blaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 18
blaðið blaöi Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árog dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Trausti Hafliðason Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir Misnotkun á Netinu Netið er óvæginn miðill. Þar er margt ljótt sagt sem enginn dirfðist að segja frammi fyrir persónunni sjálfri. Siðferði á Netinu er því ekki í takt við siðferðið almennt. Því miður er alls kyns viðbjóðslegt efni öllum að- gengilegt á Netinu, jafnt börnum sem fullorðnum. Þá hafa mörg sakamál komið upp þar sem ljóst þykir að barnaníðingar hafi nýtt sér Netið til að ná sambandi við börn og unglinga og allnokkrir karlmenn hafa verið handteknir með fulla tölvu af klámmyndum af börnum. Það er sorglegt að Netið, sem í sjálfu sér er algjörlega frábær heimur, skuli vera misnotað á þennan hátt. Einnig eru mörg dæmi til um að Netið hafi lagt líf fólks í rúst eftir að myndir hafa verið settar þar inn. Spurning hvor sé meiri saka- maður, sá sem dreifir slíku efni eða gerandi á mynd. Netverjar eiga ekki að dæma fólk, til þess höfum við lög og reglur. Það er líka umhugsunarefni hvernig siðferði fólks er almennt þegar litið er til þess að það skuli yfirleitt hafa áhuga á að setjast fyrir framan tölvu til að horfa t.d. á perragang trú- boða í kynlífsmynd sem gengur manna á milli á Netinu. Ógeðið flæðir yfir netheima og þeir sem þess óska eiga greiðan aðgang að því. Ömurlegt! SAFT, vakningarverkefni Heimilis og skóla auk auglýsingastofa og fjölmiðla, hefur nú tekið höndum saman um að bæta siðferðið á Netinu í herferð um jákvæða og örugga notkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum sem verkefnið stendur fyrir. Markmiðið með herferð- inni er að hvetja til heilbrigðari samskipta á Netinu með einföldum reglum sem kallast lykilorðin fimm. Þetta eru ósköp einföld lykilorð eins og þetta: „Allt sem þú gerir á Netinu endurspeglar hver þú ert“. Það ber að fagna þessari herferð því hún er löngu tímabær. Um heim allan hafa menn áhyggjur af börnum gagnvart Netinu. Það eru þó fyrst og fremst foreldrar sem verða að fylgjast með hvað börn þeirra aðhafast á Netinu. í ábendingum til forráðamanna barna sem fram koma á Lög- regluvefnum má sjá að ekki er talið æskilegt að ung börn séu nettengd í herbergjum sínum enda, eins og segir á vefnum, „hefur borið á því að óprúttnir náungar lokki til sín börn á spjallrásum með ýmislegt misjafnt í huga“. Áður var það brýnt fyrir börnum að fara ekki inn í ókunnugar bifreiðar. Það er vitaskuld enn í fullu gildi en það er ekki nóg; perrarnir hafa nú, því miður, aðgang að heimilum fólks í gegnum tölvurnar. Foreldrar ættu því að vera mjög vakandi yfir netnotkun barna sinna og kenna þeim helstu varnir á Internetinu. Þá er góð regla að staðsetja heimilistölvuna í opnu rými þar sem auðvelt er að fylgjast með skjánum. Allir ættu að taka þátt í herferð Heimilis og skóla og bæta siðferði sitt á Netinu, hvort sem það er á bloggsíðum, spjallrásum eða annars staðar. Gerum perrana brottræka úr netheimum. Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Hugurinn ber þig alla leið 18 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 EF-riR. MRK&Tin VíK\Ja Srrnív A PLbÍUGí, Mr SfM 'TrhdST VAF $ Í.EVFA SKKLPi Kh&rUN A SiöUV/UÍPSEFUi tzmy? sm uuurmiL af nuaiÝSimn-rEKjuM epa zfov, GWF ALKlEUNÍfiQUH MiNS UoKTT Ynk Vi&VöLLiVN OQ VoURP AP TtfrTUFXit) ttm~i StGitnV Breytum Alþingi Þá eru jólin loks liðin og við al- þingismennkomnirafturtilbyggða. I þetta sinn á þing að standa í tvo mánuði en eftir það verður hlé á þinghaldi í rúmlega 6 mánuði. Því valda auðvitað kosningarnar að hluta en það vekur líka athygli á fráleitum starfstíma Alþingis. Sagt er að fjórar góðar ástæður séu fyrir því að vera á þingi: júní, júlí, ágúst og september. Þó starfar Alþingi í álíka margar klukkustundir á ári og þingin í nágrannalöndunum og afgreiðir jafn mörg mál. Hér er það bara gert á miklu færri mánuðum, með handarbökunum í törnum og tíma- pressu í stað þess að vinna eins og fólk. Enda er ríkisstjórninni um- hugað um að losna við þingið heim eins fljótt og hægt er á hverju ári svo hún geti haft sína hentisemi. Þegar ég lenti í fyrstu þingskorp- unni fyrir þremur árum í fjárlaga- nefnd var maður að heiman meira og minna, en til að slá á samvisku- bitið sagði ég elstu stelpunni okkar að svo yrði jólaleyfi og var spurður hve langt það væri. Þegar ég svar- aði að það væri fram í lok janúar spurði grunnskólabarnið hvenær við hættum í vor og þegar ég svar- aði fyrri hluta maí gall í henni: Og eruð þið þá í páskafríi þarna á milli! Bragð er að þá barnið finnur. Málþóf og meirihlutaofbeldi Þetta vitlausa verklag leiðir auð- vitað af sér mistök við lagasetningu og skortur á samfellu í störfum þings bitnar á gæðum stefnumörk- unar. Það leiðir líka til þess að of- bjóði minnihlutanum meirihluta- ofbeldi getur hann með umfjöllun sinni um mál dregið mjög úr skil- virkni þingsins og jafnvel varnað stöku máli framgöngu. Með þróaðri þjóðum eru oft skorður við þessum möguleikum, Helgi Hjörvar þannig að ræðutími er takmark- aður. Enda augljóslega tóm vitleysa að tala í fimm tíma um eitt mál. En hjá nágrönnum okkar er þetta líka unnt vegna þess að meirihluti á hverjum tíma reynir í stórum málum að skapa sem víðtækasta samstöðu og er tilbúinn til mála- miðlana í þessu skyni. En hér er hefðin fremur sú að naumur meiri- hluti reynir að keyra sitt fram hvað sem tautar og raular og lætur sig lítt varða um fulltrúa tæplega helm- ings kjósenda. Slíkt gagnkvæmt ofbeldi getur svo endað í vondum lagafrumvörpum og löngum um- ræðum á Álþingi sem enginn skilur neitt í. Úrelt þing Starfstími Alþingis heyrir til liðinni öld. Það gerir lika virðingarleysi fyrir sjónarmiðum minnihlutans og nætur- langar neftóbaksræður. Þessu verður að breyta en til þess að um það geti tekist samstaða þarf ekki bara breytt viðhorf við gerð stjórnarfrumvarpa heldur þarf að sýna þingmönnum þá lágmarksvirðingu að mál þeirra kom- ist til afgreiðslu. I dag hefur ríkisstjórnin þingið nefnilega i rassvasanum því þingmál þingmanna, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, komast aldrei til atkvæðagreiðslu í þinginu heldur er bara vísað til nefnda og svæfð þar. Þannig kemst ríkisstjórn- armeirihlutinn hjá því að þurfa að taka málefnalega afstöðu til tillagna þingmanna. Þetta fráleita ofbeldi verður til þess að þingmenn vita að til- lögur þeirra munu aldrei koma til af- greiðslu og því lítil hvatning fýrir þá að verja tíma í framgang eigin tillagna. Hlutskipti okkar er þess í stað miklu fremur að ræða stjórnarfrumvörpin. Og kannski einhverjum þyki ekkert að því þó stjórnarfrumvörp fái ekki af- greiðslu þegar þeirra eigin frumvörp hafa aldrei komist til atkvæða. Það er aðkallandi verkefni þeirra sem veljast á Alþingi í vor að breyta þinginu til nútímahorfs í vinnu- tíma, vinnubrögðum og virðingu meirihluta og minnihluta hvors fyrir öðrum. Enda verður virðing þingsins aldrei meiri en virðing þingmanna hvers fyrir öðrum. Höfundur er alþingismaður Klippt & skorið að skýrist á sunnudaginn næstkomandi, 21. janúar, hver mun leiða lista Framsóknar- flokksins í Suðurkjördæmi. Guðni Ágústsson og HjálmarÁrnason bítast um hnossið. Á Stöð 2 í fyrrakvöld sagði Hjálmar að nákvæmlega 1.976 manns hefðu skorað á sig og í Ijósi þess mikla stuðnings hefði hann ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta sætið. Það er alveg Ijóst að það verður á brattann að sækja hjá Hjálmari en hann hefur þó eitt með sér. Þann 21. janúar árið 1976 fórfyrsta Concorde-þotan í loftið. Spurningin er sú hvort sami kraftur sé f Hjálmari. Þetta er kannski svolítið langsótt og spurning hvort Hjálmar láti það trufla sig að f dag er búið að leggja þessum flugvélum. að kom berlega í Ijós f þætt- * gn inum fslandi í dag að Guðni / ' \ er greinilega ekki búinn ' að fyrirgefa Hjálmari fyrir að hafa ákveðið að taka slaginn. Sérstak- lega er hann ósáttur í Ijósi þess að Hjálmar lýsti yfir stuðningi við Guðna í varaformannskjörinu á síðasta ári. Það er ýmislegt sem bendir til þess að Guðni hætti í pólitík nái hann ekki efsta sætinu um helgina. Þegar hann var spurður út í þetta sagði hann: „Þá fer ég eðlilega yfirþað með mínu góða stuðningsfólki f kjördæminu og á landinu hvort ég hafi veikst verulega sem varaformaður," sagði hann og bætti við: „Ég tel gríðarlega mikil- vægt að annar helsti talsmaður flokksins á eftir Jóni Sigurðssyni haldi styrk sínum í kjördæminu." Það er erfitt að túlka þetta svar öðruvísi en að hann muni hætta verði hann ekki númer eitt. Hjálmar sagði að efGuðni myndi lenda í öðru sæti í prófkjörinu hefði hann meiri tíma til að sinna hinu mikil- væga starfi varaformanns. Guðni var fljótur að bregðast við þessu og sagðist ekki búa við neinn tímaskort. Hjálmar reyndi þá að milda Guðna svolítið og sagðist ekki vera að fara „gegn" honum. „Hjálmar, ekki tala svona," sagði Guðni þá. bað andar greini- lega köldu milli þeirra kumpána um þessar mundir. Það verður spennandi að fylgjast með framvindu mála hjá Framsóknarflokknum um helgina. Guðni stillir þessu þannig upp að ef framsóknarmenn ætli að styðja Hjálmar þá séu þeir um leið að greiða atkvæði með því að vilja varaformanninn út úr stjórnmálum, eða hvað?

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.