blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 blaAi6 fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Ertu kominn á útsölu? „Það er kannski bara verið að fara að endurnýja mig. Kominn aftur i hóp með kjúklingunum." Daði Lárusson, markvörður FH I nýbirtum lista KSÍ yfir afreksstuðla leikmanna er Daði með lægsta mögulegan stuðul. Afreksstuðull segir til um hversu háa upphæð þurfi að greiða fyrir leikmann við félagaskipti. Daði var eftir nýafstaðna leiktíð valinn sem markvörður ársins og hefur undanfarin tímabil verið einn af traustustu leikmönnum íslandsmeistara FH. HEYRST HEFUR... Asta Lovísa Vilhjálms- dóttir, einstæð, þriggja barna móðir sem greindist með ólæknandi krabbamein, sagði sögu sína í Kastljósinu nú nýverið. Ásta sem hefur barist hetjulega fyrir lífi sínu síðan í ágúst stendur nú í erfiðri lyfja- meðferð sem ætlað er að lengja líf hennar um óákveðinn tíma og stendur yfir söfnun henni til styrktar. Heyrst hefur að góðmennin í AB-varahlutum hafi lagt rausnarlega inn á reikning hennar í tilefni af 20 ára afmæli þeirra, eða 200.000 krónur, og ríkir mikið þakk- læti í garð þeirra á heimilinu. Nú nálgast jólin og enn má styrkja erfiða baráttu Ástu og auðvelda tilveru hennar og barnanna með því að leggja inn á söfnunarreikning hennar: 0525-14-102510- 090876-5469. Q igmar Guðmundsson vJKastljósdrengur varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi að farið var yfir tenglasafnið á bloggsiðunni hans í faginu „kynimyndir í fjölmiðlum“ í kynjafræði við Háskóla Islands. Niðurstaðan varð sú að karlinn Sigmar væri karllægur blogg- ari þar sem fleiri tenglar eru um karla en konur. Sigmar játar á sig rembuna og lýsir yfir sekt sinni. Hann segist ekki aðeins gera upp á milli kynja heldur líka milli dýra- tegunda því á síðunni séu bara tenglar á hross en enga aðra ferfætlinga. Sigmar ætlar að bæta um betur og segist munu grandskoða hvernig hann geti jafnað kynjamuninn, hvort hann eigi að nota fléttulista, kynjakvóta eða jákvæða mismunun við verkið. HRSTLJOS Rómantík og óvæntir atburðir Guðbjörg Lára Viðarsdóttir er ný- orðin 22. ára. „Ég átti afmæli 6. nóv- ember en hélt upp á afmælið í gær,“ segir hún. „Að teikna er það skemmtilegasta sem ég geri,” segir Guðbjörg Lára og segir frá því að áhugi hennar á myndlist hafi vaknað snemma í námí hennar við Öskjuhlíðarskóla. Hún lauk námi af starfsbraut fatl- aðra nemenda við Fjölbrautaskól- ann í Garðabæ vorið 2005. „Þetta var skemmtilegt nám og skemmti- legur tími,” segir Guðbjörg Lára en hún lagði stund á myndlistarnám innan áfanga myndlistarbrautar og myndir hennar sem hafa verið sýndar á sýningum og samsýn- ingum hafa vakið athygli margra. Guðbjörg hefur nýverið gefið út ævintýrabókina Svarti riddarinn. Hún er höfundur texta og mynda. Svifið er á vængjum hugarflugs í þessari ævintýrasögu þar sem róm- antík svífur yfir og óvæntir atburðir gerast þegar síst skyldi. Sagt er frá riddaranum Viktori, leit hans að ástinni og bardögum við alls kyns skrímsli og ófreskjur. Aðspurð um hvað hafi komið til að hún hafi ákveðið að gefa út bók segir Guðbjörg Lára að hugmyndin hafi kviknað út frá teikningum sem hún var að vinna að. „Ég byrjaði að teikna myndir, kennarinn minn sá myndirnar og spurði hvort ég vildi gera við þær sögu.” Guðbjörg segist hafa hugsað málið og komist að þeirri niðurstöðu að ekkert væri því til fyrir- stöðu. „Því ekki? hugsaði ég með mér og dreif mig af stað. Ég samdi söguna og fékk svo hjálp við skrifin til að koma henni til skila á prenti.” Guðbjörgu Láru langar til að star'fa frekar að mynd- og ritlist. ,Mig langar til að vera bæði rithöf- undur og myndlistarkona,” segir Guðbjörg Lára en hún er þegar byrjuð á næstu bók. „Næsta bók verður um álfa og ævintýri þeirra,” gefur hún upp. SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 7 6 9 5 4 1 3 8 2 5 8 3 9 2 6 7 1 4 1 2 4 8 7 3 9 5 6 8 3 6 2 5 7 1 4 9 4 5 1 3 6 9 2 7 8 9 7 2 1 8 4 6 3 5 6 9 7 4 1 8 5 2 3 3 4 5 7 9 2 8 6 1 2 1 8 6 3 5 4 9 7 Gáta dagsins: 4 7 9 8 2 6 5 6 3 7 9 1 4 7 3 7 2 9 6 3 1 5 8 9 6 3 5 9 6 8 2 4 9 6 O Jim Unger/dist, by United Media, 2002 eftir Jim Unger Ég held mér finnist það bláa betra. Hvað bar hæst i vikunni? Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Mér finnst mjög gott að það eigi að fara að gera fjármál stjórnmálaflokkanna gegnsæ. Þetta sýnir bæði þroska og lýð- ræðisþróun. Það sem mér fannst neikvætt og skelfilegt er það að Norsk Hydro ætlar að fara að setj- ast ofan á okkur með allan rass- inn, ísland á bara að kafna. Einn risa-, norskur rass ofan á land og þjóð. Iðnaðarráðherra fríar sig síðan allri ábyrgð á álmálum. Geir Ólafsson, söngvari Mér fannst þetta með Baugs- málið vera frekar merki- legt. Það sem var verið að ræða í Kastljósinu varðandi trúverðug- leika lögreglumannsins. Ég vil ekki mynda mér neina skoðun um þetta en mér finnst þetta engu að síður mjög athyglisverð frétt. Það var mjög áríðandi að það skyldi verða rætt um þetta því að þetta er svo lítið land að það er erfitt þegar koma upp svona málefni, því að fólk teng- ist svo mikið. Það er erfitt að vera stór kall í litlum sullupolli. Katrfn Júlfusdóttir, alþingismaður Mér fannst það býsna mikil frétt í Fréttablaðinu í dag þegar Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, ris upp gegn mál- flutningi Jóns Magnússonar sem er nýlega genginn i þeirra raðir. Umræðan um innflytj- endamál er af hinu góða, hér hefur verið algjört stefnuleysi í þeim málum og alls ekki verið tekið nógu vel á móti fólki. Það hafa margir misst sig dálítið í fordómafullum ummælum um menningarheima og önnur trúarbrögð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.