blaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007
blaðið
INNLENT
SKEMMTANIR
Ölvun á skólaböllum
Mikil ölvun var á skóladansleikjum í Reykjavík
aöfaranótt föstudagsins þar sem framhaldsskóla-
nemar gerðu sér glaðan dag. Lögregla kom ölvuðum
unglingspilti til síns heima eftir að hann fannst í
snjóskafli og foreldrar sóttu aðra.
Tognaði í túr en fékk ekki bætur
Sjómaður sem tognaði í veiðitúr og kærði það sem vinnu-
slys fékk engar þætur dæmdar í héraðsdómi á fimmtudag.
Var talið að hann hefði hlotið alla þá umönnun sem honum
bar á slysstað og útgerðin því sýknuð af öllum kröfum
stefnanda og allur málskostnaður látinn niður falla.
OLVUNARAKSTUR
Níu stútar teknir
Níu ökumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæð-
inu fyrir ölvunarakstur á fimmtudag og aðfaranótt
föstudags, sem er óvenjumikið á þessum tíma
vikunnar að sögn lögreglu. Fimm stútar voru teknir
í Reykjavík, þrír í Hafnarfirði og einn í Garðabæ.
Eþíópíuher í Sómalíu:
Heldur heim á leið
Meles Zenawi, forsætisráð-
herra Eþíópíu, hefur sagt að her-
sveitir Eþíópíuhers muni halda
frá Sómalíu innan fárra daga.
Eþóípíuher aðstoðaði hersveitir
bráðabirgðastjórnar Sómalíu
við að hrekja íslamista frá höf-
uðborginni Mogadishu í síðasta
mánuði eftir að hún hafði verið
undir stjórn íslamistanna um
hálfs árs skeið. Meles sagði að
fyrstu skref að brotthvarfi Eþíóp-
íuhers frá Sómalíu gætu hafist,
nú þegar fjölmargir sómalískir
stríðsherrar hafa samþykkt að
leggja niður vopn. Samband
Afríkuríkja ræðir nú hvenær og
hverjir geti sent friðargæsluliða
til Sómalíu til að tryggja það að
friður haldist.
LÁTIÐ FAGMANN VINNA VERKIÐ
Félag dúklagninga- og
veggfóðrarameistara
DÚKALÖGN - VEGGFÓÐRUN- TEPPALÖGN
www.dukur.is
y
Á léttu nótunum
Veldu létt og mundu eftir ostínum!
helmingi
léttari!
Sykurskerta Kókómjólkin
inniheldur helmingi minni
viðbættan sykur ogfitu en
hefðbundin Kókómjólk og
orkuinnihaldið er
fjórðungi lægra.
Yfir 80% af mjótkursykri-
num hafa verið klofin og
hentar drykkurinn þvi
flestum þeim sem hafa
mjólkursykursóþol.
Hagstofan telur matvælaverð lækka um tæp níu prósent:
Ávinningur minni en
stjórnvöld boðuðu
■ Spáðu allt að 16 prósenta lækkun ■ Kaupmenn og heildsalar taki þátt
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@bladid.net
Verð á mat og drykkjarvörum
lækkar um 8,7 prósent í kjölfar
lækkunar virðisaukaskatts á mat-
væli og niðurfellingar vörugjalda
þann 1. mars ef marka má áætlun
sem Hagstofa íslands hefur gert.
Áhrif af breytingum á tollum á inn-
fluttum kjötvörum voru ekki metin
með í útreikningum Hagstofunnar,
en umdeilt er hvort tollabreyting-
arnar muni skila sér í lægra verði.
Þá lækkar vísitala neysluverðs um
1,9 prósent á sama tíma að mati
Hagstofunnar.
Þegar ríkisstjórnin kynnti að-
gerðir sínar síðastliðið haust boðaði
hún 12-16 prósenta lækkun á matar-
verði, en Samtök verslunar og þjón-
ustu og fleiri hagsmunaaðilar töldu
það ofmat.
„Þetta er langt frá því að vera
nógu mikil verðlækkun miðað við
þær væntingar sem ríkisstjórnin
hefur skapað með eigin málflutn-
ingi. Við þurfum að lækka matar-
Mikllvægtað
aðgerðirnar
skilisértll
heimilanna
Ásta Möller, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins
verð talsvert meira og við sjáum
að ríkisstjórnin er að sýna hálfkák
í þessu máli,“ segir Ágúst Ólafur
Ágústsson, þingmaður Samfylking-
arinnar. „Tollar á innfluttum kjöt-
vörum lækka einungis um 40 pró-
sent og ljóst er að það hefur lítil sem
engin áhrif á matarverðið."
„Fyrir jól var það metið sem svo
að aðgerðirnar myndu skila 12 pró-
senta lækkun á matarverði og þetta
er 3>3 prósentum frá því,“ segir
Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins. „Það er mikilvægt að við
stöndum fast á því að lækkunin skili
sér að fullu til neytenda og gerum
þær kröfur til kaupmanna og heild-
sala að þeir taki þátt í þessu átaki
til lækkunar matarverðs. Ef þeir
telja sig ekki geta skilað þessu með
Ekki nóg miðað
við þær vænt-
ingar sem ríkis-
stjómin skapaði
Ágúst Ólafur Ágústsson,
þingmaður
Samfylkingarinnar
þessum hætti verða þeir að skoða
nánar innviði hjá sér, hvort þeir séu
með of margar verslanir, of langan
opnunartíma og svo framvegis."
Hún bætir því við að 8,7 pró-
senta lækkun á matarverði sé ekki
það sem ríkisstjórnin stefndi að.
„Fyrir jól var metið sem svo að hún
yrði 12 prósent. 1 fyrstu var horft
til þess að verð á mjólkinni myndi
standa í stað í stað þess að hækka
og því var talið að matarverð
myndi lækka um 16 prósent. En 12
prósenta lækkun er það sem eðli-
legt má telja að aðgerðirnar skili,“
segir hún. „Markmiðið með þeim
var að færa 12 milljarða úr ríkis-
sjóði yfir á heimilin og þeir eiga að
skila sér þangað en ekki til kaup-
manna og milliliða."
Fundað um aðstoð við heyrnarlausa:
Jákvætt í ráðuneytinu
„Þetta var góður fundur. Það
er byrjað að skoða útfærsluatriði
hverrar tillögu fyrir sig og rætt var
um samstarf við fleiri ráðuneyti,“
segir Berglind Stefánsdóttir, fyrrver-
andi formaður Félags heyrnarlausra,
sem ræddi í gær við skrifstofustjóra
félagsmálaráðuneytisins, Þór G. Þór-
arinsson. Á fundinum var fjallað
um tillögur um stuðning við fórnar-
lömb kynferðislegs ofbeldis meðal
heyrnarlausra.
Félag heyrnarlausra telur brýnt
að félagsmenn leiti sér aðstoðar.
'v Góður
V
IBerglind Stefánsdóttir,
fyrrverandl formaður
Félags heyrnarlausra.
„Það þarf að koma fjármagn frá
ráðuneytum í þessa lausnarvinnu.
Félagið hefur ekki nægt handbært
fé,“ segir Berglind. Ákveðið hefur
verið að halda annan fund sem fyrst
á næstu vikum.
Bretland:
Þýfi kom
upp um þjófa
Fjórtán GPS-staðsetning-
artæki sem þrír þjófar stálu í
innbroti í fyrirtæki í Suffolk-
sýslu í Bretlandi leiddu lögreglu
beinustu leið heim til þjófanna
fyrr í vikunni. Þýfið fannst á
heimili Kurts Husfeldts, 46 ára
gamals manns, en þrettán ára
sonur hans og tvítugur vinur
feðganna eru grunaðir um
innbrotið sjálft. Husfeldt er hins
vegar grunaður um að hafa
verið í vitorði með strákunum.