blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 34

blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 34
www. danskennsla. is Barnakennsla Á laugardögum í vetur verður boðið upp á danskennslu fyrir krakka á aldrinum 3-6 ára. Kenndir verða ýmsir barnadansar og freestyle dansar í takt við tónlist. Tímarnir verða brotnir upp með ýmsum leikjum og fígúrum sem munu taka virkan þátt í kennslunni. Kennslan hefst 13. janúar og fer fram í ísaksskóla. ÞÚ GETUR ÞAÐ LlKA! Valgeir SkagfjörÖ leikari, fyrrum stórreykingarmaður, segir hér frá reynslu sínni af reykingum. Hann dra p (fyri r f ullt cg allt og held ur nú námskeÖ fyrir þá sem vilja taka þá ákvörðun. Eftir að hafa lesið þessa bokgetur þú hætt lika .Þetta er stcrffóðleg og skemmtileg bók. Hún logar á milli fingra nna og ég er viss um að hún getur slðkkt f stærri stubbum en mér' Bnai MárGuömuridsKri, ílchtJíurvAjr Nýtt líf á SJl. ny|u ari blaðið Gavin Portland í 12 tónum Hljómsveitin Gavin Portland heldur tónleika í verslun 12 tóna á Skólvörðustíg á morgun klukkan 17. Sveitin hefur vakið töluverða athygli fyrir fyrstu breiöskífu sína, Views of Distant Towns, sem kom út seint á síðasta ári. Skífan rataði inn á topp 10 lista Fréttablaðsins yfir bestu plötur ársins 2006, en listinn var settur saman af helstu tónlistarspekúlöntum þjóðarinnar. Mynd/Árni Torfa Klára plötuna í Wales Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net „Við erum að fara til Wales að klára plötuna," segir Gunnar Ragnarsson, söngvari Jakobínurínu, aðspurður um fréttir af þeirra fyrstu breið- skífu sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu. Hróður Jakobínurínu hefur borist til Bretlands þar sem sveitin hefur vak- ið töluverða athygli undanfarið. Nú síð- ast birti veftímaritið DIY röð greina um hvaða sveitir verði áberandi 2007 og er Jakobínarína þar á meðal. „Platan kemur út í vor,“ heldur Gunnar áfram, en hann var staddur í bifreið í London þegar Blaðið náði tali af honum. Upphaflega átti hin sögurfræga Rough Trade-útgáfa að gefa út breiðskífu Jakobínurínu en þau áform hafa breyst. „Rough Tra- de er að skipta um eigendur og get- ur því ekki eytt neinum peningum í ár,“ segir Gunnar. „Við dýrkum þau og þau okkur en við vinnum líkleg- ast ekki saman að fyrstu plötunni." Aðspurður hver komi til með að gefa út plötuna svarar Gunnar að viðræð- ur standi yfir við nokkrar útgáfur. NME Timaritið erþað vinsælasta í Bretlandi og hefur farið fögrum orð- um um Jakobínurínu. Á síðasta ári gaf Jakobínarina út smáskífuna His Lyrics Are Disastro- us í Bretlandi og fékk hún góðar undirtektir. „Bretarnir taka okkur mjög vel,“ segir Gunnar og bæt- ir við að tónlistartímaritið NME, sem er mest selda tónlistartímarit Bretlands, hafi tvisvar birt um þá greinar sem Iýsa því hversu „rugl- aðir og miklir rokkarar“ þeir eru. Tímaritið er þekkt fyrir beittan stíl og gerir jafnan mikið úr hvers kyns rokksögum, sem eru oft skrautlegar. NME fjallaði sérstaklega um Jakob- ínurínu eftir Iceland Airwaves-há- tíðina í ár og gaf sveitinni einnig góða dóma fyrir tónleika í Sheffield á Englandi í desember á síðasta ári. Lítið virðist geta komið í veg fyr- ir að frægðarsól Jakobínurínu rísi á nýju ári. Umboðsmaðurinn John Best, sem einnig er umboðsmaður Sigur Rósar, hóf nýlega að vinna með sveitinni en tilkoma hans opn- ar ýmsa möguleika fyrir sveitina á erlendri grund. 12 tónar gefa út breiðskífu Jakobínurínu á Islandi en eins og áður kom fram er enn óvíst hver sér um útgáfu erlendis. Eitt er víst að Jakobínarína hlýtur að vera opnari fyrir tilboðum út- gáfufyrirtækja en áður, en frægt er orðið þegar sveitin var á mála hjá Ro- ugh Trade-útgáfunni og stór banda- rísk útgáfa hafði samband við hana í gegnum vefsíðuna Myspace.com. Útgáfan spurði hvort sveitin væri komin á samning en fékk stutt og ansi laggott svar til baka: „Fuck off, we’re with Rough Trade“. Björk heiðrar Joni Mitohell Björk Guðmundsdóttir er meðal 12 listamanna sem heiðra kanad- ísku tónlistarkonuna Joni Mitchell á ábreiðuplötu sem inniheldur lög frá litríkum tónlistarferli hennar. Björk flytur lagið The Boho Dance, sem kom upphaflega út á plötu Joni Mitchell frá árinu 1976, The Hissing Of Summer Lawns. Platan kemur út í vor en útgáfu- dagur hefur ekki fengist staðfest- ur. Bandaríski tónlistarmaðurinn Sufjan Stevens hefur plötuna með laginu Free Man in Paris, af plöt- unni Court And Spark frá árinu 1973. Fleiri listamenn sem koma fram á plötunni má nefna, til dæm- is Prince, Annie Lennox, Elvis Cost- elli og k.d. Lang. Joni Mitchell hefur gefið út tón- list frá árinu 1967. Stjarna hennar reis hæst árið 1974 þegar hún gaf út Court and Spark, en platan náði öðru sæti Billboard-listans banda- ríska. Mitchell gaf síðast út plötuna Travelogue sem hún sagði að væri sín síðasta. Seinna tilkynnti hún að ný plata væri í burðarliðnum. atli@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.