blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 46

blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 46
LAUGAR] ÓVEMBER 2006 Skiðasvæði opnað Skíðamenn norðan heiöa geta nú tekíð gleði sína því að í dag klukkan 10 stendur til að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við i Akureyri. Töluverður snjór er kominn í brekkurnar eftir k snjókomu síðustu daga auk þess sem snjókerfið hjálpar til Ijj Flestar lyftur verða í gangi og skíðagöngusvæðið opið. blaöió 3.. 2.. 1.. flugtak! Áhugamönnum um eldflaugaskot gefst einstakt tæki- færi til að verða vitni að einu slíku í dag því að klukkan 13 hyggjast þrír ungir menn skjóta heimasmíðaðri eldflaug á loft frá Vigdísarvöllum í nágrenni Krýsuvíkur. Búist er við að flaugin sem er rúmir tveir metrar að lengd nái 1200 metra hæð. Sýning Extreme Team og Minihoops í Laugardalshöll UM HELGINA Bandaríski fjöllistahóp- urinn Extreme Team verður með tvær sýn- ingar í Laugardalshöll í dag klukkan 16 og 20. Sýningar hópsins þykja mikil upplif- un en í þeim er meðal annars bland- að saman loftfimleikum, breikdansi, körfubolta og BMX-hjólafimi. Extreme Team hóf feril sinn með því að koma fram í hálfleik í NBA- körfuboltanum. Upphaflega lagði hópurinn aðallega áherslu á að sýna færni sína í loftfimleikum og knatt- leikni en með árunum hafa sýning- ar þeirra orðið enn fjölbreyttari. Heimsmeistari í skífuþeytingum Plötusnúðurinn DJ DP One sem er margfaldur heimsmeistari í skífu- þeytingum mun halda uppi stemn- ingu á meðan sýningu stendur. „Hann sér um músíkina í sýning- unni og verður svo á NASA annað kvöld ásamt nokkrum af breikur- unum sem eru alveg magnaðir. Ef Stefán Baxter tekur ekki fram breik- skóna núna þá veit ég ekki hvenær það verður. Það kæmi manni ekki á óvart ef þetta myndi leiða af sér ein- hverja endurlífgun á breik- og hjóla- menningunnisegir Birgir Nielsen, einn aðstandenda sýningarinnar. Körfuboitadvergar Auk Extreme Team koma Miniho- ops fram á sýningunni í Laugardals- höll en það er minnsta og fyndnasta körfuboltalið í heimi. Sex dvergar frá Kanada skipa Minihoops og hef- ur liðið verið að í ein fimmtán ár en þó ekki alltaf skipað sömu leik- mönnum. Minihoops hafa sýnt listir sín- ar víða um heim við miklar vin- sældir og eru þeir bókaðir til ársins 2011. Þeir hafa jafn- framt látið til sín taka í góðgerðamálum, heimsótt barna- spítala og barist gegn einelti. „Þeir leika við landsliðið í körfu- Mögnuð fjollistasyning Symngar Extreme Team þykja magnaðar en í þeim er blandað saman loftfimleik- um, körfubolta og breikdansi, svo nokkuð sé nefnt. knattleik kvenna klukkan 16 og við Extreme Team um kvöldið og hugs- anlega einhverja heppna áhorfend- ur úr sal,“ segir Birgir Nielsen sem lofar magnaðri sýningu. Mögnuð fjöllistasýning og körfuboltadvergar Bílar og farartæki VARAHLUTIR S^SKIPTOS* Alternatorar og startarar í vörub., rútur, vinnuv., bátav. fólksb. á lager og hraðsendingar 40 ára reynsla og þekking Valeo-umboðið, Bílaraf, Auðbrekku 20 sími 564 0400. Lucia MICARELLI 9. desember á Nasa perf^rmer performer.ís Verslun ÞJÓNUSTA Höll ævintýranna Möguleikhúsið flytur einleikinn Höll ævintýranna eftir Bjarna Ing- varsson í aðalsafni Borgarbóka- safns, Tryggvagötu 15, á morgun sunnudag klukkan 15. Allir eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Pólskt menningarkvöld Alþjóðastofan á Akureyri býður til pólskrar menningarveislu laugar- daginn 18. nóvember klukkan 18 í Rósenborg, Skólastíg 2. Boðið verður upp á Bigoz ásamt léttum pólskum veitingum. Pólverjar á Akureyri sjá um eldamennsku og skemmtiatriði. Allir eru velkomnir. Nylon í Smáralind Söngflokkurinn Nylon heldur tónleika í Vetrargarðinum í Smára- lind í dag laugardag klukkan 15. Idol-stjarnan Bríet Sunna verður sérstakur gestur á tónleikunum. Jólamarkaður Jólamarkaður verður í Gamla sláturhúsinu við Laxá í Hvalfjarð- arsveit á morgun, sunnudag, klukkan 13. Þar verða á boð- stólum heimagerðar vörur af ýmsu tagi Svo sem listmunir og sælkeravörur. Ástir og örlög Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu í dag klukkan 13. Fjallað verður um ástir og örlög á átjándu og nítjándu öld. Kvikmynda- sýning MÍR Kvikmyndin „Faðir hermannsins" frá árinu 1965 verður sýnd í MÍR- salnum, Hverfisgötu 105, á morgun, sunnudag, klukkan 15. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Verslun ÞJÓNUSTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.