blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 blaAiö JP Sorg í Bagdad Konur syrgja látinn ættingja sem lét lífið af völdum bílsprengju í Bagdad á þriðjudaginn. Saddam Hussein líflátinn innan mánaöar: Blendin viðbrögð umheimsins Hundruö íraka sækja um starf bööuls Hussein tilbúinn aö fórna sér Dómurinn kom lögmanninum ekki á óvart -4 s j®i m Eftir Atla ísleifsson atlil@bladid.net Stjórnvöld í Bandaríkjunum fagna því að áfrýjunardómstóll í írak hafi staðfest dauðadóm yfir Saddam Hussein, fyrrum forseta íraks. Talsmenn Evrópusambands- ins hafa hins vegar hvatt íraka til að framfylgja ekki dómnum. Ákvörðun áfrýjunardómstólsins, sem gerir ráð fyrir að Hussein verði hengdur innan þrjátíu daga, var tekin á annan dag jóla. Hussein var dæmdur til dauða fyrir morð á 148 sjítamúslímum í bænum Dujail árið 1982. Þó að hann sé einnig ákærður fyrir þjóðarmorð gegn Kúrdum segja írösk lög að það beri að taka hann af lífi innan þrjátíu daga tímarammans. Ekki hefur verið gert opinbert hvar eða hvenær aftaka forsetans fýrr- verandi mun fara fram. 1 yfirlýsingu frá banda- rískum stjórnvöldum segir að úr- skurður áfrýjunardómstólsins sé mikilvægur áfangi í þeirri baráttu að koma á réttarríki í stað harð- stjórnar Husseins. Bæði mann- réttindasamtökin Human Rights Watch og alþjóðasamtök Am- nesty hafa þó sagt málsmeðferð- ina vera gallaða og réttarhöldin ósanngjörn. Khalil al-Dulaimi, verjandi Hus- seins, sagðist í viðtali við Reuters hafa búist við því að skjólstæð- ingur sinn yrði dæmdur tií dauða. „Við erum alls ekki hissa á þessu þar sem við erum sannfærðir um að réttarhöldin hafi verið pólit- ísks eðlis. Það yrði skelfilegt fyrir svæðið ef dómnum yrði framfylgt og hryðjuverkum í landinu myndi fjölga til muna.“ f bréfi sem Hussein skrifaði í fangaklefa sínum og sendi frá sér í gær segist hann vera tilbúinn að fórna sér og hvetur íraka til að sameinast gegn óvinunum. „Ég fórna mér. Ef það er Guðs vilji mun hann skipa mér í hóp með sönnum mönnum og píslarvottum.“ f bréf- inu, sem er líklega hið síðasta frá forsetanum fyrrverandi, kennir hann Bandaríkjamönnum og fr- önum um blóðbaðið í landinu. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra fraks, hefur hvatt til þess að Hus- sein verði tekinn af lífi fyrir árs- lok. Deilt er um hvort réttast sé að aftakan fari fram án fyrirvara, til að koma í veg fyrir kröftug mót- mæli og hryðjuverk, á meðan aðrir krefjast þess að hengingunni verði sjónvarpað. Ráðgjafi al-Malikis sagði í sam- tali við fréttastofu ABC að hundruð íraka hafi spurst fyrir um starf böðuls forsetans fyrrverandi þrátt fyrir að formlega sé engin slík staða til og hefur ekki verið aug- lýst. „Ég hef fengið um tíu símtöl og tugi tölvupósta á degi hverjum frá mönnum sem vilja taka að sér verkefnið.“ Hussein verður tekinn aflífi með hefðbundinni hengingu. Stjórnvöld í Irak hafa lýst yfir að vegna öryggisástæðna muni ekki verða gefið upp hverjum verði falið verkefnið. Sprengt 1 Bagdad Fólk er svipt eigum og vandamönnum í stríðinu í Irak. j Jarðaför í Bagdad Menn bera ættingja sinn til grafar í hö- fuðborg Iraks í gær. x , maWapiB

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.