blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 8
Margar tegundir af gjafakörfum MlhGÍIsuhúsið með spennandi sælkeravorum . Skólavöröustfg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla & Selfossi náttúrulega Gjafakarfa sælkerans * TÆKIFÆRI SMÁAUGLÝSINGAR blaðiðH SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET 8 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 blaöiö UTAN ÚR HEIMI iitikt.ua,'n J Abramovich segir af sér Roman Abramovich hefur sagt af sér sem héraösstjóri Chu- kotka-héraðs í norðausturhluta Rússlands. Abramovich hefur fjárfest fyrir milljarða og nýtt tengsl sín við rússnesk stjórn- völd til að berjast gegn mikilli fátækt i héraðinu. Bóndi hefnir dauða hunds síns með óvanalegum hætti: Kærður fyrir níðstöng ■ Sakar mann um hundsdráp ■ Segir níöstöng áfellisdóm Níðstöng með nautshöfði Þorvaldur Stef- ánsson, bóndi í Otradal, reisti níðstöng vegna forkastanlegrar hegðunar að eigin mati. Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Ég fer í skýrslutöku í dag vegna níðstangarinnar," segir Þorvaldur Stefánsson, bóndi á Otradal, en hann hefur reist Óskari Björnssyni níðstöng vegna meints hundsdráps. Níðstöngin var reist þann 9. des- ember en lögreglan kom að máli við Þorvald fyrir þremur dögum vegna hennar. Á toppi stangarinnar er húðflett nautshöfuð. 1 Islendinga- sögum er niðstöng það versta sem getur komið fyrir mannorð manna. „Hann keyrði yfir hundinn minn í nóvember á síðasta ári,“ segir Þor- valdur en hann sakar manninn um að hafa ekið yfir hundinn Goða vilj- andi. Samkvæmt Þorvaldi ók Óskar dráttarvél þegar hundurinn var á veginum. Þorvaldur og fjórir aðrir menn urðu vitni að atvikinu. Óskar kom akandi og mennirnir fóru út í vegkant. Hundurinn varð eftir á götunni og sakar Þorvaldur Óskar um að hafa sýnt vítavert gá- leysi þegar hann ók yfir dýrið og stakk svo af. „Sjálfur gaf ég lögregluskýrslu um máíið á sínum tíma en gaf mann- inum ákveðinn tíma til að gera hreint fyrir sínum dyrum gagnvart mér,“ segir Þorvaldur og vill meina að Óskar hafi aldrei gert það. Svo hittust þeir fyrir tilviljun nokkru síðar og segir Þorvaldur að þá hafi Óskar hreytt i sig ónotum og neitað að axla ábyrgð vegna dauða dýrsins. Þorvaldur segir hegðun Óskars hafa gengið fram af sér og því hafi hann reist stöngina. Á níðstöngina ritar hann líkt og Egill Skallagríms- son þegar hann reisti níðstöng til að hrekja Eirík konung blóðöx og Gunnhildi drottningu frá völdum í Noregi. Sjálfur er Þorvaldur af- komandi Egils og segir gjörninginn greinilega sverja sig í ættina. Á stönginni stendur eftirfarandi vísa og er nær orðrétt upp úr Eg- ilssögu: „Sný ég níði þessu á land- vættir þær er land þetta byggja, svo að allar fari þær villar vegar, engi hendi né hitti sitt inni, fyrr en þær reka Óskar Björnsson úr landi eða gangi af honum dauðum.“ Svo endar hann á setningunni: „Megi hann rotna í víti.“ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa en Þorvaldur segist hafa Hundurinn Goði Þorvaidur segir hundinn Goða hafa verið góðan og að dauði hans sé mikið harmsefni. fengið nafnlaust símtal þar sem maður hótaði honum striði ef það væri það sem hann vildi. Sjálfur vildi Óskar Björnsson ekki tjá sig efnislega um málið en staðfestir að hann hafi kært stöng- ina til lögreglu. Ekki er vitað til þess að menn hafi verið dæmdir fyrir að reisa níðstöng en sjálfur segir Þorvaldur stöngina vera tákn- ræna mótstöðu við hegðun Óskars. í þessu felist engin hótun, aðeins áfellisdómur. Jólasýning í Galleríi Fold Opið til kl. 22 Sigrún Eldjárn Sara Vilbergsdóttir Verk eftir fjölmarga listamenn gallerísins Vaxtalaus lán til listaverkakaupa Kringlunni, 2. hæð, sími 5680400 Rauðarárstíg 14, sími 5510400 • www.myndlist.is Gallerí Fold • Rauðarárstíg og Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.