blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 1

blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 1
265. tölublaö 3. árgangur föstudagur 5. janúar 2007 ■ MATUR Þóra Tómasdóttir, einn umsjónar- manna Kastljóss, segist vera í heilsu átaki og þá kom pastauppskriftin frá Gísla Marteini sér vel. I síða22 M Isu- Á A ■ FÓLK Álfrún Örnólfsdóttir leikkona hlakkar til komandi helgi sem hún ætlar að nýta í slökun og hreinsun eftir allt átið um jólin. | síða2o FRJALST, OHAÐ & QV Verjandi fyrrum olíuforstjóra um nýjar tillögur í efnahagsbrotamálum: Sýnir að lögin eru óskýr ■ Ábyrgð starfsmanna fyrirtækja aukin ■ Allt að sex ára fangelsi ■ Spillir ekki dómsmáli Eftir Höskuld Kðra Schram hoskuldur@bladld.net Tillögur um að afnema refsiábyrgð fyrirtækja í samráðsmálum og setja í ákvæði lög um refsingar starfsmanna bera með sér að núverandi lög séu alls ekki skýr þegar kemur að ábyrgð einstaklinga, segir Ragnar H. Hall, lögmaður Kristins Björns- sonar, eins þriggja núverandi og fyrrverandi for- stjóra olíufélaganna sem hafa verið ákærðir fyrir ólöglegt verðsamráð. Tillögurnar eru hluti af skýrslu nefndar á vegum forsætisráðherra sem fór yfir viðurlög við efnahagsbrotum. Skýrslan var birt í fyrradag, tæpri viku áður en mál gegn fyrrum forstjórum olíufélaganna verður þingfest. í henni er meðal annars lagt til að refsiábyrgð fyrirtækja verði af- numin en að starfsmenn geti sætt allt að sex ára fangelsi fyrir brot. „Mér sýnist að þarna sé verið að leggja til breyt- ingar á þeim reglum sem gilt hafa fram að þessu,“ segir Ragnar. „Kannski af því að menn hafi talið að þær reglur séu ekki eins skýrar og sumir héldu að þær væru.“ Ragnar hefur gagnrýnt að fyrrum forstjórar olíufélaganna voru ákærðir með þeim rökum að ekki séu lagaheimildir fyrir því. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari vísar þessu á bug. Hann á ekki von á að nýju tillögurnar hafi áhrif á málareksturinn sem er framundan. SJá einnig síðu 8 í stafgöngu í borgarlandinu Þó að nokkuð kalt hafi verið í veðri á höfuðborgarsvæðinu í gær kom það ekki í veg fyrir að margir ræktuðu líkamann utandyra. Þessi maður fór í staf- göngu og lét engan bilbug á sér finna. ^Dýrindi fyrir einhleypa Guðrún Theodóra gefur les- endum Blaðsins uppskrift aö dýrindismáltíð sem er sérsniðin að einhleypum, , að minnsta kosti þeim sem nenna að elda. Hlýnar í veðri Hæg og suðlæg átt í nótt og léttir til fyrir norðan, en áfram skúrir eða slydduél sunnan- og vestanlands. Suðvestan 8-13 í kvöld. Hlýnar í veðri. VEÐUR » síða 2 Metnaðarlaus stjórnvöld Reynir Harðarson, einn stofnenda CCP og stjórnarmaður í Framtíðar- landinu, gagnrýnir atvinnustefnu stjórnvalda harðlega sem hann telur einkennast af metnaðar- leysi og skorti á heildarsýn. 5 68 68 68 StórPizzam/2 áleggjum og brauðstangir 1590 kr Sótt 700% íslenskur ostur Mjódd • Dalbraut 1 • Hjarðarhaga 45 Rússamir koma Sífellt fleiri rússneskir auðmenn koma hingað til lands í skemmtiferðir og skilja eftir sífellt hærri fjárhæðir. „Þetta er rosalegur pakki hjá þeim og þetta er fólk í ríkari kantinum sem hingað kemur. Við sjáum um ferðalagið frá A til Ö og þetta eru mjög dýrir pakkar. Þar fyrir utan er fólkið ekkert að skera neitt við nögl,“ segir Einar Bollason, framkvæmdastjóri Ishesta. Verslunar- og þjónustufólk í Reykja- vík hefur orðið áþreifanlega vart við Rússana og ríkidæmi þeirra. Bryndís Sigrún Sigurðardóttir, verslunarstjóri Rammagerðarinnar, hefur tekið eftir aukningunni. „Ég myndi gjarnan vilja sjá enn meira af Rússunum því þeir kaupa mjög vel. Það lítur út fyrir að þeir sem hingað koma séu efnaðir," segir Bryndís. „Þeirsitja lengi hjá okkur og kaupa mikið af mat og drykk,“ segir Agnes Valdimarsdóttir, afgreiðslu- kona á Café Sólon. Acer Aspire SOSlWXMi TILBOÐSVERÐ svan) tmkn> SÍÐUMÚLA 37-SIMI 510 6000 Fjarnám á vorönn 2007 Skráning fer fram 5.-12. janúar á heimasíðunni www.fa.is/fjarnam

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.