blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 blaðið Fyrirtækið CCP sem framleiðir og heldur úti nettölvu- leiknum Eve Online hefur stækkað og dafnað á þeim tæpu tíu ártim sem liðin erufrá stofnun þess. Leiknum var hleypt af stokkunum árið 2003 og eru áskrifendur að honum nú um 155.000. Starfsmenn fyrirtækisins hér á landi eru 155 auk þess sem 20 manns vinna í útihúi CCP í Atlanta t Bandaríkjunum og aðrir 20 í Sjanghæ í Kína. Á síðustu árum hefttr vöxturinn verið mikill og hefur bæðifjöldi áskrifenda og starfsmanna um það bil tvöfaldast milli ára. Reynir Harðarson, einn af stofnendum CCP, segir að uppbygging fyrirtæk isins hafi í byrjun tekið lengri tíma en stefnt var að en nú sé það orðið stærra en gert var ráðfyrir. Útflutningsfyrirtæki í spennitreyju Við erum löngu búin að ná upp- haflega markmiðinu um að ná 100.000 áskrifendum. Það töldum við raunhæft. Leikurinn fór hægar af stað upp- haflega en við vildum en hann hefur verið i alveg stöðugum vexti síðan og hefur í raun og veru aldrei verið meiri en einmitt í dag,“ segir Reynir. Frá því að Eve Online kom fyrst út í maí árið 2003 hefur leikurinn verið í stöðugri þróun að sögn Reynis. „Leikurinn hefur verið að þróast gríðarlega og þetta er allt annar leikur en hann var fyrir þremur árum. Hann er alltaf ferskur og við höfum verið að gera hann betri og skemmtilegrisegir Reynir og bætir við að á þessu ári standi til að skipta út grafík og þrívíddarum- hverfi leiksins. Stærri en við gerðum ráð fyrir „Þá verður hann aftur orðinn í fremstu röð eins og hann var þegar hann kom út. Hann er náttúrlega orðinn þriggja ára gamall og þó að hann sé enn flottur er hann ekki al- veg „cutting edge“segir Reynir. Hann segir að markaðurinn hafi jafnframt vaxið gríðarlega á þeim tíma sem liðinn er frá því að leikur- inn var fyrst gefinn út. „Markaðurinn hefur í raun og veru orðið miklu stærri en við gerðum ráð fyrir þegar við fórum af stað. Ég held að það sé líka að hjálpa okkur. Þegar við fórum af stað var stærsti leikurinn á markaðnum með rétt rúmlega 100.000 þátttakendur sem er minna en Eve er með núna,“ segir Reynir og bætir við að vöxtur á þessu sviði hafi almennt orðið meiri en sérfræðingar spáðu. „Það gerir líka plön fyrir framtíð- ina miklu áhugaverðari og gerir það að verkum að það er gríðar- legur áhugi á CCP. Fólk fylgist mjög grannt með okkur og er mjög spennt fyrir næstu leikjum sem við ætlum að gera,“ segir Reynir. Hingað til hefur Eve Online verið meginverkefni CCP en fyrirtækið hefur i hyggju að setja fleiri leiki á markað í framtíðinni sem verða mun stærri. Síðastliðið haust keypti CCP bandaríska fyrirtækið Whitew- olf sem er eitt þekktasta fyrirtæki heims í framleiðslu hlutverkaleikja og vinna fyrirtækin nú saman að þróun nýs leiks. Hlusta á viðskiptavinina „Þeir eru sérfræðingar í því að búa til sögur, heima og ævintýri og við erum sérfræðingar í því að búa til tækni og leikjakerfi,“ segir Reynir og bætir við að bæði fyrirtækin hafi mjög gott orðspor hvort á sínu sviði. „CCP er þekkt fyrir góða notenda- þjónustu og fyrir að hafa þróað leikinn stanslaust. Við leggjum ro- salega mikið upp úr því að hlusta á viðskiptavinina og það gefur okkur ákveðna sérstöðu á markaðnum,“ segir Reynir sem telur að það kunni að skýra þá tryggð sem leikendur Eve Online sýna leiknum. „Þetta er ekki okkar leikur lengur eftir að við erum búin að gefa hann út. Þetta er leikur fólksins sem spilar hann. Það er fólk sem spilar þennan leik miklu meira en við gerum. Við vinnum bara með hann og sjálfur er ég eins og byrjandi í leiknum miðað við þá. Ætli það sé ekki svipað og með þann sem fann upp skákina. Ég efast um að hann sé á sama stigi og Kasparov,“ segir Reynir. Þó að vöxtur CCP hafi verið stöð- ugur á undanförnum árum segir Reynir erfitt að spá fyrir um hver stækkun fyrirtækisins verði á næstu misserum. „Það skiptir ofboðslega miklu máli þegar við stækkum að gera það rétt. Það er ekki markmið okkar að stækka. Við stækkum þegar við þurfum að stækka. Sú stækkun sem hefur átt sér stað hefur í raun verið miklu betri en við þorðum að vona. Við lentum í svipaðri stöðu þegar við unnum hjá Oz. Þá vorum við að tvöfaldast milli ára og það urðu alls konar vaxtarverkir sem við erum ekki að finna eins mikið fyrir hérna, kannski út afþessari reynslu,“ segir Reynir en kjarninn sem stofnaði CCP hafði áður unnið hjá Oz. Gengissveiflur erfiðar Haustið 2005 bárust fréttir af því að stjórnendur CCP íhuguðu að flytja starfsemi fyrirtækisins að hluta til eða í heild til útlanda vegna tekjutaps sem rekja mætti til gengismála. Reynir bendir á að fyrirtækið hafi þegar komið sér upp skrifstofum í Bandaríkjunum og Kína og því hafi þetta að vissu leyti gengið eftir. „Árið 2005 átti sér stað gríðarÍeg styrking á krónunni auk þess sem dollarinn var að veikjast á móti. Það sem var svo erfitt fyrir útflutnings- fyrirtæki þá var að samhliða því að viðskiptin voru að aukast minnkuðu tekjurnar. Þetta var alveg að fara með ‘okkur. Við vorum með miklu fleiri viðskiptavini 2005 en 2004 en samt kom árið nánast eins út. Við sjáum allan hagnaðinn okkar verða að engu og við rétt skriðum yfir núllið 2005. Okkur fannst þetta vera mjög erfiðir tímar og mjög ósanngjörn staða gagnvart útflutn- ingsfyrirtækjum vegna þess að það sem var að gerast á þessum tíma var alveg fyrirséð," segir Reynir og vísar þar til þenslu í efnahagskerf- inu sem má öðrum þræði rekja til stóriðjuframkvæmda. „Ég get ekki séð að þetta sé rétt- lætanlegt, að setja allar útflutn- ingsgreinar íslands í spennitreyju í svona langan tíma fyrir svona vanhugsaðar framkvæmdir," segir hann. „Krónan hefur verið að sveiflast rosalega og það er ofboðslega erfitt fyrir fyrirtæki sem eru með allar sínar tekjur í erlendri mynt. Það er erfiðast fyrir fyrirtæki sem eru að sveiflast í kringum núllið í sínum rekstri. I svona kringumstæðum getur tíu prósenta sveifla skilið á milli feigs og ófeigs, hvort fyrirtækin lifa af eða ekki. Þetta er spurning hvort við erum með hundrað millj- ónir í hagnað eða hundrað milljónir í tap. Það getur bara munað öllu, sér- staklega ef þú ert með skuldsett fyr- irtæki,“ segir Reynir. „ísland er eins konar Raufarhöfn heimsins. Þess vegna er mjög mikil- vægt að hér sé gott skattaumhverfi og einfalt reglugerðarumhverfi. Það myndi ég segja að væri ein helsta

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.