blaðið - 21.12.2006, Page 38

blaðið - 21.12.2006, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 blaöiö Bono um Bono er við- talsbók eftir Michka Assayas sem Sögur útgáfa gefur út. Eins og nafnið gefur til kynna ræðir tónlistarmaður- inn Bono í bókinni um lífsitt. í þeim kafla sem hér birtist segir Bonofrá æsku sinni. Hvert var fyrsta bítlalagið sem þú lærðir? „Dear Prudence." Og raunar öll lög sem maður gat spilað í c-dúr. Svo var það Neil Diamond ... ég átti líka söngbók með honum. Ég kunni vel að meta „Demantinn". Lagið „Play me“. [syngur lagið] Snillingur. Aftur að bróður þínum. Samdi ykkur vel? Já, já - en við slógumst. Börn slást oftar en ekki. Var eitt- hvað sérstakt við ykkar slagsmál? Þarna átti sextán ára strákskratti í hlut; drengur sem hafði andúð á húsinu sem hann bjó í. Það var ör- ugglega hreinasta helvíti að umgang- ast mig. Þegar bróðir minn kom heim úr vinnunni sat ég yfirleitt með félögum minum að góna á sjón- varpið. Ég hafði ekki vaskað upp né gert annað af því sem ég hafði lofað að gera. Þá lét bróðir minn gjarnan einhver orð falla eða skellti hurðum. Og þá fórum við að rífast og slást. Mörgum árum siðar mátti enn sjá blóð á eldhúsveggjunum. Við gátum virkilega tekist á. En hann hlýtur að hafa verið þér stoð og stytta þegar móðir ykkar lést. Þá var hann jú orðinn tví- tugur og kominn til manns. Hann er frábær náungi. Bróðir minn var ærlegur og algjörlega fyrir- munað að ljúga. f þá daga gerði hann ævinlega sitt besta. Ég minnist þess að í einhverri rimmunni kastaði ég hnífi í átt að honum. [hlær] Það gerði ég bara til að hræða hann, ekki til að drepa. Og hnífurinn flaug beint á hurðina og festist í henni: bong! ... Bróðir minn horfði forviða á hníf- inn. Og þá áttaði ég mig: Þótt ég hafi ekki ætlað mér að drepa hann, hefði það vel getað gerst. Svo fórum við báðir tveir að gráta minnir mig. Við viðurkenndum báðir að reiðin sem við beindum hvor að öðrum var aðeins tilkomin vegna þess að við kunnum ekki að syrgja ... Það var aldrei minnst á mömmu. Hvað áttu við, þegar þú segir: Aldrei? Faðir minn talaði aldrei um hana eftir að hún dó. Hún var því tekin út af dagskrá. Það er ástæðan fyrir þvi að ég man ekki eftir henni, sem er raunar mjög undarlegt. Já, það er mjög svo undarlegt því að þú varst jú orðinn fjórtán ára. Ég las einhvers staðar að hún hefði verið nýkomin úr jarðarför föður síns þegar hún andaðist. Er það tilfellið? Hún féll í yfirlið í jarðarför afa míns og var borin heim af föður mínum. Hún komst aldrei aftur til meðvitundar. Reyndar fer tvennum sögum af því. Þegar pabbi var i upp- námi og við vorum kannski að rífast þá sagði hann gjarnan: „Ég lofaði móður þinni á dánarbeði hennar að ...“ Hann kláraði aldrei setninguna. Ég hefði viljað að hann hefði komið þessu sem öðru endanlega út úr sér áður en hann lést. Finnst þér eins og þú hefðir viljað spyrja föður þinn einhvers áður en hann lést. Spurninga sem enn er ósvarað? Já. Hvers vegna spurðirðu hann þá ekki? Ég reyndi það. Hann vildi bara ekki svara. Hverju þá? Mig langaði til að spjalla við hann þannig að ég gæti loks fengið að vita hvers vegna hann var eins og raun bar vitni? Síðar komst ég að ýmsu stórmerkilegu úr sögu hans og fjöl- skyldunnar. Ég vil raunar ekki fara út í það núna. Hann var alltaf þögull sem gröfin eða sneri út úr spurn- ingum mínum með einhvers konar hnyttni. Hvað var það nákvæmlega sem þú vildir vita um hann? Af hverju hann var svona lokaður, held ég ... Og af hverju hann var svona fáskiptinn. Heilræðið sem faðir minn veitti mér, án þess að færa það beint í orð, var: „Láttu þig aldrei dreyma. Að láta sig dreyma er aðeins ávísun á vonbrigði." Það væri nú ansi mikil synd að geta aldrei látið sig dreyma. Finnst þér það ekki ...? En þarna hefur stórmennskubrjál- æðið sennilegastbyrjað. Aðalsmerki hans var að láta sig aldrei dreyma eða sleppa sér út í háleitar hug- myndir. Ég vil bara vita hvers vegna hann varð svona. Hvernig dró hann úr þér? „Hvers vegna ættir þú eiginlega að fara í háskóla?" Hann var alltaf á báðum áttum en sagði svo kannski að lokum: „Jæja, drífðu þig þá bara í skóla. Ég skal hjálpa þér.“ Og það tók þjark og þref að fá hann til að greiða fyrir mig gítartíma. Hann gerði það loks með semingi. Samt hafði það verið hans stærsti draumur að gerast hljóðfæraleikari eða söngvari. Það er voðalega erfitt að skilja þetta. Nú er ég fjögurra barna íaðir og gæti ekki hugsað mér að láta svona. En til að forða manni frá vonbrigðum sá hann til þess að maður bæri engar vonir í brjósti. Ég held að hann hafi sjálfur orðið að hætta við eitthvað í miðjum klíðum og það var eitthvað sem hann óskaði ekki börnum sínum. Kannski var það málið en þetta hefur allt eins getað verið hrein og klár þvermóðska. Ég á erfitt með að átta mig á því. Hvað annað gat hangið á spýtunni? Voru kannski aðrar skýringar á þessu? Og við hverju bjóst hann af þér? Hvað áttir þú að verða? Hmm ... Ég held ... að hann hafi séð mig fyrir sér sem opinberan starfsmann eins og hann var. í ör- uggu starfi sem nær ómögulegt er að vera rekinn úr. Nú eða þá sem farandsölumann. Þeir voru margir í fjölskyldunni. Og að sjálfsögðu fet- aði ég í fótspor þeirra! Að einhverju leyti kannski. Nei, nei. Meira en svo. Ég er alveg harður á því. Ég er afskaplega mik- ill farandsölumaður. Og þú mátt vita að þannig lít ég á mig. Ég fer borga á milli og sel tónlist. Ég sel laglínur og orð. Og í pólitísku starfi mínu sel ég hugmyndir. Ég sel líka hugmyndir í þeim viðskiptaheimi sem ég er nú að kynnast. Því sé ég mig sem hluta af langri fjölskyldu- hefð farandsölumanna. f alvöru talað. Guði sé lof fyrir Jack frænda! Svo að móðurfjölskylda þín hefur átt velgengni að fagna? Einn af eldri bræðrum móður minnar var mjög farsæll í trygg- ingabransanum. Hann fluttist til London ogþaðan þvældist hann um allan heiminn. Þeim gekk öllum vel en hann var sérdeilis farsæll í starfi. Ég held að tryggingasala hafi líka verið inni í myndinni þegar spáð var fyrir um framtíð mína. Það er svolítið fyndið í ljósi þess að ég hef sjálfur verið í stöðugum línudansi og lítið hirt um að tryggja mig fyrir óvæntum uppákomum. Annars er það dásamleg tilfinning að koma úr umhverfi þar sem enginn bjóst við neinu sérstöku af manni. Yfir- leitt er þessu öfugt farið. En ég var mjög óstýrlátur krakki. Guð hjálpi þeim. Og þegar móðir mín dó varð ég óróaseggur í uppreisn. Ég get því varla ásakað föður minn fyrir að spá mér ekki frama. Ég var alltaf að leika mér að eldinum. Mér leiddist skólagangan, þó svo að ég hafi átt auðvelt með að læra. Einkunnirnar voru alltaf framúrskarandi, merki- legt nokk, allt þar til ég sigldi inn í þetta timabil. Þá spilaði það líka inn í að allir þeir sem ég umgekkst voru fráhverfir skólanum. Eg vil því ekki ásaka föður minn um of. Afþví aðþú varst vandræðagemsi? Algjörlega. Það var málið. En þú fórst samt 1 háskóla, er það ekki? Jú, mikið rétt. Af því að skóla- bræður mínir fóru. Og ég hafði raunar líka áhuga á hugmynda- fræði af ýmsu tagi. Hugmynda- fræði hefur alltaf heillað mig. Ég var aðeins hálfan mánuð í háskóla, í enskum bókmenntum og sagn- fræði. Það hefði verið gaman að klára það nám. Hvað áttu við þegar þú segir „hálfan mánuð“? Mér skilst að ég hafi innritað mig á fölskum forsendum. í ríkisháskól- anum á maður að geta talað móður- málið og það gerði ég ekki. Ég hafði fallið í írsku og þeir komust að því. Ég var því rekinn úr skólanum þótt ég stæðist allar aðrar kröfur. Hvernig þróuðust samskipti ykkar föður þíns eftir að móðir þín lést? Ég ímynda mér að þú hafir gengið í gegnum sitthvað allt þar til hann lést? Mig grunar að ég hafi valdið föður mínum og bróður óbæri- legum kvölum eftir að móðir mín dó. Við bjuggu þarna saman þrír karlmenn. Og við upplifðum skelfi- leg tímabil og sennilega var sam- búð okkar eins ömurleg og sambúð þriggja karlmanna getur orðið. Ég man að pabbi reyndi að kýla mig kaldan í bókstaflegri merkingu. Ég sló aldrei til baka þótt mig langaði til þess. En oftast var þetta broslegt. Hann breiddi gjarnan yfir sína eigin vanlíðan með því að „hafa áhyggjur af mér“. Ég var kannski sautján ára á leið á pönktónleika. Svo þegar ég kom aftur heim stóð hann uppi á stigapallinum tilbúinn í slaginn. Þetta varð að áskorun fyrir mig og félaga mína að reyna að læðast inn án þess að vekja kallinn. Þúhlýturaðhafavaldiðgreyiðkall- inum mörgum andvökunóttum? Ég beitti þvi herbragði að klifra «eftir frárennslisrörinu upp á efri hæðina þar sem ég skreið inn um baðherbergisgluggann. Svo læddist ég niður og opnaði fyrir félögum mínum. Ég man vel eftir einu skipti þegar ég baslaði við að opna bað- herbergisgluggann klukkan fjögur að morgni. Þá vaknaði faðir minn [hermir eftir kallinum]: „Hver er þar? Er þetta þú?“ Og þarna hékk ég í þakrennunni, rétt við svefn- herbergisgluggann hans. Ég svara [tautar og ber lófa fyrir munn sér]: „Hmmm, já þetta er ég, já.“ - „Hættu þessu hangsi! Og farðu að sofa!“ - „Hmmm. Já. Allt í lagi ..." Og hann áttaði sig ekki á því að ég væri fyrir utan gluggann. Ég var að drepast úr hræðslu og prísaði mig sælan að hrapa ekki niður og brjóta í mér hvert bein. [hlær]

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.