blaðið - 20.01.2007, Page 28
32 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007
blaöið
Er nógu mikill áhugi eða viður-
kenningá þekkingariðnaði í íslensku
þjóðfélagi hjá stjórnmálamönnum?
„í stjórnmála- og þjóðfélagsum-
ræðunni finnst mér mjög van-
metin þau verðmæti sem búa í
fólkinu sjálfu. I leiðara dagblaðs á
dögunum var sagt að hér væru þrjár
höfuðstoðir þjóðfélagsins: sjávar-
útvegur, orka og fjármagn. Ekki
var minnst á fólkið, menninguna
og hugvitið. í heiminum í dag er
ísland líklega þekktast fyrir Björk,
Sigur Rós, Eið Smára og af bókum
Arnaldar Indriðasonar í Þýska-
landi. Nokkur öflugustu fyrirtæki
landsins i dag, fyrir utan bankana,
eru fyrirtæki sem menn trúðu ekki
á fyrir nokkrum árum, til dæmis
Marel, Össur, íslensk erfðagreining
og Latibær. Fyrirtæki þar sem efnis-
leg verðmæti voru engin þegar lagt
var af stað. Engin fjárfesting í stein-
steypu eða virkjunum heldur í hug-
viti fólksins. Verðmæti hugans eru
orðin útflutningsvara. Mér finnst
það lýsa virðingarleysi þegar stjórn-
málamenn tala ekki við þjóð sína
um þau verðmæti sem búa í fólkinu
sjálfu, í þjóðinni, í tungumálinu og
menningunni.
Banki er ekki peningakassi.
Banki snýst um fólk og þekkingu.
Orka hefur alltaf verið á íslandi. Af
hverju er hún orðin verðmæt núna?
Það er vegna þess að það er mikil
þekking á bak við nýtingu hennar.
Við erum svo lánsöm að búa við
endurnýtanlega orku en þá verðum
við líka að gæta þess að steypa ekki
öllu á kaf í skyndigróða því þessi
orka fer ekki frá okkur.
Ef það þarf að vinna eitthvert
verk erum við svo gjörn á að hugsa:
,Já, nú þarf að byggjá'. Aldrei
virðist skorta pening í efnislegar
framkvæmdir. Setja má spurning-
armerki við framkvæmdir eins
og göng á fáförnum slóðum á
sama tíma og við verðum ítrekað
sambandslaus við umheiminn ef
einn sæstrengur verður óvirkur
og annar bilar. Þegar slíkt gerist
er ekki hægt að halda uppi alþjóð-
legri bankaþjónustu, Marel getur
ekki tengt sig inn á frystihús út um
allan heim, Latibær getur ekki sent
út sjónvarpsefni og íslensk útrás
stöðvast."
Skortur á framtíðarsýn
Finnst þér stjórnmálamenn
landsins vera á villigötum í
þjóðfélagsumrœðu nni?
„Af ágætri reynslu sem ég átti
við þá þegar ég starfaði í opinberri
þágu í tvö ár hjá Reykjavíkurborg
á finnst mér þeir vel meinandi.
g dáist að þeim fyrir að gefa sig
í erfið stjórnmálastörf. Mér finnst
þeir hins vegar oftar en ekki hugsa
til skamms tíma fremur en til langs
tíma. Þeir hugsa stundum frekar
um að fylgja skoðanakönnunum en
að leiða skoðanamyndun. Stundum
finnst mér að það vanti fólk með
framtíðarsýn í stjórnmálin. Ég hef
afskaplega gaman af að fylgjast
með fólki sem hefur sýn. Ég las til
dæmis Draumaland Andra Snæs
Magnasonar af áhuga. Ég var ekki
sammála öllu sem þar stóð en mér
finnst afskaplega gaman þegar
menn líta upp úr daglega stritinu
og velta því fyrir sér hvað verður
eftir fimm ár eða tíu ár. Viljum við
vera þekkt fyrir menningu okkar,
listir og mannlíf eða viljum við
einfalda allt og verða „álþjóðin"?
Það er hollt fyrir okkur að horfa til
framtíðar og það hvílir sú skylda
á þeim stjórnmálamönnum sem
hafa tekið að sér að vinna fyrir
okkur að hafa sýn og standa og
falla með henni. Þeir eiga ekki að
vera í stjórnmálastarfi til að rýna
í niðurstöðu nýjustu skoðanakönn-
unarinnar og fylgja henni svo þeir
eigi fyrir brauði á morgun."
Ekki á framboðslista
Þú varst í pólitísku starfi sem
borgarstjóri í Reykjavík. Var það
ekki stundum þreytandi og leiðinleg
vinna?
„Nei, ég hafði mjög gaman af
því starfi. Sumir sem gegnt hafa
því embætti hafa sagt að það sé
skemmtilegasta starf sem hægt sé
að sinna. Eg held að það sé margt
til í því. Þegar ég hóf störf sem borg-
arstjóri þekkti ég best rekstrarhlið
starfsins, kunni að láta hluti ganga
samkvæmt áætlun og átti ekki í
neinum erfiðleikum með að um-
„Viljum við vera þekkt
fyrir menningu okkar,
listir og mannlíf eða
viljum við einfalda allt
og verða „álþjóðin"?
Það er holltfyrir okkur
að horfa til framtíðar
og það hvílir sú skylda
á þeim stjórnmála-
mönnum sem hafa
tekið að sér að vinna
fyrir okkur að hafa sýn
og standa ogfalla með
henni."
gangast fólk. Ég þekkti minna til
samspils hins tvískipta valds, ann-
ars vegar embættismana og hins
vegar stjórnmálamanna. Eg var
ekki stjórnmálamaður og þegar
ég var ráðinn missti ég út úr mér
setninguna: „Ég verð aldrei emb-
ættismaður". Með þvi móðgaði ég
sennilega alla borgarstarfsmenn
og hafði nóg að gera í tvö ár við
að vinna mig út úr því. En ég
fann snemma minn stíl og ég lít
svo á að ég hafi staðið mig vel í
starfi. Þegar leið á var ég þó búinn
að ákveða með sjálfum mér að ég
myndi ekki bjóða mig fram á fram-
boðslista fyrir stjórnmálaflokk í
borgarstjórnarkosningum."
Afhverju ekki?
„Eg taldi að það ætti betur við mig
að vinna í sátt við ólíka flokka og
strauma. Ég hef aldrei verið flokks-
bundinn og sé mig ekki fyrir mér
sem flokksbundinn stjórnmála-
mann. Það eru margir betri í slíku
en ég. Það getur vel verið að ég
hefði verið tilbúinn að starfa undir
einhverjum svipuðum formerkjum
og þeim sem voru í upphafi þar
sem ég var ópólitískt ráðinn borgar-
stjóri. Ef sú staða hefði verið uppi
í aðdraganda kosninga þá hefði ég
kannski gefið kost á mér. En það
kom ekki til þess að ég þyrfti að
taka slíka ákvörðun."
Þú sagðir af þér embætti borgar-
stjóra vegna ólgu í kjölfar olíumáls-
ins svonefnda. Mörgum fannst að
það vœri ekki alveg sanngjarnt.
Hvernig horfir málið viðþér núna?
„Ég er mjög sáttur við það hvernig
líf mitt hefur þróast frá þessum
atburðum. Ég erfi það liðna ekki
við nokkurn mann. Ég starfaði í
rúm fjögur ár hjá Olíufélaginu og
ég held að allir viti að ég bar ekki
ábyrgð á rekstri olíufélaga á íslandi
á síðustu öld."
Fannst þér þú ekki geta gert neitt
annað en segja afþér?
„Ég átti ýmsa valkosti en þetta var
ákvörðun mín og minna nánustu
og ég varð strax sáttur við hana."
Hver er skoðun þín á olíumálinu
eins og staðan er í dag?
„Ég ætla ekki að tjá mig um það,
það eru nógu margir til þess."
Að sækja sér viðmót
Þeir starfsmenn þínir sem ég
þekki segja þig hafa mjög jákvœtt
hugarfar. Hefur það alltaf verið þér
eðlislægt?
„Ég er glaðsinna maður og á auð-
velt með að hlæja. Get þó verið
fljótur upp en er snöggur niður
aftur. Er ekki langrækinn. Ég hef
átt mína dökku daga eins og allir.
Sá maður er mjög kjarkaður sem
heldur þvi fram að hann hafi aldrei
átt sinn „föstudaginn 13“. Ég er
samt örugglega heppnari en margir
í því sambandi.
Ég hef trú á því að maður geti
breytt umhverfi sínu á jákvæðan
hátt. Það er alþekkt niðurstaða
í viðmótskönnunum varðandi
hulduheimsóknir á vinnustaði að
sá sem kemur inn með jákvæðu
viðmóti fær betri þjónustu. Sá sem
kemur inn með neikvætt viðmót og
kvartar eða er með innibyrgða reiði
hann fær líka neikvæðari svörun.
Ég held að maður sæki sér stundum
það viðmót sem maður hefur beðið
um sjálfur og á skilið.
Það skiptir líka miklu máli að
hafa hlutverk í lífinu. Hugarfar
fólks verður svo miklu jákvæðara ef
það hefur hlutverk. Það er þekkt að
hægt er að hafa áhrif á líkamlega
vellíðan með hugarfarinu. Jákvætt
hugarfar er því eins og lyfjagjöf.
Þegar ég var borgarstjóri leitaði til
min fólk sem hafði starfað undir
merkjum Hugarafls. Þetta var
hópur sem fylgdi þeirri hugmynda-
fræði að fólk sem glímdi við andleg
veikindi gæti sjálft haft nokkur
áhrif á bata sinn. Þetta fólk var
ekki að biðja mig um neitt heldur
var að segja mér frá starfi sínu.
í framhaldi af því kallaði ég
saman hóp fólks sem vinnur að
því að koma af stað starfsendurhæf-
ingu fyrir einstaklinga sem glíma
við andlega erfiðleika. Það setur á
að heita Hlutverkasetur. Atvinnu-
lífið vantar vinnandi hendur og
það er nóg af vinnufúsu fólki sem
þarf að fá hvatningu og hlutverk til
að komast út í atvinnulífið aftur."
kolbrun@bladid.net
,Ég erfi það liðtia ekki við
nokkurn mann. Ég starfaði í
rúmfjögtir ár hjá Olíufélaginu
og ég held að allir viti að ég
har ekki ábyrgð á rekstri olíufé
laga á Islandi á síðustu öld."