blaðið - 20.01.2007, Side 25

blaðið - 20.01.2007, Side 25
blaðið LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 25 Landnámssefrið z Borgarnesi Gísli Einars í gervi Mýramanns Það er skammt stórra högga á milli hjá Landnámssetri í Borgar- nesi en á laugardaginn eftir viku, 27. janúar, verður enn eitt splunku- nýtt verk frumsýnt á Söguloftinu en ekki er mánuður liðinn frá frum- sýningu sagnasöngleiksins Svona eru menn þar sem Einar Kárason og KK fara á kostum. Næstur á svið er fréttamaðurinn, lífsspek- úlantinn og grínarinn Gísli Einars- son sem nær daglega gleður hjarta landsmanna með einlægum frétta- flutningi úr sveitum landsins. 1 verkinu rekur Gísli þróunarsögu Mýramannsins allt frá steinöld að Mýraeldunum 2006. Þetta ger- ir hann í eigin persónu með hjálp hreyfimynda. Meðal gestaleikara á hvíta tjaldinu eru Ilmur Kristjáns- dóttir leikkona, Hallgrímur Olafs- son og formenn stjórnmálaflokk- anna ásamt fjölda annarra. Gísla Einarsson þarf vart að kynna fyrir landsmönnum. Hann hefur heillað áhorfendur Sjónvarpsins með sinni einstöku og einlægu framkomu. Ekki ólíkt kollega sínum, Ómari Ragnarssyni, hefur Gísli þefað uppi athyglisverða Islendinga á ferðum sínum út og suður um landið. Nú beinir hann kastljósinu í sinn eigin rann og gerir upp við Mýramann- inn í sjálfum sér. Nánari upplýsing- ar má finna á www.landnamssetur. is óo<y>'v'<V Rær á ný mið Gísli leitar uppi Mýramanninn i sjálfum sér í Land■ námssetrinu um næstu helgi Hnífar Jóns I gær var opnuð sýningin Hnífar á völdum verkum eftir Jón Gunnar Árnason í Galleríi Terpentínu. Jón Gunnar er höfundur verksins Sólfarið víð Skúlagötu. Hann var vélvirki og málmsmiður sem gekk myndlist- inni á hönd, mikill áhugamaður um vísindaskáldskap og trúði því að vélar myndu í framtíð- inni hafa vit fyrir mönnunum. Verk hans bera sterkan keim af þeirri lífsskoðun hans. Jón Gunnar var einnig hönnuður og skildi eftir sig mikla arfleifð af nytjahlutum svo sem stólum og borðum sem einnig getur að líta á sýningunni. DIMMA með tónleika Þungarokkssveitin Dimma verður með miðnætur-rokk- messu á Amsterdam á laug- ardaginn 20. janúar þar sem boðað verðurfagnaðarerindið um eilíft rokk og ról. Dimma hefur vakið mikla athygli und- anfarið með kröftugri útgáfu sinni á Sykurmolalaginu Mama sem farið hefur hátt á flestum vinsældalistum útvarpsstöðv- anna undanfarið, þó að Björk Guðmundsdóttir hafi ekki lagt blessun sína yfir þungarokksút- gáfu Dimmu. Rokkmessan á Amsterdam verður að öllum líkindum sú eina sem Dimma stendur fyrir í vetur þar sem sveitin er nú á fullu að vinna að nýrri plötu til að fylgja eftir frumburði sínum sem bar einfaldlega heitið Dimma og er nú uppseld í versl- unum. Dimma mun frumflytja nýtt efni af væntalegri plötu sinni við þetta tækifæri. Eins og áður sagði hefjast herlegheitin á miðnætti en ásamt DIMMU kemur fram rokksveitin Hells- hare. Aðgangur er ókeypis fyrir alla sem mæta fyrir kl. 00:30. Bíldshöfða 18 »110 Reykjavík Pöntunarsími 567 2770 • Fax 567 2760 matbordid@isl.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.