blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árogdagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Trausti Hafliðason Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elin Albertsdóttir Fyrirtæki með vilja Nefnd, sem forsætisráðherra skipaði fyrir ríflega tveimur árum, hefur lokið störfum. Nefndin hefur nú skilað tæplega 400 blaðsíðna skýrslu þar sem fjallað er um ný viðmið um beitingu viðurlaga við efnahagsbrotum. Meginhlutverk nefndarinnar var að skýra betur hvenær beita eigi stjórn- valdssektum annars vegar og öðrum viðurlögum hins vegar. í ljósi olíusamráðsins vekur kaflinn um viðurlög vegna brota á sam- keppnislögum mesta athygli. Ekki síst eftir ákvörðun ríkissaksóknara í síðasta mánuði að ákæra Einar Benediktsson, forstjóri Olís, Geir Magn- ússon, fyrrverandi forstjóri Essó og Kristinn Björnsson, fyrrverandi for- stjóri Skeljungs, fyrir brot gegn samkeppnislögum. Eftir að ákæran var gefin út sögðu bæði Ragnar Hall, lögmaður Krist- ins og Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Einars, ákæruvaldið vera með lögfræðilega tilraunastarfsemi. Verið væri að ákæra fyrir brot sem sam- kvæmt samkeppnislögum vörðuðu félög en ekki einstaklinga. Skýrsla nefndarinnar var birt í fyrradag. Tímasetningin vekur nokkra athygli því á þriðjudaginn verður ákæran gegn forstjórunum þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Það kæmi ekki á óvart ef verjendur forstjóranna nýttu sér efni skýrslunnar að einhverju leyti í vörn sinni. Ragnar Hall segir í Blaðinu í dag að honum sýnist sem verið sé að leggja til breytingar á þeim reglum sem gilt hafi. “Kannski af því að menn hafi talið að þær reglur séu ekki eins skýrar og sumir héldu að þær væru.” 1 skýrslunni leggur nefndin til að afnema eigi refsiábyrgð fyrirtækja við brotum á samkeppnislögum. Viðurlögin eigi að felast í stjórnvaldssektum sem samkeppnisyfirvöld ákveði. Nefndin telur nauðsynlegt að einstak- lingar geti sætt refsiábyrgð vegna þátttöku í ólögmætu samráði. Slíkt ákvæði geti haft f för með sér sterk varnaðaráhrif. Nefndin leggur einnig til að viðurlög við refsingu starfsmanna fyrir- tækja verði hert. í drögum að frumvarpi um breytingar á samkeppnis- lögum hefur verið bætt við grein sem kveður á um að gerist starfsmenn eða stjórnarmenn fyrirtækis brotlegir geti refsingin varðað allt að sex ára fangelsi. Ef menn hugsa málið út frá almennri skynsemi, sem þarf ekki endilega að vera hlutverk lögmanna, þá hafa fyrirtæki ekki sjálfstæðan vilja. Það er fullkomlega rökrétt að æðstu stjórnendur þeirra beri ekki bara ábyrgð á rekstri fyrirtækja, heldur líka brotum þeirra. Hvort núverandi lög ná til meintra brota forstjóranna mun hins vegar ekki koma í ljós fyrr en málið fer fyrir dómstóla. Það er engum vafa undirorpið að verði tillögur nefndarinannar að veru- leika styrkist staða Samkeppniseftirlitsins og það er gott. Tímasetningin á birtingu skýrslunnar orkar kannski tvímælis. Trausti Hafliðason Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 5103700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins 510 3700 Geymdu auglýsinguna og láttu okkur vita ef Blaðið berst ekki blaöi 14 FÖSTUDAGUR 5. JANÖAR 2007 blaöiö Nú er tími fyrir aukinn jöfnuð Um áramótin hækkuðu komu- gjöld mjög víða í hinu opinbera kerfi. Heimsóknir á heilsugæslu- stöðina eru nú dýrari en áður, sama má segja um heimsókn til sérfræðings, eða á slysadeildina, allt verður nú dýrara en áður. Sama má segja um ýmsa þjónustu sveitarfélaga, þannig hækka alls kyns gjöld hjá þeim, til að mynda leikskólagjöld og gjöld fyrir þjón- ustu við eldri borgara. Margumtalaðar skattalækk- anir ríkisstjórnarinnar sem hún þreytist seint á að hrósa sjálfri sér fyrir fara fyrir lítið þegar tekið er tillit til allra þessara hækkana. Breytingin er sú að nú þurfa þeir sem síst skyldi að borga meira en það eru þeir sem af einhverjum orsökum þurfa að borga fyrir læknisþjónustu. Sama má segja um barnafólkið sem fær þarna reikning fyrir skattalækkunum þeirra sem mest hafa á milli handa. Þannig hafa skattalækkanirnar nefnilega virkað. Þeir sem hafa mestar tekjur af fjármagnstekjum borga auðvitað minnst eða 10 pró- sent og jafnvel eru dæmi þess að þeir sem eingöngu hafa fjármagns- tekjur borgi ekkert útsvar og greiði þannig ekkert fyrir þá þjónustu sem þeir samt nýta sér, hvort sem það eru leikskólar, bókasöfn eða gatnaframkvæmdir. Þannig hefur ríkisstjórninni tekist að búa hér til kerfi sem ýtir beinlínis undir misskiptinguna og í ofanálag er hún stolt af verkum sínum. Framsóknarflokkurinn þar sem margir ágætir félagshyggjumenn hafa verið innandyra þegir þunnu hljóði á meðan Sjálfstæðisflokkur- Katrín Jakobsdóttir inn hagræðir skattkerfinu í þágu þeirra ríku en við hin, hvort sem við erum meðaljónar eða hrein- lega fátæk, sitjum eftir og borgum brúsann. Við í Vinstri grænum viljum berjast gegn misskiptingunni. Sú barátta snýst ekki um að banna fólki að græða peninga eins og sumir pólitiskir andstæðingar okkar vilja vera láta. Hún snýst um að stjórnvöld noti skattkerfið til að jafna aðstæður og kjör fólks þannig að þeir sem minnst hafa borgi hlutfallslega minni skatta en þeir sem mest hafa. Því er eðlilegt að hækka skattleysismörk og per- sónuafslátt og lækka þannig skatta hjá þeim sem lægst hafa launin en að sama skapi er eðlilegt að hafa hærri skatta á þá sem græða millj- ónir á mánuði. Þetta er mun eðlilegri tekjuleið fyrir ríki og sveitarfélög en að rukka almenning fyrir þjónustu sem á að vera sjálfsögð og eðlileg. Leikskólinn á að vera ókeypis fyrir öll börn og sama má segja um þjónustu grunnskólans, hvort sem um er að ræða skólamáltíðir eða frístundaheimili. Nú er tími til að brey ta áherslum i skattamálum áður en við fjarlægj- umst um of þau jafnaðarsjónarmið sem hér voru lengst af ríkjandi eftir seinna stríð. Venjulegir Islend- ingar skilja lítið í fagnaðarlátum ríkisstjórnarinnar yfir sjálfri sér og skattalækkunum sínum. Það er ekki skrýtið þegar í ljós kemur að sá sem lengst af leiddi þessa ríkisstjórn telur sig til helstu fá- tæklinga landsins þar sem þing- fararkaup sé auðvitað sérlega lágt — eða bara hálf milljón á mánuði. Venjulegir íslendingar hljóta að staldra við og velta fyrir sér hvort hagsmunum þeirra sé ekki betur borgið með nýjum stjórnvöldum þar sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð mun skipa lykilhlutverk og tryggja aukinn jöfnuð í íslensku samfélagi. Sá tími er kominn. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna Klippt & skorið Mismæli geta verið neyðarleg og oft skelfilegt fyrir blaðamenn að lenda í þeim, hvað þá forseta íslands. Til eru mörg fræg mismæli blaðamanna ,/ sem gjarnan eru rifjuð upp í R j . góðum partium en þau urðu L jaA öll til löngu fyrir tima svo- kallaðra bloggara sem nú eru margir orðnir nokkurs konar varðhundar mismæla og prent- villna, svo rétterað passa sig beturen nokkurn tíma fyrr. Þannig skýrir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrverandi blaðamaður, frá frétt f Fréttablaðinu í fyrradag þar sem rætt er um forseta Englands. Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og fyrrverandi blaðamaður, gerirsvo gott betur og kemst að því að leiðara- höfundur Morgunblaðsins hafi talað um for- seta Englands 18. apríl 2004. Það er sem sagt hægt að „gúgla" gömlu mismælin - æi, æ! Og Guðmundur bendir líka á mismæli (forsetans í áramótaávarpi og segir: „Undir lokávarps sínsá nýársdag komst forseti (slands, Ólafur Ragnar Grímsson, svo að orði: „I Laxdæla sögu sagði Ketill hængur þegar börn hans reyndu að teyma hann með sér til (slands: „( þá veiðistöð kem eg aldregi á gamals aldri." Glöggir áheyrendur tóku strax eftir því að forsetinn hafði annað hvort mismælt sig eða mislesið fornsöguna. Það er Ketill flafnefursem segir hin tilvitnuðu orð (Laxdælu. Enda byrjar sagan á þessum al- kunnu orðum: Ketill flatnefur..." Guðmundur bendir á í lokin að búið sé að leiðrétta ræðuna á vef forsetans en eftir situr villa í prentuðum Mogga og í Sjónvarpinu. Þi að dugði ekkert minna )en breski leikarinn John Cleesetil að aug- lýsa nafnbreytingu á KB banka. Sagt er að það hafi kostað bankann að minnsta kosti 80 milljónir króna. Það hefði hins vegar verið sniðugt fyrir bankann að gera skoðana- könnun meðal (slendinga áður en til þess kostn- aðar var gripið og spyrja hvort þeir þekktu leikarann. (fjölmennu boði sem skrifari var (á jóladag kom nafn þessa leikara upp en aðeins þrír gestir vissu hver maðurinn væri! elin@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.