blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 27

blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 27
blaðið FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 27 ástæða þess að fyrirtæki eru ekki farin úr landi. Það eru þessi atriði sem gera fyrirtækjum eins og okkar yfirhöfuð kleift að starfa á Islandi," segir hann. Skökk samkeppnissfaða Víða erlendis hafa stjórnvöld og borgaryfirvöld laðað til sín hátækni- og nýsköpunarfyrirtæki með því að bjóða þeim skattaívilnanir, niðurfell- ingu eða lækkun ýmissa gjalda og önnur fríðindi. „Ég hef aldrei verið neitt sérstak- lega hrifinn af svona sérlausnum fyrir fyrirtæki og aldrei talað fyrir því að eitthvað slíkt verði gert á Is- landi þar sem það er ósanngjarnt og skekkir samkeppnisstöðu milli annarra fyrirtækja á svæðinu. Þetta skekkir hins vegar samkeppnisstöðu okkar gagnvart öðrum fyrirtækjum í heiminum. Samkeppnisaðilar okkar eru að byggja upp á þessum svæðum þannig að þau njóta í raun og veru óhagstæðra samkeppnisskil- yrða. Þetta er svolítið erfiður leikur,“ segir Reynir og bætir við að þegar heimurinn sé orðinn eitt samfélag þá skipti engu máli hvar í heiminum fyrirtæki í þessum geira séu með útibú. „Það skiptir bara máli að þau séu á stað þar sem er gott aðgengi að góðu fólki og skattaumhverfi og aðstæður heppilegar. Sú er raunin þar sem við erum í Bandaríkjunum. Atlanta er mjög heppilegur staður og það sama má segja um Sjanghæ. Reykjavík er að mörgu leyti mjög heppilegur staður. Það er margt gott í skattaum- verfinu á íslandi. Skattar á fyrirtæki eru lágir en það er mjög erfitt að búa við svona miklar gengissveiflur," segir Reynir. Vantar heildarsýn í atvinnumálum Reynir hefur gagnrýnt atvinnu- stefnu íslenskra stjórnvalda harðlega, meðal annars á vettvangi Framtíðar- landsins þar sem hann situr í stjórn, Hann segir að metnað og heildarsýn skorti og menn þurfi að hugsa hlut- ina í víðara samhengi. „Við þurfum að skoða stöðu íslands í hnattrænu samhengi og átta okkur á því hvar styrkleikar okkar og veik- leikar liggja. Það er eitthvað stórkost- legt að gerast hérna í þekkingariðn- aði en það er eitthvað allt annað í gangi hjá stjórnvöldum. Sem dæmi má taka ákvörðunina um að hefja hvalveiðar sem er alveg úr takti við það sem er í gangi. Það eru allir sam- mála um rétt íslendinga til að veiða hvali og allt það en þetta snýst bara ekki um það. Þetta snýst um ímynd íslands og að troða ekki öðrum um tær. Þetta hefur takmörkuð áhrif á okkur en ég get ímyndað mér það að margir séu tiltölulega frústreraðir þegar það er verið að leggja í hættu markaðsstarf þeirra erlendis. Það er bara talað um að það sé heilagur réttur Islendinga að stunda hvalveiðar en áhrif þeirra eru ekkert vegin og metin. Það eru gríðarleg tækifæri til dæmis í íslenskum landbúnaði og sjávarútvegi og svo byrjum við bara að veiða hval,“ segir Reynir sem telur að íslendingar verði að leggja áherslu á gæði á báðum þessum sviðum. „Island mun aldrei verða stórt framleiðsluland í landbúnaði út af eðli landsins og legu. Aðstæður eru gríðarlega slæmar hér á landi en hitt kemur á móti að íslenskar land- búnaðarvörur eru rosalega góðar og hreinar. Við getum aldrei keppt við Nýsjálendinga í kindakjötsfram- leiðslu, Bandaríkin í nautakjöts- framleiðslu eða Frakka í ostagerð. En við getum keppt við þá á öðrum sviðum sem þeir hafa eícki sem er í hreinleika og meiri gæðum,“ segir Reynir og bendir jafnframt á að það sama gildi um íslenskar sjávaraf- urðir sem hafa orð á sér fyrir gæði og því fæst hátt verð fyrir þær. Álver leysa ekki vandann Reynir gagnrýnir jafnframt at- vinnustefnu sem byggist upp á stór- iðju og byggingu álvera og segir að hún einkennist af metnaðarleysi. „Það er ofboðslega metnaðarlaust að nota náttúruauðlindir Islands til rafmagnsframleiðslu til að fá erlend stórfyrirtæki til að flytja hingað þungaiðnað frá þriðja heims ríkjum. Á sama tíma og orkuverð í heiminum hækkar erum við að gera samninga um orkusölu á und- irverði. Það er ljóst að þeir eru á undirverði því að annars væru fyrir- tækin ekki að flytja frá þriðja heims ríkjum hingað,“ segir Reynir. „Ástæðan fyrir þessu er byggða- stefna. Það er verið að reyna að búa til störf úti á landi en þetta leysir ekki vandamálið. 400 manna álver á Reyðarfirði leysir ekki vandamál Mið-Austurlands. Ef þú ætlar að hafa byggð í land- inu verðurðu líka að skoða hverjir eru styrkleikar og veikleikar hverrar byggðar. Styrkleiki þeirra hlýtur alltaf að byggjast á því að þú sért að vinna úr því sem staðsetningin hefur upp á að bjóða hvort sem það er sjávarútvegur, landbúnaður, ferðaþjónusta eða eitthvað annað,“ segir Reynir. „Þarna er verið að búa til eins konar kolanámubæ, það er að segja bæ sem reiðir sig algerlega á einn iðnað. Þetta er eins og bílabæirnir í Bandaríkjunum og kolanámubæ- irnir í Bretlandi þar sem heilu byggð- arlögin eru algerlega upp á eitt fyrir- tæki komin. Þetta er ekki einu sinni íslenskt fyrirtæki heldur banda- rískt risafyrirtæki. Við höfum séð þetta gerast víða, til dæmis í Noregi þar sem álverum hefur verið lokað og byggðarlögin leggjast nánast af,“ segir Reynir að lokum. einar.jonsson@bladid.net Gagnrýnir atvinnustefnu stjórnvalda Reynir Haröarson, stofnandi CCP, segirað stjórnvöld veröi að skoða stöðu landsins íhnattrænu samhengi og átta sig á þvíhvar styrkleikar þess og veikleikar liggja. LLMá aA;J Suðurlandsbraut 14, Rvk. Reykjavíkurvegur 45, Hfj Einar s. 899-6005 Guðni s. 660-0560 Iðufell 14, Rvk. v/Bónus Smiðshöfði 19, Rvk.v/Guiiinbrú Grandagarður 9, Rvk, Stefáns. 663-7686 Rúnar s. 660-0565 Emils. 694-4150 '&mmu íVERÐI Margverðlaunaðir flugeldar ^jölsKylg upakkar tM&S^isabombu^ Rakettur VC\ ' Hvellir

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.