blaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 13
blaðið
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 13
Múlakaffi:
Þorramatur
sívinsæll
„Þetta er stærsti dagur ársins,
enda koma hingað að jafnaði um
3000 manns á þorranum. Þannig
hefur það verið í 40 ár,“ segir Jón
Örn, yfirkokkur á Múlakaffi, á
bóndadag sem er fyrsti dagur
þorra.„Við bjóðum upp á allan
þorramat á hlaðborði í hádeg-
inu og á kvöldin auk þess sém
við erum með veisluþjónustu
þannig að það er meira en nóg
að gera. Til að anna eftirspurn-
inni erum við til dæmis búnir
að vera að vinna frá því í nótt.“
Það er því engin ástæða til að
ætla að vinsældir þorramatarins
fari dvínandi með árunum.
Skráðir utan trúfélaga:
Rúmlega
sjö þúsund
Þeir sem hafa skráð sig utan
trúfélaga eru rúmlega sjö þúsund
samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofu Islands og hefur þeim
íjölgað jafnt og þétt. Þeir sem
eru í óskráðum trúfélögum eða
þeir sem upplýsingar vantar um
eru nálægt sautján þúsundum.
„Meirihlutinn er útlendingar, og
af þeim eru langflestir Pólverjar,
sem hafa ekki með markvissum
hætti skráð sig í trúfélag. I þess-
um hópi eru aðeins eitt til tvö
hundruð Islendingar," segir Ólöf
Garðarsdóttir hjá Hagstofimni.
Fiskadauði:
Drápust úr
súrefnisskorti
Mbl.is Niðurstöður rannsókna
Hafrannsóknastofnunar á fiska-
dauða í Grundarfirði nýlega
benda til þess að súrefnisskorti
í sjónum sé líklega um að kenna.
Mikið magn síldar í firðinum
orsakaði lágt súrefnisinnihald
sjávar og olli sennilega því að
þorskurinn í kvínni drapst.
Hafrannsóknastofnun segir,
að þetta sé þekkt fyrirbrigði,
m.a. í norskum fjörðum þar
sem vetursetustöðvar norsk-
íslensku síldarinnar eru.
Svíþjóð:
Elgir valda
usla á vegum
Mbl.is Bílslysum sem rekja má til
elga hefur fjölgað um 20% í Sví-
þjóð á einu ári. og létust alls átta
einstaklingar í slíkum slysum í
fyrra. Ekki hefur fundist nein ein
skýring á fjölguninni milli áranna,
Á síðasta ári urðu 4.940 bílslys í
Svíþjóð sem rekja má til elga sem
er fjölgun um 848 slys milli ára.
Að sögn talsmanns sænsku
lögreglunnar stendur lög-
reglan ráðþrota því elgum
hefur ekki fjölgað í landinu.
Verkstjórum meinað að ganga í Verkstjórafélag Akraness:
Erfitt að höfða mál
„Það er eins og við séum komin
dálítið langt aftur í tímann þar sem
það er svo gamalt baráttumál hjá laun-
þegum að fá að vera í stéttarfélagi,“
segir Kristín Sigurðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Verkstjórasambands
Islands.
Eins og fram kom í Blaðinu síðast-
liðinn fimmtudag hafa yfirmenn á
Grundartanga meinað verkstjórum
að vera í Verkstjórafélagi Akraness.
Verkstjórasamband Islands hefur
gert athugasemdir við Norðurál
og Járnblendifélag íslands vegna
málsins. Engin svör hafa borist af
Grundartanga.
„Þetta er auðvitað dálítið snúið mál,
enda er erfitt fyrir stjórnendur að
standa í deilum við sína yfirmenn þar
sem slíkt veldur trúnaðarbresti. Menn
hika við að leggja starf sitt undir og
því biðja þeir okkur um að fara mjúku
leiðina í samningum, sem er eðlilegt,"
segir Kristín. Hún segir að Verkstjóra-
sambandið myndi óhikað höfða
mál á hendur fyrirtækjum í svona
málum ef það væri hægt án þess að
nöfn einstakra verkstjóra yrðu lögð
fram. „Það er þröskuldur sem við
höfum aldrei komist yfir. Með því að
fara í mál við yfirstjórnendur sína eru
menn að leggja starfið sitt undir og á
meðan menn eru ekki tilbúnir til þess
getum við lítið gert.“
Ragnar Hall lögmaður segir mál
þar sem vinnuveitendur banna sínum
undirmönnum að vera í stéttarfélagi
eldd vera algeng. „Það ríkir félaga-
frelsi í landinu og svona mál eru ekki
algeng hér á landi.“
Nú fáanlegur
í 2L umbúdum
Toppur T2™ er frískandi vatnsdrykkur með hreinum
ávaxtasafaog inniheldur aðeins þriðjung hitaeininga
sambærilegra drykkja.
apwductef
5X»&et£&6empaAY
"Toppur T2" is a tradamark of Tha Coca-Cola Company.
O 2006 Tha Coca-Cola Company. All rights rasarvad.
Alvöru ávöxtur - Alvöru bragð