blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 5. JANUAR 2007 blaðiö UTAN UR HEIMI Aftaka Saddams sigur Formaður Sambandsflokksins í Færeyjum tekur ekki undir kröfu forsætisráðherra Ítalíu um að alþjóðlegt bann verði lagt við dauðarefsingum. Hann segir hengingu Saddams Husseins, fyrrum einræðisherra í Irak, sigur fyrir réttvísina. Bílskúrssala hjá Whitney Söngkonan Whitney Houston neyðist til að selja fjölda persónulegra muna á næstu dögum til að geta borgað reikninga. Meðal þess sem verður selt er fatnaður, hljóðfæri og svipa. Þó svo Whitney hafi selt milljónir ein- taka af plötum sínum á hún nú í fjárhagsörðugleikum. Hafnar vestrænni menningu Forseti Irans, Mahmoud Ahmadinejad, segir George Bush og Tony Blair vera spillta þjóðarieiðtoga sem reyna að troða hinni gölluðu vestrænu menningu upp á allar þjóðir heimsins. Hann segir þjóð sína verða að boða sína sérstæðu menningu, réttlæti og trúrækni á móti og láta ekki undan menningarlegu oki Vesturlanda. Hraðakstur: Stoppaður enn einu sinni Mbl.is Hálfþrítugur karlmaður var stöðvaður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut í Kópavogi i fyrrakvöld. Bíll hans mæld- ist á 139 kílómetra hraða en á þessum kafla er leyfður hámarkshraði 70 kílómetrar á klukkustund. Að sögn lögreglu hefur ökumaðurinn alloft áður gerst sekur um hraðakstur. Nokkru áður voru tveir piltar um tvítugt teknir fyrir hraðakstur. Annar var stöðv- aður á Kringlumýrarbraut á 130 kílómetra hraða en hinn á Hafnarfjarðarvegi á 120 kíló- metra hraða.Á umræddum stöðum er leyfður hámarkshraði 80 kílómetrar á klukkustund. Líkamsárás í Keflavík: Ofbeldi aldrei réttlætanlegt ■ Hótaöi að drepa son minn ■ Verður að taka sprenginguna alvarlega Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net ,Þetta mál lítur klárlega út fyrir að vera lögreglumál og lögreglan mun líklega hafa samband við okkur. Maðurinn verður meðhöndlaður sem meintur sakamaður og tekin verður ákvörðun hjá okkur hvort við munum skoða þetta sérstaklega,“ segir Hjördís Árnadóttir, forstöðu- maður fjölskyldu- og félagsmála- sviðs Reykjanesbæjar. I fyrradag var maður á fimmtugsaldri kærður í Keflavík fyrir líkamsárás gegn fimmtán ára gömlum dreng eftir að heimatilbú- inni flugelda- sprengju var kastaðaðhúsi mannsins. Erna Reyn- aldsdóttir, móðir drengs- ins, ítrekar að sonur sinn hafi ekki tekið þátt í umræddri sprengingu. Hún segir að maðurinn hafi hótað syni sínum lífláti. „Hann var bara á röngum stað á röngum tíma. Auðvitað vissi hann hvað hinir voru að gera en var sjálfur ekki með neinar sprengjur á sér,“ segir Erna. „Maðurinn var hræðilegur við strákinn. Hann sagðist ætla að drepa hann og henda honum ofan í djúpan skurð.“ Um leið og Hjördís fordæmir ofbeldið í málinu þá varar hún jafnframt við því að ungmennin sleppi alfarið með skrekkinn því sprengjan hefði getað valdið skaða. „Áuðvitað á enginn maður að ganga í skrokk á öðrum manni en spreng- inguna verður líka að taka alvarlega,“ segir Hjördís. „Það er ekki ólíklegt að við munum þurfa að veita unga mann- inum einhverja aðstoð því það getur verið hræði- legt fyrir ungt fólk að burðast með svona. Allt ofbeldi er náttúr- lega skelfilegt.“ ■ Forsíða Blaðsins í gær. Hótaði lífláti Maður í Keflavík hefur verið kærður fyrir iíkamsárás gegn fimmtán ára unglingi sem hann grunaði um að hafa hent heimatilbúinni sprengju að húsi sínu. Allt á einum stað Skvass Körfubolti Spinning / Þrektímar Golfhermir Tækjasalur Ljós / Gufuböð já Wkf f* 20 ára 1987-2007 lArrrrMART £kv/is&C\~}r1á(&Hrtekt s*- ^ 77< V- Gullinbrú • 577 5555 www. veggsport. is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.