blaðið - 20.01.2007, Síða 34
30
LAUGARDAGUR 20 AR 2007
tiska
Stórar og litlar
Það gildir engin meðalmennska þegar kemur að töskuvali þetta tískutímabilið
og annaðhvort skulu töskur vera pínupons eða risastórar. Nú þegar nauðsynjar
eins og símar verða sífellt minni og minni eru handtöskurnar líka í míníatúr. Það
þykir heldur ekkert áhugavert að spranga um með tösku sem rúmar hálfa bú-
slóð og að hægt sé að skríða ofan í hana þegar þreytan tekur völdin.
blaðið
5. áratugurinn
Áhrifa 5. áratugarins gætir í vortískunni og pinup-stúlkulúk-
kið er við völd. Lágskornar bikinibuxur með háu mitti og
svífandi kjólar, fellingar í efni, stórar ermar og aðsniðin pils
sem undirstrika mjaðmirnar eru nú við völd og kvenleikinn
fær að njóta sín með vorinu sem enn virðist viðs fjarri.
tiska@bladid.net
Hönnunarfyrirtækið Elm
Föt hönnuð af
konum fyrir konur
Verslunin Elm er staðsett
á Laugaveginum og fötin
í versluninni þykja bæði
falleg og vönduð en þau
eru hönnuð af þremur íslenskum
vinkonum. Það sem fáir vita er að
verslunin er einungis toppurinn
á Elm-veldinu og fatnaður undir
merkjum Elm er seldur í yfir 130
verslunum um heim allan. Fyrir-
tækið hefur stækkað mjög hratt
og til að mynda hefur framleiðsl-
an aukist um 50 -60% árlega á und-
anförnum árum.
Erna Steina, Lísbet og Matthildur
stofnuðu Elm fyrir tæpum átta
árum Fatnaður þeirra ernú seldurút
um allan heim íyfir 130 verslunum.
Stórhuga í upphafi
Vinkonurnar á bak við Elm-hönn-
unarfyrirtækið eru þær Erna Steina
Guðmundsdóttir, Lísbet Sveinsdótt-
ir og Matthildur Halldórsdóttir og
það eru fyrstu stafirnir í nöfnum
þeirra sem mynda nafnið á fyrirtæk-
inu.
„Við vorum stórhuga í upphafi og
hugmyndir okkar hafa gengið eftir
þannig að ég er kannski ekkert mjög
hissa hversu vel hefur gengið,“ segir
Erna Steina þegar hún er spurð út í
velgengni fyrirtækisins.
Fyrirtækið var stofnað árið 1999
eftir að hugmyndin kviknaði á eft-
irmiðdagsspjalli þeirra vinkvenna
einn laugardag í Reykjavík.
„Við fengum þá hugmynd að
hanna föt úr alpacaull og láta
trarútsaCal
Úlpur
á 4.500/voru á 8.900
Peysur/Toppar/Bolir
á 30-70% afslætti
Ódýra sláin
1.200/ 2000/ 3000
Bútasaumsefni
í úrvali á 600 kr/m
‘Diza
Laugavegi 44 . S: 561-4000 • www.diza.is
framleiða fötin í Perú. Matthildur
hafði búið lengi í Perú og þar kom
tengingin við efniviðinn og fram-
leiðsluna. Við opnuðum verslunina
á Laugaveginum mjög fljótlega en
það var alltaf hugmyndin að fara
í útrás. í fyrstu einblíndum við á
Bandaríkjamarkað, fengum okkur
umboðsmann og héldum tískusýn-
ingu í New York. Það má því segja
að við höfum kastað okkur beint út
í djúpu laugina,“ segir Erna Steina
og bætir við að þær hlæi stundum
að því í dag hversu fljótt hlutirnir
gengu fyrir sig í upphafi. Fyrirtæk-
ið hefur sannarlega vaxið hratt og
nú selja þær föt í 130 verslanir um
heim allan og nýjustu flaggskipin
þar sem Elm-merkið kemur við
sögu eru Harvey Nichols, Selfridges
og Libertys vöruhúsin i London og
Takashimaya vöruhúsið í New York
Tímalaus föt og Qórar
fatalínur á ári
Fyrstu fjögur árin segir Erna að
þær hafi einbeitt sér að því að vera
prjónafyrirtæki en síðan þegar fyrir-
tækið fór að stækka og eftirspurnin
varð meiri hafi þær ákveðið að færa
út kvíarnar. I dag senda þær frá sér
fullkomnar tískulínur þar sem þær
blanda saman prjóni og saumuðum
fötum auk þess sem þær framleiða
töskur og belti úr leðri.
Allar prótótýpur og hönnun fer
fram á Islandi en framleiðslan fer
fram í Perú.
Fötin frá Elm eru tímalaus og
bera með sér einkennandi og fágað-
an stíl. „Við hönnum fötin í samein-
ingu og það er okkar styrkur hversu
ólíkan bakgrunn við höfum, ég er
textílhönnuður og Lísbet myndlist-
arkona og Matthildur býr í Perú og
þekkir framleiðsluferlið mjög vel.
Við fylgjumst að sjálfsögðu með því
sem er að gerast í heimi tískunnar
hverju sinni en bindum okkur ekki
við ströngustu tískukröfur og vilj-
um skapa okkar eigin stíl. Við leggj-
um mikið upp úr gæðaefnum og ein-
kunnarorð okkar eru föt hönnuð af
konum fyrir konur.”
I TSALAX I FULLIJM (ÍAMÍI
ALLT Al> 60% AFSLÁTTUR
BIRNA
Skólavörðustígur 2.
Sími: 445-2020
www.birna.net
r tm r m n
i i i MK m Ar B 1 J im, Æ
Á hverju ári senda þær frá sér fjór-
ar fatalínur sem þykir mjög mikið
innan tískuheimsins. „Það hafa ein-
faldlega komið þær kröfur frá mark-
aðinum að gera fleiri línur,“ segir
Erna um ástæðu þessa.
Línurnar eru haust- og vetrarlína,
sérstök holiday-lína sem kemur í
verslanir rétt fyrir jól, vor-
lína og síðasta línan er síð-
sumarslína.
„Hönnunarferlið er farið
að ná saman þannig að um
leið og ein lína er búin förum
við að vinna að næstu. Nú er-
um við að leggja lokahönd á
vetrarlínuna 2007/2008 og í
lok mánaðarins förum við
til Kaupmannahafnar, New
York, Los Angeles og París að kynna
hana,“ segir Erna og játar því að
það sé mjög mikil vinna sem fylgi
þessu öllu saman en hún sé að sama
skapi mjög skemmtileg og sérstak-
lega gaman að sjá þegar allt kemur
saman að lokum og fötin fái góðar
viðtökur.
I
Föt úr vor- og sumarlínu
Elm 2007 Elm hefuralltaf
lagt áherslu á að leggja
áherslu á fallegt markaðs-
efni og Ari Magg hefur tekið
tiskumyndirnar fyrir þær frá
upphafi. Elísabet Davíðs-
dóttir fyrirsæta er orðin að
andliti fyrirtækisins en hún
hefur setið fyrir á tískumynd-
um fyrir sfðustu 3 línur.