blaðið - 20.01.2007, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007
blaðið
að er rúmlega hálft
ár síðan Þórólfur
Árnason var ráðinn
sem forstjóri Skýrr
sem er eitt stærsta
fyrirtæki landsins
á sviði upplýsinga-
tækni. „Þetta er
skemmtilegt starf, svipað því sem
ég hef unnið megnið af starfsævi
minni þar sem ég hef stýrt fólki sem
er að vinna við skapandi störf, hug-
búnað og hugverksegir Þórólfur.
Þú hefur aldrei lcert stjórnun en
ert að stjórna fólki. Hver er gald-
urinn á bak við það að vera góður
stjórnandi?
„Ég tek þetta á mannlegu nót-
unum. Ég hef alltaf sagt: Sá sem
hefur ekki áhuga á fólki á ekki
að koma nálægt stjórnun. Sá sem
heldur að það sé fínt að stjórna fólki
á að gera eitthvað allt annað. Sá sem
hefur gaman af samskiptum við
fólk á hins vegar að gefa sig fram til
stjórnunarstarfa.
Ég hef verið að hvetja konur til
að stíga fram og axla ábyrgð. Ég
hef hvatt konur í atvinnurekstri
til að horfa einnig á stöðuhækk-
anir neðar í fyrirtækjunum, sem
hópstjórar, deildarstjórar og fram-
kvæmdastjórar fremur en að ein-
blína stöðugt á hver situr í vald-
stjórninni. Það valdatafl hentar
ekki öllum. Karlmenn segja oft:
,Ég vil“ fremur en að segja: „Ég
get“. Konur geta alveg til jafns við
karla en stíga síður fram. Oft búa
þær líka við það að vera í tvöföldu
hlutverki, halda utan um heimilið
meðan karlmenn eiga auðveldara
með að vera stikkfrí.
Tal um „ofurleiðtoga" hugnast
mér ekki. Frekar að hlutirnir gangi
ef verkstjóri tekur að sér umsjón í
smærri hópi og hvetur fólk með sér.
Þetta þekkjum við öll úr alls kyns
vinahópum sem við erum í, hvort
sem það eru gönguhópar, íþrótta-
hópar eða saumaklúbbar. Þar er
alltaf einhver sem ákveður dag-
setningu og tíma og sér um að fólk
mæti. Það þarf aldrei harðstjóra
til að þessi verkefni gangi upp. Ein-
hver í hópnum tekur þau að sér og
það þarf ekki alltaf að vera hæfasti
einstaklingurinn eða sá gáfaðasti
heldur einhver sem hefur kraft til
að sjá um málin gangi upp. Sá eða
sú sér að hagsmunum hópsins er
best borgið með því að láta hlutina
ganga vel. Það er þessi samskipta-
stjórnunarstíll sem ég hef reynt
að aðhyllast og vil sýna í Skýrr.
Hæfileikafólk er nefnilega svo víða
að finna. Hér í Skýrr er t.d. afreks-
fólk í íþróttum og listum. Einn
starfsmaður er til dæmis með lag í
Söngvakeppni sjónvarpsstöðva."
Áþessi stjórnunarstíll alltafvið?
„Ég hef ekki tekið eftir öðru í
mínum störfum. Ég vinn reyndar
í þekkingariðnaði og þar þarf fólk
sjaldnast að hafa áhyggjur af harð-
stjórn eða leiðinlegum rútínuverk-
efnum. Auðvitað þarf aga og ögun
en oftar en ekki býr aginn innra
með fólkinu sjálfu því það vill ljúka
verkefnum sínum.“
Vanmetin verðmæti
Ég hef heyrt að þú kunnir nöfn
allflestra starfsmanna í þessu stóra
fyrirtceki. Hvernig ferðu að því að
munaþau?
„Ég legg mig fram við að kynnast
fólki. Það skiptir miklu máli að
maður viti eitthvað um fólk því þá
fær maður meiri áhuga á störfum
þess og ekki síður því sem það er
að gera í sínu einkalífi. Sjálfur hef
ég aldrei skilið að einkalíf mitt og
vinnu og ég reikna með að það sé
svipað hjá öðrum stjórnendum.
Vinnan er áhugamál mitt og ég
hef verið svo heppinn að vinna að
störfum sem ég hafði áhuga á eða
fékk fljótt áhuga á. Skýrr er nefni-