blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 16
blaði
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarf ulltrúi:
Árogdagurehf.
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurjón M. Egilsson
Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
JanusSigurjónsson
16 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 blaðið
LEfT STtNPilH EíW MTiJt W>TuflMScK>ía'RrLoKfcNl/v(.
Síwsr snsTTU hak/s í tíMbúíkjjld/i á H>h-oMturlam>í
EíKHVFrS SrfivflR jS MilM REfWRO/i^ltoC HúSAV'ÍK<-in.
Þjófur
Stundum virðist iðrunin aðeins í orðum, ekki í gjörðum eða skilningi
á því sem menn hafa gert af sér. Einhvern veginn þannig virðist það vera
með Árna Johnsen. Þegar hann sagði í viðtali í fréttum Sjónvarps í vik-
unni að hann iðraðist þeirra tæknilegu mistaka sem hann hefði gert.
Tæknilegu mistökin voru að hans mati væntanlega fjárdráttur í opin-
beru starfi, umboðssvik í opinberu starfi og mútuþægni í opinberu starfi.
f það minnsta hljómaði hæstaréttardómurinn yfir Árna frá árinu 2002
þannig að hann hefði gerst sekur um öll þessi brot. Þetta kallar hann
tæknileg mistök.
Árni Johnsen var ekki ákærður, sakfelldur og læstur inni fyrir tækni-
leg mistök. Hann var læstur inni fyrir að vera þjófur. Ef hann skilur það
ekki er ekki furða að fólki bregði og tortryggi rétt hans til veru á Alþingi.
Ungir sjálfstæðismenn brugðust fljótt við og skömmuðu hann fyrir yf-
irlýsingar sínar. Að þeirra mati lék ekki nokkur vafi á að hann hefði
gerst sekur um „alvarleg og mjög ámælisverð afbrot“ en ekki „tæknileg
mistök".
í yfirlýsingu sinni sögðu ungir sjálfstæðismenn meðal annars: „Þátt-
takendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafa nú
veitt Árna Johnsen annað tækifæri til að sýna að hann geti staðið undir
því trausti sem kjósendur sýna kjörnum fulltrúum. Fyrsta skrefið í
að endurvinna traust flokksmanna og almennings í landinu er að iðr-
ast fyrri mistaka af einlægni og koma fram af auðmýkt og virðingu.
Ef Árni Johnsen tekur sæti á Alþingi munu fjölmiðlar og aðrir fylgjast
vandlega með störfum hans þar. Ætla má að embættisstörf hans verði í
meira mæli undir smásjánni en gildir um aðra þingmenn. Standi Árni
Johnsen undir þeim auknu kröfum sem til hans verða gerðar hefur hann
nýtt tækifærið og lagt grunninn að því að endurheimta það traust sem
hann glataði við áðurnefnd afbrot.“
Af orðum Árna í viðtalinu hjá Sjónvarpinu í vikunni má ráða að hann
hafi ekkert lært. Það er mjög slæmt. Þó maður ætli Árna ekki að hann
brjóti aftur af sér er það mjög slæmt þegar stjórnmálamaður sem eitt
sinn hefur verið sakfelldur fyrir „alvarleg og mjög ámælisverð afbrot“,
afbrot sem hann framdi í skjóli opinbers starfs sem hann gegndi, sýnir
ekki meiri iðrun en þetta, og er hætt við að efasemdir vakni. Ekki svo
mjög um að hann brjóti aftur af sér heldur um dómgreind mannsins.
Maður sem kallar alvarleg afbrot „tæknileg mistök“ er hvorki góð fyr-
irmynd né sérlega traustvekjandi hluti af löggjafarvaldinu. Það á ekki
að útiloka menn frá opinberum störfum vegna þess að þeir hafi brotið
af sér og afplánað dóm. Það á hins vegar að krefjast þess að þeir sjái að
sér og játi brot sín, ekki sem „tæknileg mistök" heldur sem aíErot, hrein
og klár lögbrot. Þar til hann gerir það getur hann ekki ætlast til að hann
njóti trausts.
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@biadid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
PENZIM
ÍSLENSK NÁTTÚRUVARA UNNIN
Ú R SJÁVARRÍKINU UMHVERFIS
ÍSLAND
Dr. Jón Bragi Bjamason, prófessor í lífefnafræði, hefiir
unnið að rannsóknum og þróun Pensímtækninnar um
áratuga skcið og er hún nú einkaleyfisvarin um allan heim.
Penzim fyrir húðina, liðina og vöðvana
PENZIM er hrein,
tærog litarlaus
náttúruvarabyggðá
vatnien ekki fitu.
PENZIM inniheldur
engin ilmefni,
litarefni eða gerviefni
sem geta valdið
ofnæmisviðbrögðum.
PENZIM inniheldur
engarfitur, oílureða
kremblöndursem
geta smitaö og eyðilagt
flíkureðarúmfót.
PENZIM
PENZIM
Kc^nctwrtng
GliL
WtTH AJJ. N’ATLRAI.
St n.R AGTtVJ
MAMNCfiaÓlfö
Aíhvn<rd íAl» fc Body
(Urx r>«atu4
MoiMur.rtngfa
LOTION
Wfrit ALL NATURAl
AdvawnlSWnfeltody
t«c rtwi.
VtrHwuir HiOjt &
PENZIM
Penzim fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt.
IMIMMMMBBMBMMMBPB penzím.ÍS
Islenskudagurinn
„Dagur íslenskrar tungu“ er ný-
liðinn. Jafnvel nafngiftin felur í sér
þá upphafningu, sem ég held að
reynist málinu síst til framdráttar.
Eða finnst einhverjum (sem ekki
drekkur reglulega te í Norræna hús-
inu, gengur í fótlaga skóm eða heldur
að hann sé skáld) uppskrúfað orðfar
aðlaðandi? Mér heyrðist raunar í út-
varpsviðtali við Njörð P. Njarðvík,
hinn nýbakaða handhafa jónasar-
bikarsins í íslensku innanhúss, að
hann væri fremur á því.
Ekki er það betra stofnanamálið,
sem furðumargir virðast ímynda sér
að geri texta á einhvern hátt virðu-
legri, nú eða „faglegri" eða bara eitt-
hvað annað en ótínd alþýðan notar
í fánýti sínu dagsdaglega. Ef maður
fyndi óhugnaðinn aðeins í rituðu
máli hjá opinberum starfsmönnum
væri ástandið kannski þolandi, en
einkageirinn fylgdi illu heilli eftir
og nú verð ég æ oftar var við þetta
hrognamál hjá Jóni og Gunnu, sem
maður hefði haldið að væri ekki í
smithættu. Það notar ósköpin ekki
hversdags, en ég tek eftir því þegar
önnur hver sjónvarpsstöðin stingur
hljóðnema upp í aumingja fólkið
til þess að spyrja frétta eða álits. Þá
setja margir sig í einhverjar stell-
ingar, fara að tala um aðila og ferli
frekar en fólk og aðferðir.
Ofmælt hnignun
Alla mína ævi hef ég þurft að
hlusta á fólk, sem hefur haft
áhyggjur af hnignun íslenskunnar,
en samt verð ég nú ekki var við
annað en að flest fólk geti talað hana
skammlaust þegar á þarf að halda.
Sérstaklega þegar það skammast
(sem er kannski ástæðan fyrir því
hve mörgum finnst Steingrímur
J. Sigfússon bera af öðrum þing-
mönnum í málnotkun að ég segi
ekki málflutningi!).
Eitt tíndi Njörður þó til, sem ég
var honum hjartanlega sammála
um, en það var að orðaforði hefði
jafnt og þétt rýrnað á undanförnum
áratugum. Hann rakti það helst til
þess að menn læsu ekki jafnmikið og
áður og það held ég að sé líka hárrétt
hjá honum. En ég ætla ekki að kenna
síbyljunni, erlendu sjónvarpsefni
eða tölvuleikjum um. Þarna hefur
menntakerfið nefnilega brugðist í
einu og öllu. Hvað þurfa grunnskóla-
g|
AÉ
Viðhorf
Andrés Magnússon
börn að lesa margar bækur á skóla-
göngu sinni? Alvörubækur — ekki
námsbækur — á kjarnyrtri og góðri
íslensku? Ætli þær séu ekki 3-4 alls
og þá ekki fyrr en undir lok grunn-
skóla. I stað þess, að kenna börnum
málið með því að lesa, skrifa og
tala, er dýrmætustu námsárunum
gereytt í málfræði, setningafræði
og ámóta ömurð. Er einhver viðvar-
andi skortur á málfræðingum, sem
mér er ókunnugt um?
Erlendir ógnvaldar
Menn tala varla um íslenskuna án
þess að minnast á aðsteðjandi hættur
og þá er enskan vinsælasti ógnvald-
urinn. Ég hef raunar alltaf verið
fremur efins um þá tilgátu og held
að hættulegasta málmengunin komi
enn frá dönsku eða skandinavísku.
Vissulega sletta menn mikið á ensku,
en þær slettur eru alltaf augljósir að-
skotahlutir, norrænu áhrifin eru hins
vegar lymskulegri og leynast betur,
enda skyldleikinn miklu meiri.
En ensk áhrif finnast og jafnvel þar
sem síst skyldi. í góðri trú fást margir
við að smíða nýyrði um sérhvert hug-
tak og hvern hlut. Þar eru fremstar í
flokki íðyrðanefndir, málstöðvar og
þess háttar þing, en þetta starf er ein-
att á miklum misskilningi byggt, mis-
skilningi á eðli málsins.
Þorsteinn heitinn Gylfason, sem
var afbragðsþýðandi og íslensku-
maður auk alls hins, sem honum
var til lista lagt, benti á að íslenskan
þyrfti ekki orð um hvern hlut, því
merking orðanna felst ekki síður
í samhengi þeirra. Þannig gefum
við þeim merkingu eftir þörfum
fremur en að þurfa að eiga eitt og
einstakt orð yfir sérhvern hlut og
hugtak. Kaffibolli breytist þannig
í öskubolla með því einu að drepið
sé í sígarettu í honum. Allir skilja
orðið, en ætli nokkrum detti i hug
að senda seðil um það til Orðabókar
Háskólans?
Þess vegna finnst mér merkilegt
að Námsgagnastofnun (www.nams.
is) gengst fyrir samkeppni um ný-
yrðasmíð, þar sem auglýst er eftir ís-
lenskum orðum yfir tíu ensk hugtök,
sem talsvert er slett hér. Ég fæ ekki
séð að nokkurt þeirra feli í sér merk-
ingu, sem ekki er þegar til orð y fir á ís-
lensku, sum eru þegar í notkun, önnur
eruyfirfærðrar merkingar en myndu
hæglega skiljast. Eigum við ekki að
huga betur að endurnýtingunni?
Höfundur er blaðamaður.
Klippt & skorið
eir eru ekki allir jafnstórtækir og
Eggert Magnússon og Björgólfur
Guðmundsson,
vaentanlegirkaupendur
West Ham, viðskipta-
mennirnir sem áhuga
hafa á íþróttum. Ás-
geir Þór Davíðsson,
Geiri á Goldfinger,
keypti markmann fyrir
Hhandboltalið HK og nú
segja Framarar að Eng-
ilbert Runólfsson
hafi borgað fimm millj-
ónir og keypt þannig
Helga Sigurðsson frá
Fram og til Vals.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks eru
margir undrandi og ekki alls kostar
sáttir með
hversu mikið Fram-
sóknarflokkurinn og
áhangendur hans fá í
meirihlutasamstarfinu
í Reykjavík, meðan full-
trúar Sjálfstæðisflokks-
ins láta sig ekki einu
sinni dreyma um að
verða settirí vel launuð störf þrátt fyrir að vera
hluti af stærsta flokki borgarinnar. Nýráðning
varaborgarfulltrúans, Óskars Bergssonar, í
starf á vegum hafnarinnar leysti úr læðingi
fýlu hár og þar í stóra flokknum og þykir
mörgum sem samstarfsflokkurinn sé að fá
mikið fyrir lítið.
Ekki er annað að sjá en að sundurlyndi
sé meira áberandi hjá Frjálslynda
flokknum en
frjálslyndi. Koma Jóns
Magnússonar til
flokksins og málstaður
hans og einkum og sér
í lagi varaformannsins
og þingflokksformanns-
ins, Magnúsar Þórs
Hafsteinssonar,
hefur stuggað við Margréti Sverrisdóttur
framkvæmdastjóra sem hefur haft á orði að
verði málstaður þeirra félaga Jóns og Magn-
úsar ofan á segi hún sig úr flokknum. Það þarf
að lofta út á þessu heimili og áhugafólk um
stjórnmál bíður. Breytinga er að vænta, og það
á næstu dögum.