blaðið - 20.01.2007, Síða 12
12
LAUGARDAGUR 20. JANUAR 2007
blaóiö
::
UTAN ÚR HEIMI
ÍRAK
Aðstoðarmaður al-Sadr gripinn
Talsmenn Bandaríkjahers í Irak sögðu aö þeir hefðu handtekið
háttsettan aðstoðarmann sjítaklerksins Muqtada al-Sadr i Bagdad í
gær, en talið er að um sé að ræða fjölmiðlafulltrúa al-Sadr. Mehdi-her
al-Sadr er talinn bera ábyrgð á fjölmörgum sprengjuárásum í (rak
síðustu mánuði og ár.
Röng aðferð Stefna stjórn-
valda í meöferö viö áfengis- og
vímuefnavanda er gagnrýnd og
dregiö í efa aö trúfélög séu rétta
úrræðið til að taka á vandanum.
Forstööumaður Samhjálpar vísar
gagnrýninni á bug og segir með-
feröina ekki vera trúboð.
Yfirlæknir á Vogi um meðferðarúrræði hins opinbera:
Trú og lækningar
fara ekki saman
■ Sjúkdómur en ekki synd ■ Forstöðumaður Samhjálpar undrast
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Það má ekki misskilja mig á þann
hátt að ég sé að ráðast gegn trúfé-
lögum. Þau hafa sinn tilgang og
fagmenn í lækningum hafa sinn
tilgang. Almennt er ég mótfallinn
rví að trúin sé notuð til meðferðar-
ækninga, alveg eins og ég er á móti
)ví að trúfélögin myndu sinna til
dæmis barnageðdeildinni,“ segir
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á
Vogi.
Fjársvikamál stjórnenda
Byrgisins kemur til kasta
ríkissaksóknara og líklegt er
talið að stjórnendur þess verði
sóttir til saka fyrir undanskot
á opinberu fé vegna einka-
neyslu. Þar að auki hafa verið
lagðar fram tvær kærur gegn
Þetta eru svo miklar alhæfingar að
mér blöskra slíkar rangfærslur. Ég
er náttúrlega afskaplega undrandi
á þessu, svo ekki sé fastara að orði
kveðið," segir Heiðar. „Allt það
sem Þórarinn sagði um kristileg
meðferðarúrræði er rangt. Okkar
meðferð snýst alls ekki um trúboð.
Það kemur rækilega fram hjá okkur
að við meðhöndlum vímuefnavand-
ann ekki sem synd, þó svo að slíkt
hafi hugsanlega verið gert í Byrginu.
Það vita þeir sem vinna í meðferðar-
geiranum og ég vísa því þess-
ari gagnrýni alfarið á bug.“
Sjúkdómur ekki synd
Valdimar L. Friðriksson,
óháður þingmaður, telur
óeðlilegt að vímuefnameð-
ferð hér á landi sé í höndum
trúfélaga. „Fólk sem hefur
fyrrum forstöðumanni Byrgis-
ins vegna kynferðisbrota gegn
skjólstæðingum þess á meðan
þeir voru þar í meðferð. Byrg-
inu hefur verið lokað og leitað
hefur verið til Samhjálpar um
að taka við þeim skjólstæð-
ingum sem í Byrginu voru.
I
Undrandi á umræðunni
Heiðar Guðnason, forstöðu-
maður Samhjálpar, vísar
allri gagnrýni á bug og er
þeirra skoðunar að trú og
lækningar geti farið saman.
Hann er ósáttur við ummæli
Þórarins um Samhjálp sem
ofsatrúarfélag. „Ég þekki
ekki þessa ofsatrú sem verið
er að tala um og verð því að
vísa þessu til föðurhúsanna.
enga faglega þekkingu og
enga faglega menntun er
fengið til að annast veikt
fólk eða fólk með heilaskaða
eftir áfengis- og vímuefna-
vanda. Þetta er sjúkdómur
en ekki synd líkt og með-
ferðaráherslur trúfélaganna
byggja á,“ segir Valdimar.
Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstri grænna,
tók í sama streng. „Hvers
vegna eru þessir hlutir ekki
skoðaðir ofan í kjölinn og
settur tilsjónarmaður yfir
þessari starfsemi með eðli-
legum hætti? Þess í stað
setur félagsmálaráðherra
málefnið í hendur næsta trú-
félags án nokkurrar umhugs-
unar,“ segir Steingrímur.
*► Þettaersjúk-
| § dómur en ekki
f S,.- finW synd
HeiðarGuðnason,
.A A forstöðumaður
Samhjálpar
Þetta ersjúk-
dómur en ekki
synd
Valdimar L. Friöriksson,
þingmaöur
Faglega stefnu skortir
Þórarinn leggur á það áherslu
að farið verði vel yfir stefnu hins
opinbera í meðferðarmálum í ljósi
reynslunnar af málefnum Byrgis-
ins. „Samkvæmt nútímaþekkingu
og faglegu starfi er trúin ekki
notuð til lækninga. Ég vil fyrst og
fremst að menn dragi nú djúpt and-
ann og myndi í kjölfarið faglega
og heilladrjúga stefnu í meðferðar-
málum, án þess að meiða nokkurn
í leiðinni,“ segir Þórarinn.
Aðspurður segist Heiðar ósam-
mála gagnrýni á að fela trúfélögum
þá ábyrgð að sinna meðferð við
áfengis- og vímuefnavanda enda
sé æðri máttur mikilvægur til
að sjúklingar nái andlegri heilsu.
„Minn æðri máttur er ekkert verri
heldur en Þórarins eða nokkurs
annars. Samhjálp eru eldri sam-
tök en SÁÁ og því höfum við gríð-
arlega reynslu í þessum efnum.
Þar að auki byggjum við einnig á
sporum AA-samtakanna líkt og
gert er á Vogi,“ segir Heiðar.
Hvorki náðist í Magnús Stef-
ánsson félagsmálaráðherra né
Dagnýju Jónsdóttur, formann
félagsmálanefndar, við vinnslu
fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir.