blaðið - 21.12.2006, Side 42

blaðið - 21.12.2006, Side 42
42 FIMMTUDfifíLá&l. DESEMBER 2006 blaöiA heilsa Sterk bein Beinþynning er aðalástæða tíðra beinbrota hjá eldra fólki. Auka má bein- þéttni með góðu og fjölbreyttu mataræði, einkum neyslu matvæla sem rík eru af D-vítamíni og kalki. Reykingar draga aftur á móti úr henni. Hreyfing á jólum Upplagt er að nota jólafríið til hreyf ingar enda mikilvægt að halda líkamanum við, ekki síst á þessum árstíma þegar svo mikið er á hann lagt. Gildir einu hvort fólk fer í ræktina, skellir sér í sund eða í gönguferð út í móa. Hreyfingin sem slík skiptir mestu máli. heilsa@bladid.net Heilaörvandi Shakespeare Ritstíll breska leikskáldsins Willi- ams Shakespeares örvar heilann og hefur jákvæð áhrif á starfsemi hans samkvæmt niðurstöðum vísindamanna við Háskólann f Liverpool sem hafa rannsakað áhrif skáldskapar meistarans á manns- heilann. Shakespeare skrifaði um margt sérstakan stíl og átti meðal annars til að breyta sagnorðum í nafnorð sem virkar á heilann eins og um gátu sé að ræða. Þá átti skáldið jafnframt til að bæta undarlegum orðum inn í setn- ingar sem eru að öðru leyti frekar hefðbundnar og hefur það einnig örvandi áhrif á heila lesandans. Styrkjum úthlutað Elleíu gæáaverkefni hljóta styrk frá heilbrigðisráðuneytinu á árinu en tilkynnt var um þá í vikunni. Alls bár- ust 47 umsóknir um gæðastyrki í ár og komu þær hvaðanæva af land- inu. Jafnframt var sótt um styrki til gæðastarfs á flestum sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Umsóknirnar sneru meðal annars að klínísku gæðastarfi, rafrænni skráningu, öryggi sjúkra og þjón- ustukönnunum. Þau verkefni sem hlutu styrk eru á sviði öldrunar- þjónustu, geðheilbrigðisþjónustu, bráðaþjónustu, heilsugæslu og endurhæfingu. Matur og meðganga Umhverfisstofnun, Miðstöð mæðra- verndar og Lýðheilsustöð hafa sent frá sér nýja útgáfu bæklingsins Matur og meðganga sem kom fyrst út fyrir rúmum tveimur árum. í bæklingnum er að finna ráðlegg- ingar um mataræði til barnshafandi kvenna og kvenna með börn á brjósti. í nýju útgáfu bæklingsins eru settar fram ýmsar nýjar og endurbættar ráðleggingar og má sem dæmi nefna breytingu á ráðlögðum dagskammti af kalki fyrir konur á meðgöngu. Hann hefur lækkað úr 1.200 milligrömmum á dag í 1.000 milligrömm. Ýmis önnur atriði, svo sem mata- ræði meðan á brjóstagjöf stendur og ráðleggingar um hreyfingu, hafa einnig verið endurskoðuð. Miðstöð mæðra- verndar sér um dreifingu bæklings- ins en hann má einnig nálgast á rafrænu formi á heimasíðum allra þriggja stofnananna ust.ís, lyd- heilsustod.is og hg.is. Margir slasast illa af völdum hálku á þessum árstima Hált á svellinu Hálka getur reynst gang- andi vegfarendum skeinuhætt á þessum árstíma og margir hljóta alvarlega áverka eftir að hafa misst fótanna. Það eru einkum konur á besta aldri og skóla- börn sem lenda í hálkuslysum að sögn Herdísar Storgaard, forstöðu- manns Forvarnarhúss Sjóvár. Hún segir ennfremur að mörg slysanna eigi sér stað á lóðum við heimahús. „Fólk er kannski að hlaupa út í tunnu eða ætlar að skjótast aðeins og er illa búið til fótanna, jafnvel á inniskóm, og dettur svona ofboðs- lega illa,“ segir Herdís. í ljósi þess að mörg hálkuslys eiga sér stað inni á lóðum fólks er mik- ilvægt að það gæti vel að því að að- koma að húsum sé örugg. Hreinsa þarf leiðir til og frá ruslakompu og inngangi til að þeir sem eiga erindi inn á lóðina svo sem sorphreinsun- arfólk, bréf- og blaðberar komist leiðar sinnar klakklaust. Þá er einn- ig mikilvægt að góð lýsing sé við húsið. Bílastæði varasöm Mörg slys verða einnig á bílastæð- um fyrir utan verslanir og fyrirtæki. „Bílastæðin eru oft alveg skelfileg vegna þess að þar myndast oft hálka eða ísing sem maður sér ekki og því dettur fólk mjög illa þar,“ segir Her- dís. Þá er einnig mjög algengt að fólk slasi sig innandyra í fyrirtækjum, ekki síst þegar slabb er úti og það ber mikla bleytu með sér inn. „Þegar mikil bleyta og slabb er úti verða hálkumotturnar sem eiga að draga í sig vökvann oft gegnsósa af bleytu sem berst síðan út um allt gólf. Það er ótrúlega mikið af fólki sem slasar sig þegar það rennur til í bleytu inni á veitingastöðum og í verslunum,“ segir Herdís og bætir við að fyrirtæki þurfi að vera á varð- bergi gagnvart þessu og skipta út mottum efþörfer á. Alvarleg meiðsli Stór hluti þeirra sem lenda í hálkuslysum eru skólabörn og oft eiga slysin sér stað inni á skólalóð- um. „Það er oft hópur af krökkum á mismunandi aldri sem hrúgast í brekkurnar og það myndast æsing- ur. Þetta byrjar með rólegum leik en endar með ósköpum og börn eru að Uthlíð Herra- og dömupeysa - vindheld Korpa I Herra- og dömupeysa ^iOhr auni 11 Garðati^ hljóta slæm höfuðhögg auk útlima- brota,“ segir Herdís. Algengt er að fólk hlj óti útlimabrot í hálkuslysum, einkum framhand- leggsbrot þegar það reynir að bera hendurnar fyrir sig. Einnig kemur fyrir að fólk íær- eða fótbrotni. „Það eru líka dæmi þess að fólk sé að fá mjög slæm axlarmeiðsl og upp- handleggsmeiðsl því að oft missir fólk alveg fæturna undan sér og dett- ur kylliflatt og höggið lendir á efri hluta líkamans. Þetta eru oft mjög slæm meiðsli sem þurfa jafnvel ein- hverra aðgerða við. Það eru líka allt- af einhverjir sem reka hreinlega höf- uðið í og fá höfuðhögg," segir Herdís og bendir á að eldra fólk fái oft mun alvarlegri áverka þegar það dettur. Það er bæði með viðkvæmari beina- samsetningu og dettur á annan hátt en yngra fólk. Eldra fólk hlýtur alvarlegri áverka „Viðbrögðin eru hægari og oft nær það kannski ekki að bera fyrir sig hendurnar eins og fólk á besta aldri gerir og þar af leiðandi hlýtur það jafnvel áverka alveg frá toppi til tá- ar. Það getur til dæmis fengið högg í andlitið eða á höfuðið og brotnað líka,“ segir Herdís. Edra fólk er jafnframt oft lengur að ná sér af meiðslunum auk þess sem þau geta haft áhrif á andlega líðan þess. „Fólk verður oft óöruggt þegar það þess-' y Gefðu golfpeysu jafnvel að leita sér læknisað- stoðar vegna beinbrota eða gg annarra áverka. ósköpum og hættir til að einangrast og hreyfir sig kannski ekki nógu mikið þannig að það lendir oft í hálf- gerðum slysavítahring í kjölfarið," segir Herdis. Fólk getur gripið til ýmissa ráða til að auka . öryggi sitt í og draga úr líkum á því að lenda í slysum. í því sambandi skipt- ir fótabúnaður höfuðmáli en algengt er að fólk sem hrasar í hálku sé illa búið til fótanna. Oft hefur tíska og útlit áhrif þar á en Herdís segir fólk verði að taka mið af aðstæðum hverju sinni við val á skóbúnaði. „Ef það er komið klakahröngl eða þykkt íslag þá þarftu að vera með einhvers konar mannbrodda en ef það er búin að vera væta sem síðan frýs og það er aðeins þunnt lag of- an á þá þarf að nota einhvers konar sóla sem eru búnir hálkuvörn. Það eru til dæmis til grófkorna sólar alveg eins og eru notaðir á bíldekk og síðan eru til hlífar sem eru sett- ar undir og má líkja við nagla á bíl- dekkjum," segir Herdís og áréttar að mikilvægt sé að fólk eigi fleiri en eina tegund. Hún bendir jafnframt á að varasamt geti reynst að nota mannbrodda við rangar aðstæður. „Ef fólk er til dæmis að fara af is yfir á auða gangstétt þá þarf það að gæta sín þegar það kemur yfir á auða svæðið. Þess eru dæmi að fólk hafi hreinlega fest gaddana einhvers staðar og dottið á því sem á að vera hálkuvörn," segir Herdís sem hvet- ur fólk til að kynna sér þá kosti sem í boði eru. Tengsl D-vítamíns og MS-sjúkdomsins Fólk sem hefur mikið af D-vít- amíni í líkamanum virðist vera í minni hættu á að fá MS-sjúkdóm- inn ef marka má niðurstöður nýrr- ar bandarískrar rannsóknar sem kynntar voru í vikunni. Niðurstöð- urnar kunna að koma að góðum not- um í baráttunni við sjúkdóminn. MS-sjúkdómurinn sem er ólækn- anlegurhefuráhrifámiðtaugakerfið og lýsir sér meðal annars í þróttleysi og hreyfi-, tal- og sjóntruflunum. Um tvær milljónir manna í heimin- um eiga við sjúkdóminn að stríða. Gæti virkað fyrirbyggjandi Vísindamenn við Harvard-háskóla sem stóðu að rannsókninni söfnuðu blóðvatnssýnum frá meira en sjö milljón manns. 1 þeim hópi voru 257 sem fengu MS-sjúkdóminn. Sýni þeirra sem fengu sjúkdóm- inn voru greind með tilliti til magns D-vítamíns og borin saman við sýni frá fólki sem ekki var haldið sjúk- dómnum. Líkurnar á að fá MS-sjúkdóminn minnkuðu eftir því sem D-vítamín- magnið var meira hjá þátttakendum sem voru með hvítan hörundslit. Vísindamennirnir telja að þetta gefi í skyn að í mörgum tilfellum megi koma í veg fyrir að sjúkdómur- inn geri vart við sig ef fólk eykur D- Uppspretta D-vítamíns D-vítamín fæst meðal annars úrýmsum fisktegundum, lýsi, eggjum og mjólkurafurð- um. Þá eykur sólarljós framleiðslu þess f húðinni. vítamínneyslu sína og hún gæti því virkað fyrirbyggjandi. Mismunur eftir kynþáttum Tengsl milli mikils D-vítamín- magns í líkama og hættunnar á að fá MS-sjúkdóminn fundust ekki með- al þátttakenda af svörtum kynþætti eða af suðuramerískum uppruna (e. hispanics). Það kann þó hugsanlega að stafa af því að þátttakandur úr þeim hópum voru færri og höfðu almennt minna af D-vítamíni í lík- amanum en hvítir. Vísindamennirnir segja að frekari rannsókna sé þörf til að komast að því hvort D-vítamín dragi úr líkum á því að fólk fái MS-sjúkdóminn.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.