blaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007
bla6ið
VIÐSKIPTI
Hagnaðurinn fjórfaldast
Hagnaður Nýherja á siðasta ári
var fjórfalt meiri en árið áður.
Félagið hagnaðist um rúmar 300
milljónir króna 2006 en 76 millj-
ónir árið 2005.
VELFERÐ
Stofna öflugan sjóð
Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, og
kona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt,
kynna í dag stofnun nýs mannúðarsjóðs sem styrkir
velferðarverkefni heima og erlendis. Sjóðurinn er
sagður sá öflugasti á sínu sviði á (slandi.
STJÓRNMÁL
Þingmenn fá helgarfrí
Þingfundi var slitið klukkan fimm síðdegis í gær en fram að þessu höfðu
ailir þingfundir vikunnar staðið til miðnættis eða lengur vegna umræöna
um RÚV. Ein ástæða þess að þingfundi lauk snemma ku vera sú að flokks-
ráðsfundur Vinstri grænna hófst klukkan fimm í gær og stendur þar til
síðdegis í dag. Næsti þingfundur verður í næstu viku.
Taívan:
Henti skó í
ræðumann
Slagsmál brutust út í þingsal
taívanska þingsins eftir að stjórn-
arþingmaður henti öðrum skó
sínum í ræðumann á síðasta degi
vetrarþings í gær. 1 kjölfar kastsins
var skónum hent aftur í átt að eig-
andanum og fóru þingmenn þá að
ýta frá sér og hrinda hver öðrum.
Átökin brutust út eftir að deilt
hafði verið um nefndaskipan í
kosninganefnd þingsins. Fréttir
af slagsmálum og ryskingum í
taívanska þinginu berast nokkuð
reglulega.
alla daga
Auglýsingasíminn er
510 3744
JT5AU
VtUWSCðQN
SÓFAR - SÓFASETT - HORMSÓFAR
Afar vönduð ítölsk
sófasett með leðri
eða slitsterku áklæði
Verð m/áklæði
frá kr. 169.000.-
Verð m/leðri
frá kr. 229.000.-
Vandaður
slökunarstóll með
skemli og sterku
áklæði eða leðri
Margir l'rtir
Verð m/áklæði
kr. 39.900.-
Verð m/leðri
kr. 59.900.-
Opið:
Virkadaga 10-18
Laugardaga 11-16
Sunnudaga 13-16
www.valhusgogn.is
Röltu um verslunina okkar I rólegheitum á
netinu meö nýja 360* sýningarkerfinu okkar
Þetta veröur þú aö prófal
vsqogn
Ármúla 8 - 108 Reykjavík
Simi 581-2275 ■ 568-5375
Enn greiður aðgangur
Herinn kveður. Mynd/ÞÖK
Leynilegu viðaukarnir við varnarsamninginn:
Slá við því sem áður
hefur komið fram
■ Yfirtaka á flugstjórn ■ í fullu gildi enn ■ Skýrt brot á stjórnarskrá
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
„Mér finnst auðvitað margt merkilegt
hafa komið fram á liðnu ári um ýmis-
legt það sem borgarar landsins fengu
enga vitneskju um og var á seyði. En
ég sé ekki betur en að þessar seinustu
upplýsingar slái við þeim sem áður
voru komnar.“ Þetta segir Ragnar
Arnalds, fyrrverandi ráðherra, um
innihaldviðaukannaviðvarnarsamn-
inginn sem Valgerður Sverrisdóttir ut-
anríkisráðherra hefur létt leynd af.
„Þarna eru mörg ákvæði sem eru
mjög gagnrýnisverð og umdeilanleg,
sérstaklega það að Bandaríkjamenn
skuli hafa heimild til að yfirtaka alla
flugstjórn á Keflavíkurflugvelli hve-
nær sem þeir álíta að þess sé þörf, jafn-
vel þótt þeir séu farnir,“ segir Ragnar.
Hann segir ákvæðið um að þeim beri
engin skylda til að bæta það umhverf-
istjón sem þeir hafa valdið til dæmis
skýra hvers vegna þeim sem reynt
hafi að sækja rétt sinn, til dæmis
bændum á Langanesi, hafi lítt orðið
ágengt.
„Það var algjörlega farið á bak við
Alþingi á sínum tíma hvað þetta
varðar,“ rifjar Ragnar upp. „Þann 5.
maí 1951 var herverndarsamningur-
inn svokallaði gerður án samþykkis
Alþingis sem ekki var kallað saman.
Síðan kom herinn tveimur dögum
seinna. Þetta var skýrt brot á stjórnar-
skránni. Þeir afsökuðu sig með því að
herverndarsamningurinn var lagður
fyrir Alþingi um haustið og hann
samþykktur þar. En svo kemur bara
á daginn núna að daginn eftir komu
hersins voru gerðir margir leynilegir
viðaukar við samninginn sem inni-
halda efnisatriði sem engin heimild
var til að samþykkja í sjálfum her-
verndarsamningnum eða lögunum
sem sett voru. Auðvitað hefði Alþingi
átt að fjalla um það líka,“ leggur
Ragnar áherslu á.
Hann bendir á að þar sem her-
verndarsamningurinn sé enn í fullu
gildi séu viðaukarnir það þar af
leiðandi líka. „Þetta er alls ekki mál
sem horfir fyrst og fremst til fortíðar.
Þetta varðar nútíðina og fortíðina
og er mál sem á að skoða rækilega á
komandi vikum og mánuðum. Þetta
hlýtur að verða mikið rætt á Alþingi,"
segir Ragnar sem lýkur lofsorði á ut-
anríkisráðherra fyrir að hafa aflétt
leyndinni. „Þetta var nauðsynlegt
verk sem hefði þurft að gera miklu
fyrr.“
Eftirsóttur páfagaukur:
Fleiri vilja Tívolígaukinn
Páfagaukurinn sem leitaði skjóls
á veitingastaðnum Tívolí síðastlið-
inn miðvikudag er með endemum
vinsæll enda fallegur fugl þar á ferð.
Nafn páfagauksins er enn ekki vitað
en hann tyllti sér á öxl viðskipta-
vinar sem var á leið í hádegismat.
Starfsmenn staðarins tóku hann í
fóstur og þar dvaldi hann í góðu yf-
irlæti þar til í fyrradag. Þá gáfu tvær
konur sig fram við starfsmenn veit-
ingastaðarins og kváðust þær báða
vera eigendur páfagauksins, en ekki
er enn vitað hvort réttur eigandi
fékk fuglinn í sínar hendur.
1 gær hringdu svo fjórir í veit-
ingastaðinn og sögðust vera til-
búnir til að skjóta skjólshúsi yfir
páfagaukinn ef eigandi hans gæfi
sig ekki fram. Það er því öruggt að
það verður ekki smjörsteiktur páfa-
gaukur á matseðli veitingastaðarins
á næstunni.
Vinsaell páfagaukur Margir vilja hafa hendurí fjöðrum gauksa enda með
eindæmum litskrúðugur.