blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 blaöiö HVAÐ FINNST ÞÉR? Var álbragð af Kryddsíldinni? „Nei, það var ekki álbragð af Kryddsíldinni enda vissi ég ekki að þetta væri í boði Alcans, Ég gat þess vegna ekki sett neitt samasemmerki þar folk@bladid.net ámiiii." Guðjón A. Kristjánsson, þingntaður Frjálslynda flokksins Kostun Alcans á Kryddsíldinni, áramótaþætti Stöðvar 2, hefur sætt harðri gagnrýni og þykir málið ósmekklegt. Auglýsingar Alcans um jólin hafa verið með margvislegu móti og áberandi. HEYRST HEFUR... Reynir Traustason sagði upp störfum hjá Birtíngi i sumar sem leið þar sem hann var ósáttur við yfirgang aðalritstjór- ans, Mikaels Torfasonar. Reynir stofn- aði eigið tíma- rit með Baug sem bakhjarl en nú hefur það fyrirtæki selt Reyni og fé- laga. Mun því tímaritið fsafold flytja í höfuðstöðvar Birtíngs við Lyngháls áður en langt um líður en það hefur verið til húsa á Laugavegi. Mörgum finnst þetta nokkuð skondið búmmerang. Nú bíða menn spenntir eftir að sjá hvort Nanna Rögnvaidar og félagar sem stofnuðu tímaritið Bistro, eftir að hafa yfirgefið Gestgjaf- ann og Birtíng, flytja líka aftur á gamla vinnustaðinn sinn en Nanna hefur fagnað því mjög á bloggsíðu sinni að vera laus við strætóferðirjil og frá vinnu ... Sumir bankar eru duglegri en aðrir að færa viðskipta- vinum sinum gjafir fyrir jólin. KB banki, sem nú heitir Kaup- þing, sendi viðskiptamönnum sínum forláta brauðkörfu sem átti að vera hönnuð af einhverjum fínum listamanni. Gjöfin leit út eins og stór hattur eða húfa úr þykku efni. Viðtakendur vissu hins vegar ekkert hvað þetta væri fyrr en þeir höfðu lesið miða sem KB BANKI fylgdi með þar sem því var lýst. Heyrst hefur að margir hafi gert sér ferð í bankann til að skila þessari gjöf og enn aðrir fleygt henni. Þarna hefði bank- inn getað sparað sér einhverja aura... eða jafnvel lagt upphæð gjafarinnar inn á bankareikn- inga viðkomandi viðskiptavina og fengið meiri þökk fyrir... A förnum vegi Helguð slökun og afslöppun Álfrún Örnólfsdóttir leikkona hlakkar til komandi helgi sem hún ætlar að nýta í slökun og hreinsun eftir jólin. „Jólin eru búin að vera hugguleg en ég er samt ekki frá því að ég sé aðeins eftir mig eftir allt kjötátið og það að vaka lengi fram eftir.” Jólin hjá Álfrúnu hafa verið anna- söm þar sem hún leikur í verkinu Bakkynjur sem sýnt er í Þjóðleik- húsinu og var frumsýnt á öðrum degi jóla. Auk þess er hún að æfa nýjan barnarokksöngleik í Hafnar- fjarðarleikhúsinu. Verkið er nýtt og heitir Abbababb en höfundur þess er Doktor Gunni. Hátíðlegt í leikhúsinu „Það má segja að annar í jólum hafi verið aðaldagurinn hjá mér um þessi jól. Aðfangadagur og jóladagur voru eiginlega aðeins að flækjast fyrir og það var ekki fyrr en eftir frumsýninguna sem ég náði fyrst að slappa af. Annars fannst mér injög hátíðlegt að sýna í leikhúsinu á þessum tíma.“ í leikritinu leikur Álfrún eina af bakkynjunum og hún er inni á sviðinu allan tímann, dansandi og syngjandi. „Þetta er skemmtilegur hópur og mikill kraftur og átök á sviðinu. Eftir á líður mér svolítið eins og ég hafi hlaupið maraþon. Ég fékk nudd í jólagjöf sem kemur sér mjög vel og það er aldrei að vita nema ég nýti mér það nú um helg- ina. Kannski ég fari í jóga á eftir til þess að jafna orkuflæðið.“ Sól íandlitið Ef veðrið verður gott sér Álfrún fyrir sér að kíkja í sundlaugina. „Það væri ljúft, sérstaklega ef sólin skín, að fá smá sól í andlitið og ferskt loft. Síðan gæti ég hugsað mér að taka smá gönguferð um svæði toi og skoða íbúðir í leiðinni. Ég er að leita mér að íbúð þessa dagana og ef ég finn einhverja sem mér líst á ætla ég að nota helgina til þess að skoða. Eg vil helst ekki búa neins staðar annars staðar en í mið- bænum og það má segja að ég sé al- ger miðbæjarrotta.” Álfrún hefur ekki tekið neinar ákvarðanir úm hvort stefnan verður tekin á næturlífið nú um helgina. „Ef ég næ að slappa vel af þá er aldrei að vita hvað ég geri.” Tekurðu mark á völvuspám? Þórhildur Einarsdóttir, nemi „Nei, þetta er bara skemmtun." Pétur Rafnsson, nemi „Nei, ég hef lesið spá en tek ekk- ert mark á henni." Aðalsteinn Gunnarsson, nemi „Nei, mér er bara alveg sama um slíkt." Alfrun Ornolfsdottir leikkona ætlar að slaka vel á um helgina Þarf að jafna sig eftir jólin. Mynd/Eyþór SU DOKU talnaþraut 1 7 8 6 4 9 3 5 2 5 4 3 2 7 8 9 6 1 9 2 6 1 3 5 4 7 8 2 9 4 7 1 3 6 8 5 8 1 5 9 2 6 7 4 3 6 3 7 5 8 4 1 2 9 3 5 2 4 9 7 8 1 6 7 6 9 8 5 1 2 3 4 4 8 1 3 6 2 5 9 7 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri linu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 4 6 1 7 5 8 9 2 1 7 5 6 2 5 6 3 7 6 2 8 9 5 7 2 9 3 1 5 1 3 4 6 8 7 1 9 eftir Jim Unger 3-16 © LaughingStock Inlernational IncVdisl by Umted Media 2004 Ég sé hér að þú hefur tilhneigingu til að smjaðra. Hvernig lýsir það sér? Sigurður Logi Snæiand, nenii „Nei, mér finnst þetta bara bull.“ Berglind Bjarnadóttir, nemi „Voða lítið, kannski eitthvað aðeins."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.