blaðið - 20.01.2007, Síða 24

blaðið - 20.01.2007, Síða 24
LAUGARDAI blaðiö Hlyiwr sýnir t Berltn Myndlistarmaðurinn Hlynur Hallsson opnar í dag sýningu í Kuckei + Kuckei í Berlín. Hér er um að ræða Ijósmyndir ásamt textum á þremur tungumál- um sem eru samsettar úr reynslu og minningum Hlyns. UAR 2007 Antta Karenína Margir urðu frá að hverfa um síðustu helgi þegar MÍR sýndi kvikmyndina Önnu Karenínu með Gretu Garbo í titilhlutverki. Því verður myndin sýnd aftur í dag, laugardag, klukkan 15 í sal MÍR við Hverfisgötu. Nýr vefur Fram- tíöarlandsins Framtíðarlandið hefur opnað nýjan vef á léninu www.framt- idarlandid.is. Vefurinn verður uppfærður vikulega með greinum, viðtölum og pistlum sem tengjast málefnum félags- ins, auk frétta úr starfi þess. I fyrsta tölublaði vefsins er viðtal við Ágúst Einarsson, rektor Há- skólans á Bífröst, þar sem hann segir stóriðju vera atvinnugrein stjórnmálamannanna, og greinir frá auknu efnhagslegu vægi skapandi atvinnugreina. Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur ritar pistil og Pétur Óskarsson, forsvarsmaður Sólar í Straumi, segir frá framtíðarlandinu sínu, þar sem arðsemi og umhverf- isvernd eru ekki andstæður. Framtíðarlandið er skipað einstaklingum af ólíkum sviðum þjóðlífsins sem telja að þörf sé fyrir afl sem upplýsir, gagnrýnir og leggur til hugmyndir að nýrri framtíðarsýn og að nauðsyn beri til að efla lýðræði og lýðræðis- lega umræðu á Islandi. Hinn hlutlausi helgidómur Dr. Gunnar Kristjánsson, prestur á Reynivöllum og prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi, flytur erindi í Listaháskóla íslands, Skipholti, þriðjudaginn 23. janúar kl. 12.00 í stofu 112. Erindið ber yfirskriftina Hinn hlut- lausi helgidómur. Gunnar er kunnur fyrir áhuga sinn á tengslum myndlistar og trúar og þekkingu á kirkjubygg- ingum landsins. í fyrirlestrinum fjallar Gunnar um helgidóminn sem frátekið rými í áhættusamfé- lagi samtímans. Sér í lagi verður athyglinni beint að helgidómum í fjölmenningarsamfélaginu þar sem táknmyndir einstakra trúar- bragða eru ekki taldar æskilegar. Hvert verður hlutverk listarinnar í hinum nýju helgidómum? Margverðlaunað verk með beittan undirtón ögusviðið er Irland ár- ið 1993 en verkið gæti gerst hvar og hvenær sem er. Það fjallar um þráhyggju og ofbeldi og hvað við eigum oft auðvelt með að telja okkur trú um að það sem við erum að gera sé ekki vitleysa heldur það eina rétta,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, um leikverkið Svartur köttur eftir Martin McDonagh sem frumsýnt verður nyrðra í kvöld í hans leikstjórn. Verkið var frum- sýnt í Bretlandi fyrir fimm árum og hefur síðan hlotið lofsamleg um- mæli gagnrýnenda helstu fjölmiðla í Evrópu. McDonagh er íslenskum leikhúsgestum að góðu kunnur en hér á landi hafa verið sett upp þrjú verka hans; Fegurðardrottningin frá Línakri, Halti Billi og Kodda- maðurinn. „Svartur köttur er ekki ósvipað hans fyrri verkum en húm- orinn er kannski aðeins meira í for- grunni hér en áður. Verkinu var af- ar vel tekið þegar það var frumsýnt i Bretlandi og var meðal annars val- ið gamanleikrit ársins þar í landi. Þó þótti sumum verkið of ögrandi og kannski ekki við öðru að búast en að svona verk höfði ekki jafn sterkt til allra. Þarna er flugbeitt ádeila undir niðri þótt verkið sé mjög aðgengilegt og sagan skýr á yfirborðinu. Það er þessi þungi und- irtónn sem ögraði mörgum í Bret- landi og það er ekki ósennilegt að það sama muni gerast hér á landi, enda er þetta kröftugt innlegg í um- ræðu samtímans,“ segir Magnús Geir. Stútfullt af tilvísunum Þrátt fyrir þungan undirtón segir Magnús að verkið sé óhemju fyndið og fullyrðir að sá sem leggur leið sína í leikhús til að létta lund í skammdeginu verði ekki svikinn. „ Að mörgu leyti er verkið eins og góð- ur vestri. Þarna er maður sem fer burt úr heimabæ sínum og óvinir sem ætla að lokka hann til baka til þess að sitja fyrir honum og drepa hann. Verkið er fullt af skemmtileg- um tilvísunum í leikhús- og kvik- myndasöguna. Persónurnar eru brjóstumkennanlegar og fallegar en gera heilan helling af vitlausum hlutum. Það má segja að þær séu svolítið tsjekovískar í ákveðnu til- liti. Maður situr í salnum og langar til að skerast í leikinn, hafa vit fyrir persónunum og láta þær hætta að gera alla þessa vitleysu.“ Patrekur, aðalpersóna verksins, er fullur af hefndarþorsta eftir að besti vinur hans í öllum heimin- um, svartur köttur, finnst dauður. Honum finnst það réttlæta morð á fjölda annarra katta og manna og sinnir lítt um annað en eigin sorg. „Það er hægt að heimfæra þetta á flestar styrjaldir og vítahringi sem mannkynið hefur gengið í gegnum. 1 verkinu eru persónurnar stans- laust að réttlæta fyrir sjálfum sér að halda ofbeldinu áfram og maður sér að þær telja sér trú um að það sem stendur manni ekki næst sé minna mikilvægt en það sem stend- ur manni nærri.“ Leikhús af bestu gerð Aðspurður um þá feikilega góðu dóma sem verkið hefur fengið segir Magnús að þeir skýrist af mörgum þáttum. „Það er engum blöðum um það að fletta að þetta er gríð- arlega vel skrifað leikrit og nánast fullkomið í uppbyggingu. Eg tel að þetta hafi mjög góðan snertiflöt við áhorfendur sem koma í leikhús og vilja láta skemmta sér en svo vonandi hafa þeir verið snertir og hafa um margt að hugsa þegar þeir ganga út úr leikhúsinu. Þannig á gott leikhús að vera. Sjálfur hef ég verið aðdáandi McDonagh í mörg ár. Hann kann að skrifa góða sögu og hnýtir alla hnúta mjög rækilega í þessu verki sem sínum fyrri.“ Magnús segir leikhópinn hafa lagt upp með það að vera trúr verk- inu í uppfærslunni og draga fram manneskjulegu hliðarnar á persón- unum. „Þarna eru margir sem við fyrstu sýn virka óttalegir hrottar en allir eiga þeir sína dramatík og sorgin í verkinu er hvað allir eru vitlausir að gera alla þessa röngu hluti. Við nálguðumst það þannig og reyndum að forðast ódýrar leiðir að gríninu. Grínið liggur í verkinu, aðstæðunum, textanum og kemur að miklu leyti af sjálfu sér ef allt hitt er gert af einlægni." Tónlistin skipar stóran sess í upp- færslunni en hljómsveitin SKE sem- ur, útsetur og flytur tónlistina. Fil- ippía Elísdóttir hannar leikmynd og búninga og Þórður Orri Péturs- son lýsingu. Leikarar eru: Guðjón Davíð Karlsson, Þráinn Karlsson, fvar Örn Sverrisson, Gísli Pétur Hinriksson, Ólafur Steinn Ingunn- arson, Páll S. Pálsson og Þóra Kar- ítas Árnadóttir. Þýðinguna gerði Hávar Sigurjónsson. Magnús Geir leikstýrir verkinu. hilma@bladid.net Magnús Geir Þórðarson „Það er engum blöðum um það að fletta að þetta er gríðarlega vel skrifað leikrit og nánast fullkomiö í uppbyggingu ■ rtSÍ m blaði alla daga Auglýsingasíminn er 510 3744 Myrkir músíkdagar Senn fer að líða að því að tónlistar- hátíðin Myrkir músíkdagar hefjist. Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdag- ar var fyrst haldin í Reykjavík árið 1980 og fagnar því 27 ára afmæli sínu á árinu 2007. Hátíðin er tileink- uð nýrri íslenskri tónlist og eru tug- ir íslenskra tónverka frumfluttir þar hverju sinni. Sinfóníuhljómsveit íslands leggur að venju sín lóð á vogarskálar hátíðarinnar. Á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar fslands á Myrkum músíkdögum hefur í gegnum tíðina skapast mikilvægur vettvangur fyrir nýja íslenska hljóm- sveitartónlist. í ár eru það fjórir höf- undar sem kynna verk sín á tónleik- unum með Sinfóníuhljómsveitinni þann 25. janúar næstkomandi, þau Karólína Eiríksdóttir, Örlygur Bene- diktsson, Herbert H. Ágústsson og Erik Mogensen. Hljómsveitarstjóri er Roland Kluttig. Þetta er spenn- andi tækifæri fyrir áhugafólk um íslenska samtímatónlist enda gefst sjaldan tækifæri til að heyra glæ- nýja tónlist leikna af helstu tónlist- armönnum þjóðarinnar.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.