blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 blaðið 40 milljónir í lykla Stjórnendur Stokkhólmsháskóla þurftu að verja 40 milljónum króna I að skipta um lása í öllum stofnunum skólans eftir að brotist var inn í skáp og lyklum stolið. Brotist var inn í lyklaskáp í júlí og þurfti öryggisdeild skólans að skipta um lása eftir það. Obama er ekki Osama Bandaríska fréttastöðin CNN hefur beðist afsökunar á villu sem gerð var við vinnslu umfjöllunar um Osama Bin Laden. Þar var spurningin: Hvar er Obama? sett undir mynd af Osama, en Barack nokkur Obama verður hugsanlega forsetaefni demókrata á næsta ári. pSEHEÉÖ Terri Irwin fær upptöku Ekkja krókódílafangarans Steves heitins Irwins hefur nú fengið í hendurnar eina myndbandið sem til er af dauða manns hennar, en hann lést þegar hann var stunginn í hjartastað af stingskötu í september á síðastliðnu ári. Öllum afritum af myndbandinu hefur verið eytt. w MULTI-VIT Náttúruleg fjölvítamín meö steinefnum Vilm bætitfni fynr þarhr hlendtnga 180 töflur Inniheldur 22 valin bætiefni, 12 vítamín og 10 steinefni. vgr*m ■■ íqíP; r\Vi heilsa ös. V 'Íaui -hafðu þaö gott Svíþjóð: Abba-stjarna skuldar skatta Mbl.is Abba-stjarn-an Björn Ulvaeus, á enn í útistöðum við sænsk skattayfirvöld. Á síðasta ári var hann krafinn um 86 milljónir sænskra króna en sú krafa var lækkuð niður í 65 milljónir. Nú hafa skattayfirvöld krafið Ul- vaeus um 16 milljónir sænskra króna, ógreidda skatta fyrir árin 2004 og 2005. Ulvaeus hefur vefengt þessa síðustu skattakröfu og vísað málinu til yfirskattanefndar. Ástæðan fyrir deilunum er flókið net fyrirtækja sem Ulvaeus hefur stofnað í skattaskjólum. r 188(> 2006 Bráðnun íshellunnar opnar siglingaleið um norðurheimskautið: Eyfirðingar vilja næla í risahöfn ■ Viðræður á viðkvæmu stigi ■ Slegist um staðsetningu Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Loftvarnaræfing í kvöld. Minnum á loftvarnarbyrgið í kjallara okkar í Lands- bankahúsinu Austurstræti. Landsbankinn Banki allra landsmanna i 120 ár J Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma milli kanadíska stórfyrirtæk- isins Omnitrax og forráðamanna Eyjafjarðar með aðkomu Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra. Til stendur að byggja upp gríðarstóra alþjóðlega umskipunarhöfn fyrir gámaskip í Eyjafirði. Þór Jakobsson veðurfræðingur segir bráðnun íss við Grænlands- haf gefa stórum flutningaskipum kost á að sigla þar í gegnum Ishafið til Kyrrahafs, allan ársins hring, nokkuð sem þótti óhugsandi fyrir aðeins tiu árum: „Með þessu á ís- land möguleika á að verða að mikil- vægri miðstöð alþjóðlegra siglinga- leiða þar sem opnast fyrir styttri vegalengdir í gegnum Ishafið." Kristján Þór Júlíusson, fráfarandi bæjarstjóri á Akureyri, segir viðræð- urnar á viðkvæmu stigi: „Ég get að- eins staðfest að fyrirtækið er kanad- ískt og heitir Omnitrax, annað get ég ekki gefið upp á þessari stundu," Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á ísafirði, segir mikinn áhuga fyrir slíkri höfn á Vestfjörðum enda séu náttúruleg skilyrði með allra besta móti. Halldór segist bíða eftir skýrslu sem varpi ljósi á kosti og galla Vestfjarða sem mögulegs hafnarsvæðis en telur fyrirfram að kostirnir vegi þyngra en gallarnir. Vestfirðir voru ekki taldir meðal kosta í skýrslu sem unnin var fyrir utanríkisráðuneytið í fyrra. „Þeir sem unnið hafa að rann- sóknum vegna málsins segja að eitt skilyrðið fyrir slíkri uppbyggingu sé alþjóðaflugvöllur ásamt góðum hafnarskilyrðum. Það liggja fyrir teikningar að alþjóðaflugvelli í Dýrafirði sem unnar voru fyrir nokkrum árum og Vestfirðir bjóða upp á ógrynni af fjörðum sem eru tilvaldir í slíkt verkefni. Að þeim forsendum gefnum sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Vestfirðir hljóti að teljast jafn góður kostur og hver annar,“ segir Halldór. Valgerður Sverrisdóttir utanrík- isráðherra segist hafa hitt að máli sendinefnd frá Omnitrax ásamt Krist- jáni Þór á Akureyri og að ráðamenn Akureyrarbæjar hafi að sama skapi heimsótt fyrirtækið í Manitoba í Kan- ada. Valgerður sagðist ekki geta út- skýrt hvers vegna horft var framhjá Vestfjörðum í skýrslunni, enda hafi hún ekki verið tekin við ráðuneytinu þegar skýrslan var samin. „Ég setti hinsvegar í gang annan starfshóp sem vinnur nú að frekari þróun málsins og mér skilst að Vest- firðir séu, líkt og aðrir staðir, ennþá inni í myndinni hvað staðsetningu umskipunarhafnar varðar,“ segir Valgerður sem heldur ráðstefnu um Norðurslóðamál á Akureyri í mars. Hörður Blöndal, hafnarstjóri á Akureyri, segir að slík höfn muni mælast í ferkílómetrum og kostn- ©Vestfirðir hljóta að teljastjafn góður kostur ag hverannar Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Isafirði Skipaði starfshóp sem vinnur að málinu Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ísiand gæti orðið mikilvæg mið- stöð alþjóðlegra siglingaleiða Þór Jakobsson veðurfræðingur aður geti hlaupið á tugum eða hundruðum milljarða, en hinsvegar liggi slík framkvæmd alls ekki fyrir: „Menn mega ekki æsa sig of mikið yfir þessu. I fyrsta lagi eru ennþá 20 til 30 ár þangað til siglingaleiðin verður orðin það örugg að trygginga- félögin leyfi skipum að sigla þarna um. Einnig þarf að huga að því, að stærð slíkrar hafnar krefst margra ferkílómetra af sléttu undirlendi, nokkuð sem íslenskar hafnir geta ekki státað sig af. Þó hugmyndin sé heillandi er hún ennþá fjarlæg." Þrír árásarmenn: Gáfu sig fram Mbl.is Þrír menn sem lýst var eftir vegna grófrar líkamsárásar í Garða- stræti á nýársnótt gáfu sig fram við lögreglu síðdegis í fyrradag og ját- uðu brot sín. Að sögn Sigurbjörns Víðis Egg- ertssonar, yfirmanns ofbeldisbrota- deildar lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu, telst málið upplýst, en hann segir óhætt að álykta sem svo að birting mynda úr öryggismynda- vélum í fjölmiðlum hafi orðið til þess að mennirnir gáfu sig fram. Segir Sigurbjörn að ábendingar hafi borist í kjölfar myndbirtinganna en að auðvitað hafi verið farsælast að málið leystist með þessum hætti. Þremenningarnir réðust á tvo menn við kínverska viðskiptasendi- ráðið í Garðastræti 41 og segir lög- reglan að árásin virðist hafa verið algjörlega að tilefnislausu. Báðir mennirnir sem fyrir árásinni urðu misstu meðvitund. Annar maður- inn höfuðkúpubrotnaði og liggur á sjúkrahúsi en hinn hefur verið útskrifaður.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.