blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 46
LAUGAR]
ÓVEMBER 2006
Skiðasvæði opnað
Skíðamenn norðan heiöa geta nú tekíð gleði sína því að í dag
klukkan 10 stendur til að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við
i Akureyri. Töluverður snjór er kominn í brekkurnar eftir
k snjókomu síðustu daga auk þess sem snjókerfið hjálpar til
Ijj Flestar lyftur verða í gangi og skíðagöngusvæðið opið.
blaöió
3.. 2.. 1.. flugtak!
Áhugamönnum um eldflaugaskot gefst einstakt tæki-
færi til að verða vitni að einu slíku í dag því að klukkan 13
hyggjast þrír ungir menn skjóta heimasmíðaðri eldflaug á loft
frá Vigdísarvöllum í nágrenni Krýsuvíkur. Búist er við að flaugin
sem er rúmir tveir metrar að lengd nái 1200 metra hæð.
Sýning Extreme Team og Minihoops í Laugardalshöll
UM HELGINA
Bandaríski fjöllistahóp-
urinn Extreme Team
verður með tvær sýn-
ingar í Laugardalshöll
í dag klukkan 16 og 20.
Sýningar hópsins þykja mikil upplif-
un en í þeim er meðal annars bland-
að saman loftfimleikum, breikdansi,
körfubolta og BMX-hjólafimi.
Extreme Team hóf feril sinn með
því að koma fram í hálfleik í NBA-
körfuboltanum. Upphaflega lagði
hópurinn aðallega áherslu á að sýna
færni sína í loftfimleikum og knatt-
leikni en með árunum hafa sýning-
ar þeirra orðið enn fjölbreyttari.
Heimsmeistari í skífuþeytingum
Plötusnúðurinn DJ DP One sem
er margfaldur heimsmeistari í skífu-
þeytingum mun halda uppi stemn-
ingu á meðan sýningu stendur.
„Hann sér um músíkina í sýning-
unni og verður svo á NASA annað
kvöld ásamt nokkrum af breikur-
unum sem eru alveg magnaðir. Ef
Stefán Baxter tekur ekki fram breik-
skóna núna þá veit ég ekki hvenær
það verður. Það kæmi manni ekki á
óvart ef þetta myndi leiða af sér ein-
hverja endurlífgun á breik- og hjóla-
menningunnisegir Birgir Nielsen,
einn aðstandenda sýningarinnar.
Körfuboitadvergar
Auk Extreme Team koma Miniho-
ops fram á sýningunni í Laugardals-
höll en það er minnsta og fyndnasta
körfuboltalið í heimi. Sex dvergar
frá Kanada skipa Minihoops og hef-
ur liðið verið að í ein fimmtán ár
en þó ekki alltaf skipað sömu leik-
mönnum.
Minihoops hafa sýnt listir sín-
ar víða um heim við miklar vin-
sældir og eru þeir bókaðir til
ársins 2011. Þeir hafa jafn-
framt látið til sín taka
í góðgerðamálum,
heimsótt barna-
spítala og barist
gegn einelti.
„Þeir leika við
landsliðið í körfu-
Mögnuð fjollistasyning Symngar
Extreme Team þykja magnaðar en
í þeim er blandað saman loftfimleik-
um, körfubolta og breikdansi, svo
nokkuð sé nefnt.
knattleik kvenna klukkan 16 og við
Extreme Team um kvöldið og hugs-
anlega einhverja heppna áhorfend-
ur úr sal,“ segir Birgir Nielsen sem
lofar magnaðri sýningu.
Mögnuð fjöllistasýning
og körfuboltadvergar
Bílar og farartæki
VARAHLUTIR
S^SKIPTOS*
Alternatorar og startarar í
vörub., rútur, vinnuv., bátav.
fólksb.
á lager og hraðsendingar
40 ára reynsla og þekking
Valeo-umboðið,
Bílaraf, Auðbrekku 20
sími 564 0400.
Lucia
MICARELLI
9. desember á Nasa
perf^rmer
performer.ís
Verslun
ÞJÓNUSTA
Höll ævintýranna
Möguleikhúsið flytur einleikinn
Höll ævintýranna eftir Bjarna Ing-
varsson í aðalsafni Borgarbóka-
safns, Tryggvagötu 15, á morgun
sunnudag klukkan 15. Allir eru vel-
komnir og aðgangur er ókeypis.
Pólskt
menningarkvöld
Alþjóðastofan á Akureyri býður til
pólskrar menningarveislu laugar-
daginn 18. nóvember klukkan 18
í Rósenborg, Skólastíg 2. Boðið
verður upp á Bigoz ásamt léttum
pólskum veitingum. Pólverjar á
Akureyri sjá um eldamennsku og
skemmtiatriði. Allir eru velkomnir.
Nylon í Smáralind
Söngflokkurinn Nylon heldur
tónleika í Vetrargarðinum í Smára-
lind í dag laugardag klukkan 15.
Idol-stjarnan Bríet Sunna verður
sérstakur gestur á tónleikunum.
Jólamarkaður
Jólamarkaður verður í Gamla
sláturhúsinu við Laxá í Hvalfjarð-
arsveit á morgun, sunnudag,
klukkan 13. Þar verða á boð-
stólum heimagerðar vörur af
ýmsu tagi Svo sem listmunir og
sælkeravörur.
Ástir og örlög
Félag um átjándu aldar fræði
heldur málþing í fyrirlestrarsal
Þjóðarbókhlöðu í dag klukkan 13.
Fjallað verður um ástir og örlög á
átjándu og nítjándu öld.
Kvikmynda-
sýning MÍR
Kvikmyndin „Faðir hermannsins"
frá árinu 1965 verður sýnd í MÍR-
salnum, Hverfisgötu 105,
á morgun, sunnudag, klukkan 15.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill meðan húsrúm leyfir.
Verslun
ÞJÓNUSTA