blaðið - 20.01.2007, Side 20

blaðið - 20.01.2007, Side 20
20 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 blaöiö , ■ J- l 4 1 i I /U |í BVPC.INU \ \ \ ll \y . V \ cIM^R /EÐRULEYSI TIL A^^Æ-TrAMlc; VIÐ AáVMDIR 6EM Éc FÆ PKK! RRFVTT K3ARKTILAU RREYTA BoKHALDI ^EM ÉC, FÆl BREYTT 0<2j VI5KU TIL AÐ^REIKIA ^AR Á AÁ\LL\. rL MUMDUR )/ UL=r=- , "T n V \ —I—*—I 1 \ l l t ! , 1 l —1 r—’ l , 1 T - \ , 1 í 1 r — r Útsala - ðtsala Útsalan heíst þriöjudaginn 23. janúar 10-80% afsláttur af keramik, akríl-litum, glerjung og ýmsu fleiru. Hægt er að sjá sýnishorn af því sem er í boði á vefnum keramikgallery.is Keramikgallery, Dalbrekku 14, 200 Kópavogur, s: 544-5504 Opið virka daga frá 10.00-18.00 - Lokað laugardaga áföstudögum Auglýsingasíminn er 510 3744 HBB SKILJUM FLOKIN EFTIR í FJÖRUNNI! Sko, mín skoðun á mál- efnum Byrgisins og sér í lagi málum Guðmundar Jónssonar er sú að ... Nei, nei, nei!! Ekki meir, ekki meir - ekki orð, ekki orð! Tökum heldur upp léttara hjal - já, hvað sem er annað en Byrgið! Hvað sem er - já, jafnvel sjóslys eru sem ferskur vindur á vordegi miðað við þann fúla vind sem berst þessa dagana ofan úr uppsveitum Árnessýslu. Því á dögunum uppgötvaði ég að ég hafði loksins, loksins eignast skoðanabræður er snerti nokkuð sérkennilegt áhugamál sem ég hef átt mér lengi. Nefnilega það að skilja strand- aða skipsskrokka eftir í fjörunum við landið í stað þess að rífa þá eða draga burt við fyrsta tækifæri. Gullgrafaramórall á sandinum Það er auðvitað ekkert gaman- mál, strandið á Wilson Muuga. Það fórst maður við björgunar- störf, danski sjóliðinn af Triton. En sú hugmynd að skilja flakið af Wilson Muuga eftir í fjörunni við Sandgerði snýst heldur ekki um að reyna að gera strandið skemmtilegt - heldur eiginlega þvert á móti: Að minna á alvöru lífsins. Leyfa okkur að hafa hana fyrir augunum í stað þess að leggja sig allan fram um að láta hana hverfa. Ég fór fyrst að hugsa um þetta þegar Vikartindur strandaði við suðurströndina - nú í byrjun mars verða tíu ár síðan! Þar vann björg- unarsveit Landhelgisgæslunnar mikið afrek þegar áhöfninni var bjargað um borð í þyrlu en einn maður fórst af varðskipinu Ægi sem reyndi að koma Vikartindi til hjálpar. Eftir sat risastórt gámaflutningaskipið í fjörunni - þið munið að fólk flykktist á strandstað til að reyna að næla sér í einhver verðmæti af því sem rak á land úr skipinu. Gullgraf- aramórall á sandinum. Ef maður vildi líta jákvætt á hamaganginn sem átti sér stað. - en hún var nú þarna samt - og mér fannst strax að þarna ætti Vikartindur að fá að liggja og grotna niður - hverfa í sandinn á endanum. Sem minnismerki. Það kom víst aldrei til mála þá. Það hafði enginn orð á því - svo ég komst að þeirri niðurstöðu að það hlyti að vera eitthvað dóna- legt við þá löngun mina að fá að sjá skipið veltast þarna á strand- staðnum árum saman - og lét hana aldrei í ljósi. Allir virtust sammála um hversu mikilvægt væri að fjarlægja flakið svo það setti ekki blett á fjöruna. Eitt- hvert fyrirtæki í útlöndum keypti flakið, kom með stóra krana og vinnuvélar og tók það sundur á undra skömmum tíma. Og loks var eins og ekkert hefði gerst. Ryðrautt flak af togara En það var nú mergurinn máls- ins - þarna hafði eitthvað gerst. Þarna hafði risaskip lotið í lægra haldi fyrir náttúruöflunum. Af hverju mátti það ekki sjást? Ein endurminning frá unglingsár- unum sem ég gleymi seint er skýr mynd af því ég sigldi úr Aðalvík til Isafjarðar og allt í einu birtist í stórgrýttri fjörunni ryðrautt flak af togara sem hafði rekið upp í Grænuhlíð. Þetta var mjög eftirminnileg, sterk sjón. Og ég man líka ótrúlega vel ýmsar rann- sóknarferðir um borð í skipsflök hingað og þangað um landið - ég man lyktina, áferðina á ryðguðu járninu sem eitt hafði plægt sjó- inn, ég man svipi þeirra manna sem ég þóttist sjá og höfðu staðið þarna ölduna ... þetta er reynsla sem fylgir manni - sterk sýn - sterk upplifun. En nýjar kynslóðir Islendinga munu ekki upplifa - því nú liggur alltaf lífið á að hreinsa fjörurnar. Láta eins og ekkert hafi gerst. Nú hafa eigendur og/eða trygg- ingafélag Wilson Muuga sem sagt stungið upp á að flakið verði látið afskiptalaust í fjörunni. Það má „Er skipsflak - sem vissulega er á sinn hátt áminning um hálœgö dauöans - einhver sér- stök móðgun við trúar- brögð sem hafa grimmi- legt aftökutœki sem sitt helsta tákn?" vel vera að helst vaki fyrir þeim að spara sér kostnað við að fjar- lægja flakið. En mér finnst það samt mjög góð hugmynd. Skips- flak í fjöru er sorgleg sjón - en líka sterk - við megum alveg vita hvað sjórinn getur kostað. Það má vissulega halda því fram að slík flök geti verið hættuleg - en ég man nú ekki eftir slysum sem hafa orðið í skipsflökum. Og við getum heldur aldrei útrýmt öllu hættulegu - það er líka ástæðulaust. I augsýn við kirkjuna og kirkjugarðinn Einkennileg fannst mér þau mótrök sem einhver bæjarfor- kólfur í Sandgerði færði fram gegn þessari hugmynd í fréttum Sjónvarps nú í vikunni. Hann sagði sem svo að þetta væri ekki við hæfi vegna þess að strandstað- urinn væri í augsýn kirkjunnar og kirkjugarðsins. Og taldi sig ekki þurfa að útskýra það nánar. Ég fyrir mitt leyti skildi hvorki upp né niður. Er skipsflak - sem vissulega er á sinn hátt áminning um nálægð dauðans - einhver sér- stök móðgun við trúarbrögð sem hafa grimmilegt aftökutæki sem sitt helsta tákn? Eitthvað dónalegt við að sjá flakið velkjast í sandinum? Ég fór nú aldrei alveg niður að skipinu en sá það bara á myndum úr fjörunni og svo ofan af þjóð- veginum - þaðan sem það blasti við í allri sinni stærð. Og það var eitthvað ótrúlega áhrifamikið við að sjá þetta stóra skip þarna varnarlaust í fjörunni - þarna kviknuðu hugsanir um máttleysi mannsins andspænis náttúruöfl- unum, þrátt fyrir alla sína tækni ... eitthvað svoleiðis. Eitthvað gam- alkunnugt, eitthvað sem maður hálfpartinn fyrirvarð sig fyrir af því þessi hugsun var svo augljós WILSON MUUGA „Sú hugmynd að skilja flakiö eftir í fjörunni snýst ekki um að reyna að gera strandiö skemmtilegt - heldur eigin- lega þvert á móti: Að minna á alvöru lífsins. “

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.