blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 blaöiö VEÐRIÐ I DAG ÁMORGUN Hæg sunnanátt Sunnan 5 til 10 metrar á sekúndu, skýjað sunnantil en léttir til fyrir norðan. Hiti víðast hvar á bilinu 0 til 5 stig. Hæg sunnanátt Sunnan 5 til 10 metrar á sekúndu, skýjað sunnantil en léttir til fyrir norðan. Hiti víð- ast hvar á bilinu 0 til 5 stig. VÍÐA UM HEIM 1 Algarve 17 Glasgow 9 New York Amsterdam 10 Hamborg 9 Orlando Barcelona 13 Helsinki 2 Osló Berlín 8 Kaupmannahöfn 8 Palma Chlcago 13 London 10 París Dublin 9 Madrid 9 Stokkhólmur Frankfurt 7 Montreal 4 Þórshöfn 7 19 7 21 11 6 4 Svíþjóð: Myrti maka og drap sig Astralía: Eldri hjón fundust látin á heimili sínu í bænum Jönköping í Svíþjóð á aðfaranótt fimmtu- dags og að sögn lögreglunnar þar í bæ hafði annar aðilinn myrt maka sinn og í kjölfarið framið sjálfsmorð. Eftir að viðkomandi hafði myrt maka sinn hringdi hann í ættingja sinn og sagði frá því sem gerst hafði og framdi síðan sjálfsmorð. Lögreglan vill að svo stöddu ekki gefa upp hvort hjónanna var gerandinn. Köttur fékk kreditkort Erlendir ferðamenn fjölmenna yfir hátíðirnar: Danmörk: Ríkir Rússar koma í stríðum straumum Eigandi kattar að nafni Messí- as hafði verið með kreditkort hjá banka einum í Ástralíu í nokkurn tíma og ákvað að athuga viðskiptaöryggi bankans með því að sækja um aukakort fyrir köttinn sinn. Honum til mikillar furðu brást bankinn vel við bóninni og gaf út kreditkort með heimild upp á 235.000 íslenskar krónur fyrir köttinn. Forsvarsmenn bankans hafa beðist afsökunar á þessum mistökum. Til gamans má geta að fyrir þessa upphæð gæti kött- urinn keypt sér þrjá ársskammta af fínasta kattamat, ársskammt af reyktum laxi og ýmislegt fleira. Rándýrir heildarpakkar ■ Jólahópur á leiðinni Einelti á elli heimilum Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Á meðan einelti í skólum og á vinnustöðum er mikið í umræð- unni í Danmörku gefa því fáir gaum að einelti er vaxandi vanda- mál á elliheimilum í landinu. Að sögn nokkurra forstöðumanna slíkra heimila er ekki óalgengt að eldra fólk baktali hvert annað, myndi klíkur og skilji útund- an rétt eins og á skólalóðum. Kynferðisleg áreitni getur verið vandamál og í örfáum tilfellum hefur eineltið gengið svo langt að til handalögmála hefur komið milli gerenda og þolenda. Félagsmálaráðherra Danmerk- ur, Eva Kjer Hansen, segir að stjórnendur heimilanna verði að axla ábyrgð og reyna að leysa vandamál á borð við þessi. „Þetta er rosalegur pakki hjá þeim og þetta er fólk í rikari kantinum sem hingað kemur. Við sjáum um ferðalagið frá A til Ö og þetta eru mjög dýrir pakkar. Þar fyrir utan er fólkið ekkert að skera neitt við nögl,“ segir Einar Bollason, framkvæmda- stjóri íshesta. íshestar hafa undanfarin þrjú ár haldið utan um sístækkandi hóp ríkra Rússa sem hingað koma yfir hátíðirnar. Fyrirtækið setur saman fjölbreytta dagskrá þar sem meðal annars er innifalin landkynning, skemmtanir, matur og drykkur. Hóparnir koma með einkaflugi og eyða miklum fjármunum þegar hingað er komið. Sitja lengi Bryndís Sigrún Sigurðardóttir, verslunarstjóri Rammagerðarinnar, hefur tekið eftir mikilli aukningu hjá Rússunum og vonast til að aukningin haldi áfram. „Ég myndi gjarnan vilja sjá enn meira af Rúss- unum því þeir kaupa mjög vel. Það lítur út fyrir að þeir sem hingað koma séu efnaðir,“ segir Bryndís. „Bækur á rússnesku hjá okkur eru allar uppseldar og hjá forlaginu. Þegar þeir koma hingað eru þeir með góðan pening meðferðis.“ Agnes Valdimarsdóttir, þjónustu- stúlka á Café Sólon, hefur tekið eftir efnuðum rússneskum ferða- mönnum yfir hátíðirnar og kann- ast við að þeir versli vel. Hún segir Japana einnig vera áberandi. „Það hefur verið þónokkuð af Rússum hjá okkur og það passar að þeir eyða miklu,“ segir Agnes. „Þeir sitja lengi hjá okkur og kaupa mikið af mat og drykk.“ Þettaer rosalegur pakki hjá þeim Rússland: Ósáttir viö olíuskattinn Einar Bollason, framkvæmdastjóri Eyða ofboðslega Aðspurður segir Einar skipulagn- inguna vera heilmikla enda þurfi hlutirnir að vera í fullkomnu lagi því Rússarnir eru kröfuharðir ferðamenn, einkum þeir efnuðu. Einar segir viðskiptin kærkomin því vetrarmánuðirnir séu rólegir alla jafna. „Á morgun kemur jóla- hópur hingað í svipað prógramm. Jólin hjá Rússunum eru sjötta janúar og því leggjum við áherslu á hátíðleikann með þeim,“ segir Einar. „Pakkaverðið okkar segir aðeins hálfa söguna því hópurinn sjálfur skipuleggur glæsiveislur. Rússarnir versla mjög mikið og eyða ofboðslega miklum fjár- munum hérna.“ Rússar mótmæla nýlegri ákvörðun hvítrússneskra stjórn- valda um að setja háan skatt á þá olíu sem dælt er frá Rússlandi til Evrópu í gegnum leiðslur í Hvíta- Rússlandi. Fjármálaráðherra Rússlands, Maxim Medvedkov, segir Rússa vera afar vonsvikna yfir þessari ákvörðun nágranna sinna og kveðst vonast til að farsæl lausn finnist á deilunni. Daglega dæla Rússar um fimmt- ungi af sinni útfluttu olíu í gegn- um Hvíta-Rússland, aðallega til Þýskalands og Póllands. Sérfræð- ingar telja þessa ákvörðun Hvít- Rússa þó ekki líklega til að hafa mikil áhrif á heimsmarkaðsverð á olíu þegar til langs tíma er litið. Húsbruninn á Húsavík: Stór pizza með 2 áleggjum Kr. 1.199 Ekkert bendir til íkveikju Opnunartími: Virka daga 16-22 (Jm helgar 12 - 22 TVÆR Á 2.000 PflPlNOS P I Z Z fl Hækkaðu þig upp um einn 9 5? 12345 Ekkert kom fram við rannsókn á eldsvoðanum á Húsavík í byrjun nóvember sem bendir til að um íkveikju hafi verið að ræða, að því er Sigurður Brynjúlfsson, yfirlögreglu- þjónn á Húsavík greinir frá. Rann- sókn málsins er lokið og verður það sent til ríkissaksóknara á næstu dögum. Húsráðandi á staðnum þar sem eld- urinn braust út var stunginn með hnífi sem og sambýliskona hins kærða. „Þetta var örugglega ekki ástríðu- glæpur. Slíkar fregnir Stakk tvenntog brenndi húsio Nupalind 1 Kópavogi Hverafold 1-5 Grafarvogi Reykjavikun/egi 62 Hafnarfirði i Umfjöllun Blaðsins jajgíiK 7. nóvember IsSií eru úr lausu lofti gripnar," segir Sigurður og bætir því við að sér þyki mjög trúlegt að ákæra verði gefin út í málinu vegna líkamsmeiðinganna. Rannsókn leiddi í ljós að eldurinn kom upp i stofu en ekki hvers vegna hann braust út. „Það er óljóst af hvaða völdum eldurinn kviknaði. Eldur- inn kom upp á ákveðnum bletti í stofu en ekki er hægt að segja ná- kvæmlega til um hvað olli, hvort það var sígaretta, kerti eða eitthvað annað.“ 4-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.