blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 30

blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 blaðið íþróttir ithrottir@bladid.net Stjóri Rangers rekinn Paul Le Guen hefur verið rekinn sem knattpyrnustjóri Glasgow Rangers eftir aðeins sex mánuði i starfi. Rangers, sem er í öðru sæti skosku úrvalsdeildar- innar, er heilum 17 stigum á eftir erkifjendunum i Celtic, sem þykir óviðunandi. Kornið sem fyllti mælinn var þegar Le Guen setti helstu hetju liðsins, Barry Ferguson, út úr iiðinu og sagðist aldrei ætla að nota hann aftur. Skeytin Javier Mascher- ano, arg- entínsld miðvallarleik- maðurinn hjáWest Ham, hefur beðið um að vera settur á sölulistann hjá liðinu. „Ég get ekki verið hérna án þess að spila. Á mínum aldri er hætt við stöðnun ef maður fær ekki að spila. Ég hafði ætlað mér að standa mig vel í Englandi en ég fékk ekki næg tækifæri til að sýna hvað í mér bjó,“ sagði Mascherano. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við Juventus og Liverpool að undanförnu en engin formleg tilboð hafa borist enn. Framtíð Milans Baros hjá Aston Villa er í óvissu, segir stjóri liðsins Martin 0 'NeiÚ. Baros hefur aðeins skorað eitt mark í 15 leikjum og ekki náð sínu fyrra formi síðan hann varð marka- kóngur áEM 2004. „Hann skoraði gegi Sheffield Unit- ed um daginn sem mun efla sjálfs- traustið. Hvort ég næ því besta út úr honum er hinsvegar annað mál. Það er nú aðallega á valdi leikmannanna sjálfra að standa sig en það er ljóst að ég vel aðeins þá sem ég tel hæfa fyrir hvern leik. Hvort Baros vill svo vera áfram veit ég ekki,“ sagði 0 'Neill. Leggjalangi Norðmaðurinn Tore Andre Flo hefur gengið til hðs við Leeds frá Válerenga. Þar hittir hann fyrir fyrrum félaga sinn hjá Chelsea, Dennis Wise, sem nú er knatt- spyrnustjóri Leeds. Flo fór til Rangers árið2000 0gþað- an til Sunderland tveimur árum síðar.Þáfór hann til ítakka liðsins Siena 2003 og lokstilVálerenga,en þeir leystu hann und- an samningi í haust. Flovarhvaðþekkt- astur fyrir að vera óvenjuleikinn með knöttinn miðað við hæð sína en hann er nú 33 ára gamall. Hinn margreyndi Vincenzo Montella hjá Roma hefur hafið æfingar hjá Fulham en hann var lánaður í sex mánuði frá italska stórliðinu Roma. Aðdá- endur kvöddu Montella með tár- um þegar hann gekk út af æfinga- svæði Roma en hann hefur lengi verið uppáhald Rómveija eftir að hafa unnið einn Scudetto með liðinu, árið 2001. Montella er reynd- ur landsliðsmaður og fróðlegt að vita hvernig honum reiðir af í enska boltanum, en líklegt þykir að hann fái að spreyta sig gegn Manchester City í bikar- leiknum á laugardag. Erlendum fjárfestum í úrvalsdeild fjölgar: Brask í boltanum ■ Hefðbundinn rekstur ekki gróðavænn ■ Lóðabrask og gæluverkefni ástæðan Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Yfirtökur vellauðugra viðskipta- manna hafa tröllriðið enskum knattspyrnuklúbbum upp á síð- kastið. Allir þekkja sögu Romans Abramovich og Chelsea en þau kaup virðast hafa hrundið af stað bylgju yfirtaka um allt England þar sem hinn fornfrægi klúbbur West Ham er nýjasta dæmið. Þegar hafa Aston Villa, Chelsea, Manchester United, Portsmouth og West Ham orðið fyrir barðinu á yfirtökum og staðfestar eru við- ræður um verðandi yfirtökur hjá Liverpool, Newcastle, Manchester City og Leicester. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af þessari þróun, þar á meðal framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, Brian Barwick: „Þetta er afar viðkvæmt mál. Knattspyrnusam- bandið mun fara eftir lögum, ekki tilfinningum. Við getum ekki mis- munað eigendum á forsendum þjóðernis, heldur getum við aðeins stuðst við ströng lög um eignarrétt og verðbréfaviðskipti." Samkvæmt Birki Kristinssyni, sérfræðingi hjá Einkabanka Glitnis, eru hagnaðarsjónarmið afar langsótt með slíkum fjárfest- ingum: „Afar fáir klúbbar skila hagnaði í úrvalsdeildinni. Það hefur til dæmis verið bullandi tap á rekstri Chelsea sem rekja má til leikmannakaupa. Þetta virðist vera tískubóla hjá milljarðamær- ingum en það er hugsanlega önnur og stærri ástæða fyrir slíkum fjárfestingum en það er lóðabrask. Þessir klúbbar sitja á einhverjum dýrustu lóðum í Lundúnum sem eru afar verðmætar. Til dæmis hefur West Ham verið í viðræðum um að fá Ólympíuleikvanginn fyrir leikana 2012 sem tekur hátt í 80.000 manns og gefur möguleika á aukningu miðasölu. Þeir gætu selt núverandi leikvang og æfinga- svæði fyrir stórfé sökum staðsetn- ingar og komið út í stórum plús. Auðvitað fylgja síðan góðum ár- angri meiri tekjur, bæði frá Evrópu- keppni og síðan sölu á sjónvarps- rétti. Síðan er bara spurningin hvort menn í slíkum bransa séu í raun að taka áhættu, líkt og það horfir við almenningi, eða hvort þeir séu búnir að reikna dæmið út til fulls varðandi sölu lóða og sjá fram á gróða.“ Nokkrir knattspyrnustjórar hafa einnig lýst yfir áhyggjum sínum af þróuninni. Þeir eru, merkilegt nokk, allir stjórar hjá klúbbum sem ekki hafa verið yfirteknir af forríkum auðjöfrum. Þeirra á meðal er Mark Hughes hjá Black- burn Rovers: „Þetta er áhyggjuefni því það er ljóst að fylgni er á milli fjármagns og árangurs. Klúbbar í okkar stærðarflokki eru að fá mun meiri peninga til leikmannakaupa en við og því sitjum við eftir með sárt ennið, ófærir um samkeppni á leikmannamarkaðinum. Þar að auki hækkar þetta verðið á leik- mönnum almennt, sem fyrir var orðið fáránlega hátt og ljóst að þró- unin er ekki til góðs.“ Af þessum orðum að dæma er því aðeins um öfund að ræða því allir stjórar vilja hafa nægilegt fjármagn til að styrkja lið sín og bæta þannig árangurinn. Eggert Magnússon hjá West Ham: Baðst afsökunar og bauð fría rútuferð Eggert Magnússon, stjórnarfor- maður West Ham, hefur beðið alla aðdáendur West Ham afsökunar á 6-0 tapi liðsins gegn Reading á dögunum. „Eg skil mætavel að aðdáendum sé mikið niðri fyrir eftir þessa óá- sættanlegu frammstöðu liðsins. Ég get ekki annað en beðið þá sem sáu leikinn afsökunar fyrir hönd klúbbsins,“ sagði hann og bætti við: „Við munum bjóða öllum þeim sem vilja upp á fría rútuferð til Birming- ham á leikinn gegn Aston Villa og líta á það sem sáttargjörð við þá sem leggja hart að sér að styðja liðið. Ég vil að áhangendur viti að stuðn- ingur þeirra er afar mikilvægur og vel þeginn, sérstaklega á erfiðum tímum sem þessum." West Ham hefur tryggt sér um 4.000 miða á leikinn og því óskandi að nóg sé til af rútum fyrir Eggert. Reiði aðdáenda virðist þó aðallega beinast að leikmönnum liðsins því hópur aðdáenda sem safnaðist saman fyrir framan leikvang liðsins krafðist þess að leikmenn borguðu rúturnar úr eigin vasa. Annar aðdá- andi sagði að Eggert hefði gert sitt fyrir stuðningsmennina, nú væri komið að liðinu að sanna sig inni á vellinum. Leikur liðanna fer fram þann 3. febrúar. Afsakar West Ham Eggert Magn- ússon býður fríar rútuferðir

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.