
2010. Breski arkitektinn Norman
Foster vann samkeppni um teikn-
ingu byggingarinnar.
102 metra hár turn mun
standa upp úr byggingunni og
verður væntanlega eitt helsta
kennileiti borgarinnar. Bygg-
ingin rís á horni Tívolísvæðisins
sem snýr að Ráðhústorginu.
Hún verður um tuttugu þúsund
fermetrar að stærð og verður þar
að finna 150 hótelherbergi og
fimmtíu íbúðir.
Bandaríski hagfræðingurinn
Milton Friedman er allur. Hann lést
í San Francisco á fimmtudag, 94 ára
gamall. Friedman var einn áhrifa-
mesti hagfræðingur nýliðinnar
aldar og hafði mikil áhrif á stjórn-
málamenn eins og Margréti Thatc-
her og Ronald Reagan.
Friedman var oft kallaður æðsti-
prestur peningamagnssinna, en
það er sá skóli hugsunar innan hag-
fræðinnar sem leggur mikla áherslu
á tengsl peningamagns sem er í
umferð í hagkerfinu við verðbólgu.
Fram til þess tíma þegar Friedman
tók að vekja athygli á hugmyndum
sínum lögðu hagfræðingar mesta
áherslu á skoða tengslin milli at-
vinnustigs og verðbólgu.
Framlag Friedmans til hagfræð-
innar var ekki eingöngu tæknilegt.
Hann var einnig mikilvirkur tals-
maður hugsjóna frjálshyggjunnar
og óþreytandi við að benda á
hvernig ríkisvald brýtur á frelsi ein-
staklinga og kæfir frumkvöðlastarf-
semi í þjóðfélögum. Friedman beitti
sér einnig fyrir því að herskylda
væri lögð niður í Bandaríkjunum.
En hann var ákaflega stoltur af
framlagi sínu í þeirri baráttu.
Milton Friedman fæddist í New
York árið 1912. Hann var lengi pró-
fessor í hagfræði við Chicago-há-
skóla og ásamt því að rita fjölda
bóka var hann ráðgjafi tveggja for-
seta, Richards Nixons og Reagans, í.
efnahagsmálum.
HRINGUR TANKADOS EFTIR DAN BROWN
FRA HOFUNDI
^^■YKILSINS
'
BJARTUR