blaðið - 20.01.2007, Page 10
10 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007
blaöiö
UTAN UR HEIMI
N0RÐUR-K0REA
Árangur í kjarnorkuviðræðum
Norðurkóresk stjórnvöld segja að árangur hafi náðst
í viðræðum við bandarísk stjórnvöid um kjarnorku-
áætlun ríkisins. Talsmaður norðurkóreska utanríkis-
ráðuneytisíns segir að ákveðið samkomulag hafi náðst
á fundi sendinefnda ríkjanna í Berlín fyrr í vikunni.
pnns
Gagnrýndir vegna eldflaugatilraunar
Áströlsk, japönsk og bandarísk stjórnvöld hafa
gagnrýnt Kínverja vegna þess að talið er að þeir
hafi skotið meðaldrægri eldflaug út í geim til að
eyðileggja gamlan veðurgervihnött. Kínversk stjórn-
völd hafa ekki staðfest tilraunina.
Gates í heimsókn
Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heim-
sókn til Basra í írak í gær. Gates ræddi við George Casey, yfirmann
Bandaríkjahers í (rak, og fleiri hershöfðingja um ástand mála í frak.
Þetta er önnur heimsókn Gates til Iraks frá því að hann tók við emb-
ætti varnarmálaráðherra af Donald Rumsfeld í desember.
Auglýsingasíminn er
510 3744
Minningarkort
Minningar- og styrktarsjóðs
hjartaskjúklinga
^Hjai
HjartaHeii!
simi 552 5744
Gfró- og kreditkortþjónusta
Hvalfjarðargöng:
Veggjald
til 2018
Gert er ráð
fyrir því að
veggjald verði
innheimt í
Hvalfjarðar-
göngum til
ársins 2018 og
að gjaldskrá
haldist óbreytt út tímabilið.
Þetta kemur fram í samkomu-
lagi Spalar ehf. og Vegagerð-
arinnar um tvöföldun Vestur-
landsvegar. Þar kemur einnig
fram að Spölur muni nota hluta
teknanna af veggjöldunum til
að undirbúa tvöföldunina.
Bæjarráð Akraness fagnar því
að undirbúningur verksins sé
hafinn en mótmælir jafnframt
áframhaldandi gjaldtöku.
M:
ISLANDS
NAUT
teutárdnj
<>■ '
ykkar STYRKUR
OKKAR STYRKUR
í Sjúkraþjálfun Styrk að Stangarhyl 7 í
Reykjavík eru leikfimihópar og hópþjálfun að
hefjast að nýju.
• Vefjagigtarhópur fyrir konur -
úthaldsþjálfun, liðleiki og styrkur
• Hjartahópar - viöhaldsþjálfun fyrir hjarta-
og lungnasjúklinga með reglulegum
mælingum
• Leikfimi fyrir konur - áhersla á
líkamsvitund, styrk og teygjur
• Tækjasalur - mánaðarkort / árskort í vel
útbúinn tækjasal
Takmarkaður fjöldi verður í hópana og vel er
fylgst með hverjum og einum.
Leiðbeinendur eru allir sjúkraþjálfarar.
Frír aðgangur að tækjasal fylgir
hópþjálfuninni.
Bjóðum nýja þátttakendur velkomna.
Nánari upplýsingar
og skráning er ( sima 587 7750.
STYRKUR
Steinunn Jóhannesdóttir ósátt við slæðuburð þingkvenna:
Vandarhögg á 100
ára jafnréttisbaráttu
■ Mikið hneyksli ■ Nauðungarklæði ■ Báru slæður að eigin frumkvæði
Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur
heida@bladid.net
„Það er alvarleg pólitísk yfirlýsing
sem felst í því að taka upp slæðu
múslímakvenna", segir Steinunn Jó-
hannesdóttir rithöfundur. Fjórar ís-
lenskar þingkonur huldu hár sitt og
háls þegar þær fóru í opinbera heim-
sókn til Sádi-Arabíu í hyrjun janúar.
Þingkonurnar skipuðu sendinefnd
fyrir fslands hönd.
Steinunn gagnrýnir heimsóknina
harðlega og segir að með því að hafa
borið slæðuna hafi þær í raun verið
að samþykkja þennan lífsmáta.
Verulegar skorður eru settar við rétt-
indum kvenna í Sádi-Arabíu. „Mér
finnst þetta mikið hneyksli að ís-
lensku stjórnmálakonurnar skyldu
taka upp slæðuna í boði þeirra rót-
tækustu og frekustu í þessari hreyf-
ingu. Þetta er eins og vandarhögg á
íslenska kvenréttindabaráttu. Ef við
sjáum ekkert athugavert við þessi
nauðungarklæði, sem eru til þess
gerð að fela konuna, til hvers hefur
þá verið barist í yfir 100 ár?“
„Við þurftum ekki að bera slæð-
urnar. Þetta var algjörlega okkar
ákvörðun. Það voru engar skyldur
settar á okkur“, segir Kolbrún
Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri
grænna, sem fór í heimsóknina
ásamt Sólveigu Pétursdóttur, Arn-
Bæði karlar og
konurkunnu
að meta þessa
viðleitni
Sólveig Pétursdóttir
forseti Alþingis
björgu Sveinsdóttur, Rannveigu
Guðmundsdóttur og forstöðumanni
alþjóðamála á skrifstofu Alþingis,
Belindu Theriault. „Okkur fannst
óþægilegt að koma þarna til að ögra
og við vildum það ekki. Við töldum
því að það væri ákveðin teikn um
það að við værum tilbúnar til að
virða þeirra kúltúr að við huldum
hár okkar.“
„Mér finnst gæta ákveðins mis-
skilnings varðandi þennan slæðu-
burð,“ segir Sólveig Pétursdóttir,
forseti Alþingis. „Ég vil taka það
skýrt fram að það var aldrei rætt
við okkur um það að við ættum að
breyta eitthvað okkar klæðaburði
út af því hvar við vorum í heimsókn.
Það voru bæði karlar og konur sem
kunnu að meta þessa viðleitni og
þökkuðu sendinefndinni fyrir að
bera virðingu fyrir hefðum Sádi-Ar-
aba í klæðaburði. Þetta var ekkert
viðkomandi stöðu kvenna í þessu
ríki heldur þvert á móti lögðum
við áherslu á það að ræða um
jafnréttismál."
17/ hvers hefur
verið baristi
100 ár
Steinunn
Jóhannesdóttir
rithöfundur
Ifildum
ekkiðgra
gestgjöfunum
Kolbrún Halldórsdóttir
þingmaöur Vinstri
grænna
Heimsókn þingkvennanna kom
til vegna heimsóknar sendinefndar
þingmanna frá ráðgjafarþinginu í
Sádi-Arabíu til íslands árið 2004. 1
framhaldi af þessari heimsókn fékk
forseti Alþingis boð frá forseta ráð-
gjafarþingsins um að koma þangað
í opinbera heimsókn. Sólveig segist
hafa tekið þá ákvörðun að sendi-
nefndin skyldi vera skipuð einungis
konum en nefndin sem tók á móti
þeim árið 2004 var þannig skipuð.
Eitt af því sem rætt var í Sádi-Arabíu
var framboð Islands til öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna en Sólveig af-
henti bréf frá Valgerði Sverrisdóttur
utanríkisráðherra þar sem farið var
fram á stuðning þeirra við framboð
fslands.
Sniglarnir opna heimasíðu um forvarnir:
Slysum fjölgar meira en hjólum
Mótorhjólaslysum hér á landi
fjölgaði um 261 prósent frá árinu
2002 til ársins 2006. Þessi aukning
er meiri en sú aukning sem-orðið
hefur á fjölda skráðra bifhjóla, sem
var um það bil 222 prósent á sama
tímabili.
Umferðarstofa og Sniglarnir hafa
tekið höndum saman og sett upp
sérstaka heimasíðu um forvarnir á
slóðinni sniglar.is/forvarnir.
Að sögn Valdísar Steinarsdóttur,
formanns umferðarnefndar Snigl-
anna, er reynsluleysi stór áhrifa-
valdur að slíkum slysum. „Það eru
ýmsar skýrslur, ekki síst erlendis
frá, sem staðfesta að nýir ökumenn
og ökumenn sem eru að koma aftur
í umferðina eftir langt hlé eru í
áhættuhópi," segir hún og bætir því
við að nauðhemlun sé einnig vanda-
mál. „Kennsla í mótorhjólaakstri
hérlendis er almennt mjög góð en
þegar verðandi ökumenn eru að æfa
sig í nauðhemlun geta þeir aðeins
gert það á 30 kílómetra hraða. Það
vantar tilfinnanlega æfingasvæði og
það er nokkuð sem við hyggjumst
berjast fyrir af fullum krafti.“
Mikið um slys Mótorhjólaslysum
hefur fjölgað mun meira en mó-
torhjólum. Ný heimasíða um forvarn-
ir er á slóðinni sniglar.is/forvarnir