blaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 blaðiö fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Hafið þið sett fram einhverjar kröfur? „Lausnargjaldið" cr frestun á gildistöku frumvarpsins." Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar, hefur sagt að stjórnarandstaðan haldi Alþingi í gíslingu með gegndarlausu málþófi. Enn sem komið er hafa„gíslatökumennirnir" ekki sleppt neinum saklaus- um þingmönnum úr haldi. HEYRST HEFUR... Hjallastefna Margrétar Pálu hefur vakið mikla athygli í gegnum tíðina og Hjallaskóli þykir öðrum skólum góð fyrirmynd. Ný stjórn var kjörin nýlega og vekur það athygli að eig- inkona Bjarna Ármannssonar bankastjóra, Helga Sverrisdóttir, er orðin stjórnarformaður. Helga er dóttir Guðrúnar Helgadóttur, fyrrverandi alþingismanns og rithöfundar. Mörg önnur þekkt nöfn eru í stjórn skólans svo sem Inga Lind Karlsdóttir, fyrrverandi sjónvarpsstjarna, Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár (bróðir Árna bæjarstjóra í Reykjanesbæ), Halla Tómas- dóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, auk Margrétar Pálu sjálfrar. orrinn var blótaður víða um landið í gærkvöldi og má fullvíst telja að einhvers staðar séu timburmenn að berja á hausum í dag. íþróttafélög hafa nú fundið tekjulind í þorranum og var t.d. uppselt á þorrablót Stjörnunnar, sem haldið var í félags- heimilinu í gærkvöldi, en menn létu 6ooo króna miðaverð ekki aftra sér frá því að taka þátt í gleðinni. Hljómsveitin Milljónamæringarnir stóð vaktina og Kastljósmaðurinn Sigmar Guðmundsson var ræðumaður kvöldsins. Búast má við að þekktir sjónvarps- menn hafi nóg að gera sem ræðumenn næstu helgar en Logi Bergmann var lengi vin- sæll á þessu sviði. Eða kannski það fylgi Gettu betur-stjórn- endum að vera ræðumenn... fflO; 51 ffl Edda Guðmundsdóttir heldur sína fyrstu einkasýningu á morgun, sunnudag Hún hefur alltaf haft áhuga j á listsköpun en leyfði málaraástríð- unni fyrst að blómstra fyrir 15 árum. Opnar einkasýningu á sjötugsafmælinu Edda Guðmundsdóttir opnar sína fyrstu málverkaeinkasýningu á morgun. Edda segir að mynd- listin sé sannarlega ástríða í sínu lífi þó að hún hafi ekki farið að sinna henni af alvöru fyrr en fyrir um 15 árum. „Það hefur alltaf blundað í mér frá því að ég var unglingur að mála og mér hefur alltaf þótt gaman að hverskonar listsköpun. Áður var ég að dunda við þetta eins og maður segir en fyrir 15 árum ákvað ég að fara að læra. Ég fór fyrst til Rúnu í Myndmáli og síðan hef ég verið í Myndlistaskóla Reykjavíkur," segir Edda og bætir við að fyrir 15 árum hafi líka skapast meiri tími í sínu lífi. Edda er eiginkona Steingríms Hermannssonar og hún segir að þegar eiginmaðurinn hætti í pólitík- inni og það hægðist um í lífi þeirra hjóna hafi hún leyft málaraástríð- unni að springa út fyrir alvöru. Mamma nennir ekki að bíða lengur Það vill svo skemmtilega til að Edda fagnar einnig sjötugsafmæli sínu á morgun en hún segir að afmælið sé ekki endilega tilefni sýningarinnar. „Það hittist bara svona skemmti- lega á að ég á afmæli þennan dag. Annars held ég að mamma eigi nú mikinn þátt í því að ég ákvað að halda sýningu núna. Hún er lengi búin að hvetja mig til að halda mynd- listarsýningu og nennir ekki að bíða lengur, enda orðin 96 ára gömul.” Edda málar aðallega olíumálverk og segir að verkin sem hún sýni á sýningunni séu abstraktmyndir í léttum stíl. „Mér finnst mjög gaman að reyna eitthvað nýtt og prófa mig áfram. Ég skipti sýningunni svo- lítið í tvennt: gömul verk og ný. Ég hef málað ýmislegt í gegnum tíðina en undanfarið hef ég mikið málað abstraktmyndir.“ Edda segir ennfremur að það sé ýmislegt sem heilli þegar kemur að myndlistinni. „Stundum er það eitthvað í myndum sem grípur mann, eitthvað sem erfitt er að festa hendur á og það er ákveðin ögrun að reyna að gæða myndirnar sínar þeim áhrifum,“ segir Edda að lokum. Sýningin verður opin alla næstu viku og fram á næsta sunnudag milli 15.00 og 18.00 en hún er til húsa að Garðatorgi 7 í Garðabæ. SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri llnu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 8 7 1 5 9 2 6 3 2 7 6 3 5 7 1 2 4 8 2 6 9 1 2 6 7 • 1 4 5 6 3 4 9 1 8 7 3 8 5 3 9 6 4 5 7 8 2 1 4 5 2 8 6 1 9 7 3 7 8 1 9 3 2 4 5 6 i 7 5 3 4 8 2 6 9 2 3 4 6 7 9 1 8 5 8 6 9 1 2 5 7 3 4 5 1 8 7 9 6 3 4 2 6 4 7 2 1 3 5 9 8 9 2 3 5 8 4 6 1 7 eftir Jim Unger ^UmghingStoc|OntemBtionaUncydistJ>^nite^edia^004 3-28 Við ætium að borga í sitt hvoru lagi, takk. Hvað bar hæst í vikunni? Bryndls lsfold Hlöðversdóttir, samfylk- ingarkona Það sem bar hæst í vikunni var vanræksla ríkisins í því að sinna sinu lögbundna eftirliti með meðferðarstofnunum en sú vanræksla hefur komið í ljós undanfarið í Byrgismálinu. Það var ótrúlegt að fylgjast með fréttum og sjá hvernig marg- ítrekaðar vísbendingar komu fram um fjárhagslegt misferli og misnotkun forstöðumanna Byrg- isins á skjólstæðingum sínum án þess að brugðist hefði verið við. Það yrði seint samþykkt i annars konar heilbrigðisþjónustu að fólk þyrfti að gangast undir trúboð til að sækja sér lækningu.“ Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna Það var tímamótaframboð Höllu Gunnarsdóttir til for- manns Knattspyrnusambands íslands. Þetta er með stærri skrefum sem stigin hafa verið í jafnréttisbaráttu fram til þessa. Ég geri fastlega ráð fyrir þvi að hún verði kjörin; ég held að þetta sé borðleggjandi mál. Þetta er það sem Knattspyrnusambandið þarf helst, öflug kona með ástríðu fyrir knattspyrnu en samt sem áður aðeins öðruvísi sýn en hefur verið.“ Guðjón Bergmann, rithöfundur, fyrirles- ari og jógakennari Þetta hefur verið hin rólegasta vika hjá mér lengi og því ekkert sérstakt sem bar hæst. Ég kláraði helgarnámskeið á sunnudagskvöldið og síðan hef ég tekið því rólega. Ég hef sinnt erlendum samskiptum, skrifað greinar og undirbúið ritstörf árs- ins. í fréttum var áhugaverðast hvernig er verið að draga umræð- una um Rikisútvarpsfrumvarpið á langinn þegar önnur mikilvæg mál hafa fengið minni umræðu. Það hafa því mestmegnis verið rólegheit hjá mér.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.