blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 05.01.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2007 blaAiö Atvinnuleysi í lágmarki Atvinnulausum hefur fækkað um 41 prósent í Danmörku síðastliðin þrjú ár og er atvinnuleysi nú í sögulegu lágmarki. Október var metmánuður á síð- asta ári en þá fækkaði atvinnulausum um 3800, en meðaltali fækkar þeim um 2200 á mánuði. Latir viðskiptavinir arðbærir Líkamsræktarkeðja ein í Noregi þénar andvirði 77 milljónir íslenskra króna á ári á korthöfum sem aldrei mæta á svæðið. Norðmenn líkt og aðrir flykkj- ast í líkamsrækt í jánúar með háleit markmið en um þriðjungur þeirra gefst fljótt upp og hættir að mæta. Mæður geti unnið Um 70 prósent japanskra kvenna hætta að vinna eftir að þær eignast börn þar sem vinnuveitendur veita þeim sjaldan svigrúm til að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Þetta kann þó að vera að þreytast því æ fleiri fyrirtæki reyna að koma til móts við mæður til að nýta starfskrafta þeirra. Kennsla hefst 8. janúar Innritun og upplýsingar í sfma 561 5620 frá kl. 12-17 www.schballett.is BALLETTSKÓLI éMi (SckeMng Safnaðarheimili Háteigskirkju Háteigsvegi • Sfmi 552 5620 Félag íslenskra listdansara VILTU KAUPA...? SMAAUGLYSINGAR@BUDID.NET Samkeppnislög endurskoöuð: Sex ára fangelsi fyrir samráðsbrot Ábyrgö eintaklinga á samráðsbrotum skýrö ■ Umdeild áhrif á málarekstur gegn olíuforstjórum blaðiðs Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@b1adid.net Afnema á refsiábyrgð fyrirtækja í samráðsmálum og mun hún fram- vegis eingöngu ná til starfsmanna samkvæmt tillögum nefndar forsæt- isráðherra um viðurlög við efnahags- brotum. Nefndin leggur ennfremur til að gerðar verði breytingar á sam- keppnislögum þannig að hægt verði að dæma einstaklinga í allt að sex ára fangelsi fyrir brot á þeim. Lög- maður Kristins Björnssonar, fyrr- verandi forstjóra Skeljungs, segir til- lögurnar bera með sér að núverandi lög séu alls ekki skýr hvað varðar ábyrgð einstaklinga. Saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara segir tillögurnar ekki spilla fyrir máls- sókn á hendur forstjórum olíufélag- anna þriggja. Niðurfelling fyrir uppljóstranir „Mér sýnist að þarna sé verið að leggja til breytingar á þeim reglum sem gilt hafa fram að þessu,“ segir Ragnar H. Hall, lögmaður Kristins Björnssonar. „Kannski af því að menn hafi talið að þær reglur séu ekki eins skýrar og sumir héldu að þær væru.“ Tillögur nefndar forsætisráð- herra snerta ýmsa þætti er varða refsiábyrgð vegna brota á samkeppn- islögum og rannsókn þeirra. 120ffl Bankasyóm vanran. UmsóknaKhnéf skuLu kocmn ril Landsböpðingja pyjun Lok ágúsrcvánaðaK. ÁnsLaunm em 5000 knónm. Landsbankinn Banki allra landsmanna í 120 ár Verjendur forstjóranna segja að ekki sé hægt að refsa ein- staklingum fyrir brot á samkeppnislögum Mál ríkissaksókn- ara á hendur olíuforstjórunum verður þlngfest i næstu viku. Leggur nefndin meðal annars til að refsiábyrgð fyrirtækja verði af- numin og þess í stað bundin stjórn- valdssektum. Gerð er tillaga um að nýtt ákvæði verði sett inn í sam- keppnislög þannig að hægt verði að sekta starfsmenn fyrirtækja eða dæma þá í allt að sex ára fangelsi fyrir brot. Þá leggur nefndin til að þeir sem hamli rannsókn á samkeppnis- brotum skuli sæta allt að þriggja ára fangelsi. Á móti fá þeir sem upplýsa um brot niðurfellingu refsingar. Ennfremur eru ákvæði er varða rannsókn efnahagsbrota skýrð þannig að komið er í veg fyrir að margar stofnanir og embætti rann- saki sama málið samtímis. Hefurekki áhrlfámála- rekstur gegn oliuforstjórum Helgi Magnús Gunnars- son,.saksóknari A Reglurnar ekkl skýrar Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður Hefur ekki áhrif Ríkissaksóknari lagði fram kæru á hendur núverandi og fyrr- verandi forstjórum olíufélaganna þriggja í síðasta mánuði. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn í næstu viku. Ragnar Hall hefur gagnrýnt ákæru ríkissaksóknara á þeim forsendum að refsiábyrgð einstak- linga í samráðsmálum sé ekki skýr í lögum. Því sé ekki hægt að sækja forstjórana til saka. Helgi Magnús Gunnarsson, sem reka mun málið fyrir hönd ríkis- saksóknara, er á öndverðum meiði og segir tillögurnar ekki hafa nein áhrif á tilvonandi málarekstur. „Það er ekki verið að ákveða refsi- ábyrgð einstaklinganna eins og hún hafi ekki verið fyrir hendi.“ Hópslagsmál brutust út Á gamlárskvöld brut- ust út hópslagsmál meðal starfsmanna Impre- ■ gilo þegar leið á veislu sem þeim var haidin. Starfsmenn Impregilo: Hópslagsmál í veislu Eftir Trausta Haf steinsson trausti@bladid.net „Ég hef heyrt að það var töluvert um ryskingar milli manna. Menn hafa bara misst sig aðeins og verið þreyttir eftir daginn,“ segir Oddur Friðriksson, trúnaðarmaður starfs- manna við virkjunarframkvæmdir. Starfsmönnum Impregilo við að- göng tvö var boðið í veislu á gaml- árskvöld að loknum vinnudegi. Samkvæmt heimildum Blaðsins var mikið um slagsmál þegar leið á veisl- una. Greint hefur verið frá því að Kínverji stakk portúgalskan starfs- bróður sinn þrívegis. Oddur segist ekki hafa orðið Menn þreyttlr eftir daginn og misstu sig aðeins Oddur Friöriksson, trúnaöarmaöur vitni að slagsmálunum sjálfur en hefur heyrt ávæning af þeim, Hann telur aðstæður manna á virkjun- arsvæðinu ekki vera þær ákjósan- legustu yfir áramót. „Það er nú ekkert skemmtilegur staður fyrir fjölskyldumenn að vera á og svona getur farið þegar nóg er veitt af víni. Annars held ég að þetta hafi nú verið fín veisla,“ segir Oddur. Reykjavík: Byrgiö og borgin Mbl.is Fulltrúar Samfylkingar- innar í borgarráði Reykjavíkur óskuðu á fundi ráðsins í dag eftir upplýsingum um fjárhags- leg samskipti borgarinnar og meðferðarstofnunarinnar Byrgisins, m.a. um hvernig farið væri með fjárstuðning vegna einstaklinga sem þar hafa dvalið. I fyrirspurninni er einnig spurt um skyldur borgarinnar til eftirlits með starfsemi Byrgisins og hvernig fjármunir þar hafi verið nýttir. Þá er spurt hvernig eftirlitinu hafi verið framfylgt. Finnland: Eitrað vín drap þrjá Mbl.is Þrír menn létust eftir samkvæmi í heimahúsi í bænum Kauhava í Finnlandi og leikur grunur á að mennirnir hafi drukk- ið eitrað áfengi. Einn maður hefur verið handtekinn, grun- aður um að hafa veitt áfengið. Að sögn lögreglu fengu fleiri gestir í samkvæminu eitrunareinkenni. Málið er rannsakað sem manndrápsmál.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.