blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 24

blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 blaðið WORKWEAR Alvöru vinnufatnaður - Ný hönnun, nýtt útlit. Láttu þér líðavel ívínnunni Siitsterkt Pcrfyesterog Power Potyamide efni vatnsfráhrindandi. Stórir og sérstaklega styridir hlöanrasar með Blix rennilás. Léttir, piássmikiir Sériega mjúkt etni semgerirallar hreyfingar léttari. Cordura ® er nýjung fráSnickersefni semersérstaldega slitsterid. t S TvöfökfVelcrofesting ogauðveldaraerað verkfærabettið. Tveirstórir brjóstvasar meö renrrilás, lyrir pianbókina og GSMsímann, Sértiannaður, styrktur vasi, aðeins fyrirGSM. Vasamirerumeð mjúku efni að innanverðu sem ver viðkvæma hluti. Twisted leg ® er ný hönnun á vasa fyrir hnéhlrf sértil þess aðhúnsrturatltaf á réttum stað. Vinnufatadeild naúst> 535 9000 Akureyrí • Egilsstöðum • Hafnarftrði • Höfn • Keflavík • Kópavogi • Reykjavík • Setfossi SMÁAUGLÝSINGAR 5103737 KAUFW/SELIA blaöiö Si Afmæli i Kópavogi I dag fagnar Leikfélag Kópavogs 50 ára afmæli sínu. Af því tilefni verður efnt til afmælis- fagnaðar í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2. Allir félagar í Leikfélagi Kópavogs, fyrr- verandi og núverandi, eru velkomnir ásamt öðrum velunnurum félagsins. Dagskráin hefst klukkan 20 og verður boðið upp á léttar veitingar. ITefritið Panama opnað í dag Fer ótroðnar slóðir í netheimum íðustu vikur hafa verið annasamar hjá Birni Braga Arnarssyni en hann hefur staðið í ströngu við að koma á fót vefritinu Panama sem verður að- gengilegt á slóðinni www.panama. is í dag. „Mér hafði lengi fundist vanta vandað, íslenskt nettímarit fyrir ungt fólk á öllum aldri og það var fyrst fyrir tveimur árum sem ég fór að velta fyrir mér að bæta úr því. Ég fór á stúfana og bar hug- myndina undir menn sem þekkja vel til í þessum geira og fékk ým- is góð ráð. Við veltum þessu fyrir okkur nokkuð lengi enda að mörgu að hyggja þegar farið er út í svona viðamikið verkefni. Það var svo fyr- ir nokkrum mánuðum að hjólin fóru að snúast fyrir alvöru og við fórum i það af krafti að hanna útlit og innihald tímaritsins. Ég er ákaf- lega ánægður með útkomuna og er mjög spenntur að svipta hulunni af verkinu," útskýrir Björn Bragi, ritstjóri Panama sem er í eigu Föð- urhúsanna ehf. Ferskt á hverjum degi Panama ætlar sér að fjalla á ferskan og frumlegan hátt um áhugavert fólk og málefni líðandi stundar. Auk frétta um hvers kyns dægurmál verða þar greinar, pistl- ar og viðtöl ásamt ítarlegri umfjöll- un um tónlist og kvikmyndir. „Við leggjum mikla áherslu á að birta nýtt efni á hverjum degi og fólk þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að finna hjá okkur fréttir sem farnar eru að súrna,“ segir Björn Bragi sposkur. „Við munum líka skapa ákveðinn takt í uppfærsl- unum og til dæmis birta alltaf stór viðtöl og efnismiklar greinar um til- tekin efni á ákveðnum dögum vik- unnar.“ Það er freistandi að spyrja ritstjórann knáa hvort ekki sé verið að bera í bakkafullan lækinn með því að stofna enn eitt vefritið enda finnst mörgum að ekki sé þverfót- að fyrir slíkum efni í netheimum. „Það er vissulega til heilmikið af all- skyns netsíðum sem uppfærðar eru reglulega og við höfum fréttamiðla á borð við mbl og Visi. Það er hins- vegar ekkert alvöru rafrænt tímarit til á íslandi sem lýtur ritstjórn og birtir vandað, unnið efni á hverjum einasta degi. Allt efnið er unnið af okkur sem störfum á ritstjórninni og markmiðið er að vanda til verks og bjóða upp á spennandi efni fyrir fólk á öllum aldri.“ Ljósmyndir í stóru hlutverki Að útgáfu Panama koma um tutt- ugu einstaklingar sem skrifa um hin ýmsu efni. „Flest er þetta fólk á aldrinum 20-25 ára sem hefur mik- inn áhuga á ýmsum hliðum tónlist- ar, kvikmynda og dægurmenningar af ýmsu tagi. Þetta er frábær hópur sem hefur gott lag á því að finna nýja vinkla og áhugaverðar hliðar á málunum," segir Björn Bragi og bæt- ir við að ætlunin sé að leggja mikið upp úr ljósmyndum. „Tímarit verð- ur að geyma flottar ljósmyndir og við erum svo heppin að hafa feng- ið til liðs við okkur Árna Torfason ljósmyndara sem áður starfaði á Morgunblaðinu. Hann mun taka flestar myndir fyrir okkur og við erum stolt af þvi að geta boðið upp á svo vandaðar myndir.“ Panama verður opnað á hádegi í dag og þar er meðal annars að finna viðtal við fyrirsætuna Tinnu Bergsdóttur, tón- listarkonuna Lay Low og leikarann Gunnar Hansson. Leitin að tilgangi Bókin Leitin að tilgangi lífsins eftir austurriska geðlækninn Vikt- or Frankl hefur verið uppseld hjá útgefanda um nokkurt skeið. Hún hefur nú verið endurútgefin og af því tilefni verður efnt til stuttrar dagskrár um bókina og höfund hennar í Norræna húsinu í dag, föstudaginn 5. janúar. Þar mun Ró- bert H. Haraldsson, dósent í heim- speki, halda erindi um bókina sem hann nefnir Leitin að tilgangi lífsins andspænis hinu illa. Að fyr- irlestri loknum verður afhentur styrkur í minningu höfundarins en í útgáfusamningi óskaði hann eftir því að höfundarlaun sín fyr- ir bókina rynnu til málefnis sem snertir börn. Leitin að tilgangi lífs- ins kom út á vegum Siðfræðistofn- unar og Háskólaútgáfunnar í þýð- ingu Hólmfríðar Gunnarsdóttur árið 1997. Viktor E. Frankl (1905- 1997) var upphafsmaður kenning- ar í sálarfræði sem nefnd er lógó- þerapia eða tilgangsmeðferð. Þar er lögð áhersla á að í lífi sérhvers manns sé ein-stakur tilgangur lífsins sem hver og einn verði að finna fyr- ir sjálfan sig. Frankl sjálfur reyndi margt í lífinu en hann sat meðal annars í fangabúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni og not- ar reynslu sína þaðan sem undir- stöður kenninga sinna. Frásögnin úr fangabúðunum hefur fyrst og fremst þann tilgang að sýna fram á gildi kenningarinnar en ekki að rekja hörmungar fangabúðalífsins. Fyrir þá sem vilja kynnast Frankl nánar er rétt að benda á kvik- myndina The Choice is Yours frá árinu 2003. Myndin samfléttar líf og kenningar Viktors Frankls við líf sjúklinga með langvinna sjúk- dóma. Nokkrir sjúklingar koma fram, meðal annars þrír læknar, sem allir eiga það sammerkt að hafa fengið krabbamein og lifað það af. Dagskráin í Norræna húsinu hefst klukkan 15:30 í dag.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.