blaðið - 05.01.2007, Side 22

blaðið - 05.01.2007, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 blaðið - KoU kolbrun@bladid.net 1 Uppskriftin aö ham- ingjunni er góð heilsa og slæmt minni. Ingrid Bergman Afmælisborn dagsms ROBERT DUVALL LEIKARI, 1931 WALTER MONDALE VARAFORSETI, 1928 Kristín Bjarnadóttir Tangó í aðalhlutverki Ég halla mér að þér og flýg - Engin venjuleg ferðasaga eftir Kristínu Bjarnadóttur kom út um áramótin og inniheldur fimm frásagnarljóð. Ekkert af Ijóðum bókarinnar Ég halla mér að þór og flýg hefur áður birst á prenti, en i fyrra kom út smásagan Heimsins besti tangóari á íslensku og spænsku í sömu bók. Þetta er því önnur bók Kristínar í ritröð um dans, þar sem tangóinn er í aðalhlutverki. Bókin fæst hjá höfundi á kynningarverði - netfangið er kb.lyng@gmail.com. Metsölulistinn - innlendar bækur Almanak Háskóla fslands Háskóli fslands 2. 10. Hannes - Nóttin er blá mamma Óttar M. Norðfjörö Almanak Þjóðvlnafélagsins Hið íslenska þjóðvinafélag Biblían á 100 mínútum Ugla Þriðja táknið Yrsa Sigurðardóttir Yulelads Brían Pilkington Lost in lceland Sigurgeir Sigurjónsson Stafsetningarorðabókin Dóra Hafsteinsdóttir ritst Ripley's - Ótrúlegt en satt! Sögur útgáfa Bústaðir / lcelandic Cottages Elsa Ævarsdóttir o.fl. I lll Listinn var gerður út frá sðlu dagana 27.12.06 - 02.01.07 í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar. Metsölulistinn - erlendar bækur 1 The Templar Legacy Steve Berry 2 Whirlpool Elizabeth Lowell j Crusader Gold David Gibbins ( Mary, Mary James Patterson 5 Valley of Silence (Cirde Trilogy 3) Nora Roberts , Eragon & Eldest Boxedset Christopher Paolini 7 Insight World Travel Encyclopedia Insight Editions 3 TheCeil Stephen King j Drop Dead Gorgeous Linda Howard Fashion History Akiki Fukai 10. Llstínn var gerður út frá sölu dagana 27.12.06 - 02.01.0/ í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menninga. Líf og ástir skáldjöfurs llnokkrar ævisögur hafa verið skrifaðar um breska skáldjöfurinn Thomas Hardy. Nú hefur ein bæst við og kannski er hún sú besta. Bókin Thomas Har- dy: The Time-Torn Man eftir Claire Tomalin hefur fengið frábæra dóma og þar er dregin upp ný mynd af Har- dy. f fyrri ævisögum hefur honum verið lýst sem fremur þunglamaleg- um persónuleika, en Tomalin segir hann hafa verið fullan af andríki og gleði allt til dauðadags þrátt fyrir að hafa átt sína dimmu daga. Hardy er einn merkasti skáld- sagnahöfundur Viktoríutímans og eitt besta ljóðskáld 20. aldar. Meðal þekktustu skáldsagna hans eru Borg- arstjórinn í Casterbridge sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir jól, Jude the Obscure og Tess, en um síðastnefndu bókina var sagt að hún hefði valdið fjölskyldudeilum og leyst upp vin- áttusambönd, svo sterka og ólíka af- stöðu tóku einstaklingar til hennar. Skáldið og konurnar Tomalin er þekktur ævisagnahöf- undur og hefur meðal annars skrif- að bækur um Shelley-hjónin, Jane Austen og Samuel Pepys. Hún hefur hlotið nokkur bókmenntaverðlaun fyrir vandaðar bækur sínar. Bókin um Hardy veldur engum vonbrigð- um. Tomalin er góður penni og hef- ur lifandi áhuga á þeim persónum sem hún skrif- ar um. Bók hennar hefst á sérlega sterkum kafla um dauða Emmu, fyrri eiginkonu Hardys, og áhrif þess missis á skáld- ið. Hjónabandið hafði verið langt og afar óham- ingjusamt og síðustu árin töluðust hjónin vart við. Samt var það svo að þegar Emma lést lét Hardy setja lík hennar í líkkistu sem hann geymdi við rúm sitt í þrjá daga og þrjár nætur þar til jarðarförin fór fram. Síðan tók hann til við að yrkja ljóð um þann löngu liðna tíma þegar þau Emma voru ung og ástfangin. Eftir áhrifaríka byrjun víkur To- malin síðan að upphafinu, fæðingu Hardys og sambandi hans við for- eldrana og þá sérstaklega móðurina sem var sérstök kona. Hún hafði ung orðið þjónustustúlka og gekk síðan í hjónband eftir að hafa orðið barns- HARDY THE TIME-TORN MAN hafandiaðThom- as litla. Móðir Hardys ráðlagði seinna börnum sínum að ganga ekki í hjónaband því það myndi hefta freísi þeirra. Kannski hefði Hardy betur farið að ráðum móður sinnar. Einmana eiginkonur Fyrri eiginkona Hardys var Emma, lífleg og hreinskilin ung kona sem langaði til að verða rithöfundur. Hún hafði mikinn áhuga á skrif- um eiginmanns síns en hann átti vanda til að loka sig af í eigin heimi og sinna skriftum. Hún hafði ekki aðgang að þeim heimi sem gerði að verkum að bil myndaðist milli þeirra hjóna. Barnleysi setti einnig mark á hjónabandið. Fyrri ævisagnaritarar Hardys hafa sagt Emmu hafa verið kjánalega og grunnhyggna konu og margir vina rithöfundarins áttu erfitt með að þola hana. Tomalin dregur hins vegar upp samúðarfulla mynd af konu sem var lokuð af uppi í sveit i Dorset og hafði ekkert við að vera annað en að hugsa um kött sinn, bródera, versla og skipa einni eða tveimur þjónustustúlkum fyrir verkum. Þegar Hardy var 65 ára gamall kynntist hann hinni 26 ára gömlu Florence. Eftir lát Emmu gengu þau í hjónaband. Það var ekki í eðli Har- dys að vera umhyggjusamur eigin- maður. Líf hans snerist um skriftir og hann lifði í eigin heimi. Florence varð því á vissan hátt jafn einmana í hjónabandinu og Emma hafði verið. Hardy lést árið 1928,88 ára gamall. Síðasta plata Buddy Holly menningarmolinn Á þessum degi árið 1959 kom út síðasta plata Buddy Holly, It Doesn’t Matter Anymore. Tæpum mánuði seinna, 3. febrúar, ákvað hann að fljúga frá Iowa til Minnes- ota í stað þess að keyra í vonsku- veðri. Flugvélin hrapaði nokkrum minútum eftir flugtak og allir um borð létust, þar á meðal voru tón- listarmennirnir Ritchie Valens og J. P. Richardson. Holly var 22 ára. Tveimur mánuðum eftir dauða hans komst plata hans í 13. sæti bandaríska vinsældalistans. Holly samdi lög sín sjálfur og með- al þeirra þekktustu eru That’ll Be the Day og Peggy Sue. Hin skammvinna ævi hans varð síðar efni í söngleik og kvikmynd. Vísað er til dauða hans með eftirminnilegum hætti í laginu American Pie eftir Don McLean sem varð gríðarlega vinsælt árið 1972. Madonna kom laginu svo aftur á met- sölulista árið 2000.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.