blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 m blaöiö iífl / Vj Muhammed Faras Eftir að hafa næstum látið lífið ískotárás og i kjölfarið verið settur i fangelsi ákvað Muhammed Faras að róa á önnur og friðsamari mið. Skipst á steinvölum og byssukúlum Palestmu- maður reynir af veikum mætti að svara byssukúlum israelskra hermanna með steinvölum. Átökin áttu sér stað í smábænum Bil 'in skammt frá Ramallah. Andlit steinakastarans er umvafið svokallaðri kafiu, andspyrnutákni Palestinumanna, sem hefur í seinni tið sérstaklega verið notuð af Fatah-meðlimum. Nablus á Vesturbakkanum í Palestínu: Borg ótta og innilokunar ísraelar og Palestínumenn sömdu um vopnahlé á Gasaströndinni í desemberbyrjun, forseti Palest- ínu boðaði til nýrra kosninga skömmu síðar og eftir það stigmagnaðist spennan milli Fatah- og Hamas-aflanna. En meðan á öllu þessu stendur gleymist ástandið á Vesturbakkanum í Palestínu. Þar er ekkert gefið eftir. Hernám ísraela heldur áfram í takt við uppbyggingu Aðskilnaðarmúrsins svokallaða. Verst er ástandið í Nablus, fjölmennustu borg Vesturbakkans, þar sem morð, byssubar- dagar, innrásir og eyðileggingar hafa veriðfastir liðir í áraraðir. Greinarhöfundurinn, Egill Bjarnason, starfaði sem sjálfboðaliði í tæpa þrjá mánuði í Nablus. Borginni sem ísraelski herinn kallar höfuðborg hryðjuverkamanna. Muhammad Faras er 24 ára gamall Palestínumaður, fæddur og uppalinn í Bal- ata-flóttamannabúðunum í grennd við Nablus. í jaðri borgarinnar eru einnig flóttamannabúðirnar Askar og Ein Beit E1 Ma en Balata er sú stærsta og skelfilegasta. Sam- tals búa 34 þúsund palestínskir flóttamenn í grennd við Nablus og eru um 80 prósent þeirra atvinnu- lausir. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Muhammed Faras marga fjöruna sopið en sjálfur segist hann í raun aðeins hafa lifað hinu dæmigerða lífi Palestínumanns í Balata-flóttamannabúðunum. „Það er ekki eftirsóknarvert að búa í Balata. Þeir einu sem virðast sækjast eftir því að vera þar eru ísra- elskir hermenn,” segir Muhammed Faras í samtali við greinarhöfund og vísar þar til þess að næstum hverja einustu nótt geri ísraelski herinn innrás í búðirnar. Samkvæmt ísraelska hernum eru Balata-flóttamannabúðirnar eins- konar gróðrarstía öfga og hryðju- verkamanna. Til þess að tryggja þjóðaröryggi sé strangt eftirlit nauðsynlegt í Balata, sem og ann- ars staðar í Nablusborg. Samkvæmt upplýsingum frá hernum eru um 60 prósent hryðjuverkaárása á Vest- urbakkanum skipulagðar í Nablus. Muhammed segir ástæður Isra- elsstjórnar aðeins fyrirslátt. „Mark- mið hersins er aðeins að sýna Pal- estínumönnum hver ræður. Það er ekkert sem gefur tilefni til inn- rása dag eftir dag, til þess eins að handtaka menn sem gætu hugsan- lega framið ódæðisverk. Stundum koma þeir líka að tilefnislausu, aka inn á brynvörðum bílum, bíða þess síðan að eitthvert unglingagengi byrji að kasta steinum í bilana og þar með hafa hermennirnir ástæðu til gagnárásar.“ Innrásir ísraelshers eru tvenns- konar; annarsvegar eru umsvifa- miklar innrásir þar sem tugir hermanna storma inn á svæði og hinsvegar þegar sérsveitir hers- ins koma með leynd, óeinkennis- klæddar og til dæmis akandi palest- ínskum leigubílum. Ef ekkert fer úrskeiðis ganga síð- arnefndu heimsóknirnar iðulega snöggt fyrir sig: Herinn kemur, tekur af lífi eftirlýstan „hryðju- verkamann" án dóms og laga og fer að verki loknu. Svonefndar sérsveitir má því með sanni kalla aftökusveitir. í hinum hefðbundnu innrásum, sem eru mun algengari, er yfirlýst takmark annað, það er að hand- taka útvalda andspyrnumenn. Við slíkar aðstæður er andrúmsloftið í búðunum svo eldfimt að það þarf lítið til að herskáir Palestínumenn láti til skara skríða gegn hernum. Skotið er á báða bóga og lýkur leiknum oftast með blóðbaði þar sem dauðsföll úr röðum Palestínu- manna eru mun algengari en meðal hermanna, enda herinn margfalt öflugri. Frá árinu 2000 til ársbyrjunar 2007 hafa 564 Palestínumenn verið drepnir af ísraelska hernum í Na- blus, að meðtöldum nærliggjandi flóttamannabúðum, samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Bróð- urpartur hinna látnu voru óbreyttir borgarar. Útgöngubann og eyðileggingar „Það gleymist stundum að hinir óbrey ttu borgarar verða hvað verst úti þegar allt fer í bál og brand. Sett er út- göngubann í flóttamannabúðunum, herinn hernemur oft tugi heimila og gerir að sínum bækistöðvum,” segir viðmælandi okkar, Muhammed Faras, en heimili foreldra hans hefur tvisvar verið hernumið. „í fyrra skiptið brutu hermenn niður stofuvegginn hjá okkur til )ess að komast yfir í næsta hús. í jokkabót mölvuðu riffilskyttur rifur á húsveggina og áttu þannig auðveldara með að skjóta á óvini sína, sem földu sig margir inni í húsasundum flóttamannabúðanna. Rúmu ári síðar komu fleiri hermenn í heimsókn og mölvuðu þá enn og aftur nýreistan stofuvegginn!” Þetta átti sér stað árin 2001 og 2002 sem voru ein þau stormasöm- ustu í sögu Nablus. Frá apríl til nóv- ember 2002 setti íraelski herinn á stanslaust útgöngubann í 151 dag í allri Nablusborg. Á því tímabili var banninu aðeins aflétt í 65 klukku- stundir allt í allt. Skotinn og fangelsaður Þegar síðari uppreisn Palestínu- manna (al-Aqsa Intifada) hófst 28. september árið 2000 var Muham- med Faras virkur í andspyrnuhreyf- ingu PFLP-kommúnistaflokksins. Hann segir hlutverk sitt mestmegnis hafa verið að skipuleggja mótmæli. Eftir örlagaríkan dag, liðlega einu ári eftir uppreisnina, ákvað Muham- med hinsvegar að snúa við blaðinu og hætta pólitískum afskiptum. Þann afdrifaríka dag kom til átaka í gömlu borg Nablus þar sem heimamenn vörðust innrás ísra- elska hersins. Upphaflega hélt Mu- hammed sig innandyra og fylgdist aðgerðalaus með bardaganum, allt þangað til hann sá félaga sinn verða fyrir skoti í magann. „Þegar ég sá æskuvin minn liggja í blóði sínu á götunni þusti ég auð- vitað umsvifalaust út. Þegar skot- hríðinni linnti i augnablik komst ég loks að honum og þá var hann nær dauða en lífi. Ég reyndi hvað gat að stoppa blæðingu úr sárinu en án árangurs. Því næst reyndi ég að bera hann í öruggt skjól en óheppnin elti okkur. Eftir að hafa staulast nokkra metra varð ég einnig fyrir skoti,” segir Muham- med örlítið klökkur yfir því að rifja þennan sorglega atburð upp. „Ég áttaði mig ekki almennilega á því hvað hafði gerst fyrr en ég hneig niður; kúlan hafði hitt mig i lærið. Stundin var runnin upp, hugsaði ég, þetta yrði mitt síðasta.” Muhammed skjátlaðist. Hann lifði bardagann af, ólíkt æskuvin- inum sem lést af sárum sínum á leið á spítala í sama sjúkraflutninga- bíl og Muhammed var fluttur með. Eftir að gert hafði verið að sárum hans var hann handtekinn af ísra- elska hernum og dæmdur í sjö mán- aða fangelsi fyrir meinta þátttöku

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.