blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 blaöiö Fæðingarorlof á Hvammstanga Vinnumálastofnun tók við starfsemi Fæðing- arorlofssjóðs um áramót og færist afgreiðsla sjóðsins nú til Hvammstanga. Þangað eiga væntanlegir foreldrar að senda umsóknir sínar, upplýsingar má fá á þjónustuskrifstofum. Ríkissjóður fitnar Tekjur ríkissjóðs fyrstu ellefu mánuði síðasta árs voru 34 milljörðum króna meiri fyrstu 11 mánuði síðasta árs en árið áður, ef tekjur af sölu Símans upp á 57 milljarða eru undanskildar. 52 milljarðar króna voru til í handbæru fé eftir ellefu mánuði, 30 milljörðum meira en árið áður. Fleiri fá afslátt Allt að 4.700 ellilífeyrisþegar njóta afsláttar af fasteigna- sköttum og holræsagjöldum í Reykjavík samkvæmt breytingum sem borgarráð samþykkti á reglum borgarinnar í gær. Tekjuvið- miðin hækka um 20 prósent milli ára, en ekki sex prósent líkt og ef farið hefði verið eftir forsendum Tryggingastofnunar. Dúndur útsala! Opið 10-18 virka daga og laugardaginn 6 jan 10-16 Síðumúli 13 sími 5682870 Okkarárvissaflugukastkennsla ÍT.B.R. húsinu Gnoðavogi 1 hefst 7. janúar kl 20:00. Kennt verður 7., 14., 21. og 28. janúar. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm. Verð kr 8.500.- en kr 7.500.- til félagsmanna, gegn framvísun gilds félagsskírteinis. Upplýsingar veita Gísli í síma 894-2865 og Svavar í síma 896-7085 KKR, SVFR og SVH ^ 120« Vegna miðbæjar- brunans mikla verður lokað næstu daga. Landsbankinn Banki allra landsmanna í 120 ár V____________________________________________________________________7 Breskir veðurfræðingar spá hlýju ári. íslendingar gætu þó lent í köldum bletti Árið 2003 var það hlýjasta á istandi frá upphafi mælinga Jörðin hlýnar og ísland með: Spá hlýjasta ári frá upphafi mælinga ■ Mikil veðursæld ■ Vaxandi meðalhiti ■ Gætum lent í köldum bletti Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Veðurfar hefur verið óvenjulega gott hér á landi síðustu ár og litlar líkur eru á breytingum til hins verra að mati Trausta Jónssonar veðurfræð- ings. Undanfarin tíu ár hafa verið þau hlýjustu síðan mælingar hófust og síðasta ár það ellefta hlýjasta í Reykjavík. Breskir veðurfræðingar hafa nú spáð því að nýbyrjað ár verði það hlýjasta á jörðinni frá upp- hafi mælinga. Heitt ár „Við höfum verið inni í hlýskeiði og það er ekkert sem bendir til þess að því linni,“ segir Trausti Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Is- lands. „Það geta hins vegar alltaf komið kuldaköst af og til.“ Samkvæmt spá veðurfræðinga hjá bresku veðurstofunni eru yfir 6o prósent líkur á því að árið 2007 verði eitt það hlýjasta á jörðinni síðan mælingar hófust. Spáin byggir meðal annars á aukn- ingu gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar og því að líklegt þykir að veðurfyrirbrigðið E1 Nino muni þrýsta upp hitastigi jarðar áþessu ári. Síðasta ár var eitt það heitasta í Evrópu frá því mælingar hófust og það allra heitasta á Bretlandi. Almennt hefur meðalhitastig jarðar farið hægt vaxandi á undan- förnum árum og þannig hafa tíu heitustu ár frá upphafi öil mælst á síðustu tólf árum. Kaldir blettir Trausti segir að íslendingar muni ekki fara varhluta af vaxandi veðursæld þó alltaf geti brugðið til beggja vona að því leyti. „Það er aldrei alveg alls staðar hlýtt. Það eru kaldir blettir víðsvegar um heiminn og við getum alveg lent í slíkum bletti.“ Trausti bendir á að árið 1998 sem var eitt það hlýjasta á jörðinni frá upphafi mælinga hafi hiti á íslandi verið um og fyrir neðan meðaltal. „Þetta var frekar venjulegt ár hér Getur brugðið til beggja vona Trausti Jónsson veðurfræðingur heima á meðan það var mjög heitt í öðrum löndum.“ Þá segir Trausti óvíst hvort kenna megi mengun alfarið um vaxandi meðalhita á jörðinni. „Veður hefur hlýnað bæði á íslandi og í heim- inum um 0,7 gráður á síðustu 100 árum. Sólin á sjálfsagt einhvern þátt í því en það er líklegra að hlý- indin síðustu 30 ár séu af mann- anna völdum.“ 6,5° 6,0° 5,5° 5,0° ' 1 6,1° L - _ . .. . .. .... 5,4° 5,6° 5,4° 5,0° 5,1° 5,2° 5,' l° 4,7° 4,5° 4,5° 4,0°1 3,5° L 3,0°i- 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 Heimild: Veðurstofa Islands Vaxandi veikindi vinnandi fólks: Veik tíu daga á ári Starfsmenn íslenskra fyrirtækja voru tiu daga frá vinnu árið 2005 að meðaltali og er það nokkuð meira en árið áður. Þetta kemur fram í úttekt ráðgjafarfyrirtækisins ParX sem unnin var í samvinnu við Sam- tök atvinnulífsins. Hættast við veikindum var op- inberum starfsmönnum og starfs- mönnum í upplýsingatækni og fjar- skiptum, þeir voru frá vinnu í ellefu daga að meðaltali. Þeir sem voru minnst frá vinnu voru þeir sem vinna við fjármál og tryggingar, þeir misstu úr rúma átta og hálfan dag vegna veikinda að meðaltali. Arndís Ósk Jónsdóttir, mannauðs- ráðgjafi hjá ParX, segir erfitt að finna einhverja eina rétta skýringu á þessari þróun: „Það er ólíklegt að einhver ein skýring nái yfir öll þessi fjölbreyttu fyrirtæki og starfs- hópa sem könnunin nær til enda ekki markmið könnunarinnar sem slíkrar, þó eflaust verði reynt að rannsaka þær ástæður síðar.“ Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segist vita af skýrslunni en hann hafi ekki kynnt sér niðurstöðurnar ennþá. „Ég á eftir að setjast niður með fulltrúa frá Samtökum atvinnu- lífsins og ræða þetta betur. Við létum gera svipaða könnun fyrir okkur fyrir um fimm árum og það verður fróðlegt að bera niðurstöður ParX saman við þær.”

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.