blaðið - 20.01.2007, Síða 35
blaöió
Krem sem viðhalda
æskuljómanum
Með aldrinum verður húðin þurr-
ari, ójafnari og slakari auk þess sem
litabreytingar koma fram og línur
myndast. Viðhaldsgeta líkamans og
frumuendurnýjun verður hægari
og hormónaframleiðsla minnkar og
kemur það fram í áferð húðarinnar.
Auk líffræðilegra þátta eru ýmsir ut-
anaðkomandi þættir sem stuðla að
ótímabærri öldrun húðarinnar, svo
sem mengun, veðurfar, vinnuálag
og streita svo eitthvað sé nefnt.
Það eru ýmis krem á boðstólum
sem konur geta notað í baráttunni
við hrukkur en að sjálfsögðu er
heilsusamlegt líferni ofarlega á list-
anum yfir vopn sem virka í þessari
eilífu baráttu.
Þegar kemur að húðvörum er mik-
ilvægt að velja vöru sem hentar húð-
gerðinni og það er líka gott að hafa
veðurfarið sem hér ríkir í huga þeg-
ar kemur að vali á kremum.
Það er líka mikilvægt að hreinsa
húðina bæði kvölds og morgna
og flýta þannig fyrir endurnýjun
frumna og losun dauðra húðfrumna.
Hrein og fersk húð er mun móttæki-
legri og nýtir sér betur öll þau krem
sem sett eru á húðina.
Capture Total frá Dior er krem
sem hentar öllum konum frá 35
ára aldri. Kremið inniheldur efni
sem unnin eru úr alpha longosa-
jurtinni sem vex á Madagaskar
og er einstaklega nærandi og
endurnýjandi. Kremið inniheldur
örsmá mólekúl sem gera það að
verkum að það er einstaklega
fíngert og nánast flauelskennt við-
komu og gengur því vel inn í húð-
ina. Kremið er fyrsta kremið frá
DIOR sem leiðréttir öll einkenni
öldrunar húðarinnar á sýnilegan
hátt. Það minnkar línur og stinnir
húðina, skýrir húðlit og gefur í
senn næringu og mýkt þannig
að útgeislun og Ijómi húðarinnar
eykst til muna. Línan saman-
stendur af kremi og serum og í
febrúar er væntanlegt nýtt augn-
krem og næturtvenna í línuna.
Capture R 60/80 er hrukkukrem
sem inniheldur BI-SKIN formúl-
una sem leggst yfir húðina eins
og önnur húð, minnkar línur og
mýkir og verndar. BI-SKIN form-
úlan inniheldur þara, reyniber og
kísil og í sameiningu hafa þessi
efni mikil áhrif á endurnýjun húðar
og ná að vinna á þegar sýnilegum
línum og hrukkum. Kremið er
einstaklega nærandi og mýkjandi
auk þess sem það inniheldur and-
oxunarefni og veitir húðinni vernd
yfir vetrarmánuðina.
CAPTURE R60/80 línan saman-
stendur af kremi fyrir þurra húð
og hinsvegar fyrir blandaða og
feita húð, serumi sem notað er
undir kremið og augnkremi.
Augnkremið er einstaklega virkt
og straujar út línur, hrukkur og
krákufætur auk þess sem það
þéttir húðina.
öapture totai.k
Dior
Fanney Pétursdóttir, verslunarstjóri
Karen Millen, spáir mikið í tískuna, enda
tískuspekúlasjónir hluti af hennar starfi.
Karen Millen er þekkt fyrir litagleði og
fötfyrir konur þar sem
kynþokkinn fær að njóta
sín. Fanney er þegar
farin að huga að vorinu
og sumri og sól þar
sem nuervor
sumartískan
að berast í
verslunina. Fanney segir aö
litagleðin sé nú við völd sem
aldrei fyrr og áhrifa sjöunda
áratugarins gætir í fatnaði
og fylgihlutum. Fanney tíndi
til það sem henni finnst
fallegast, skemmtilegast og
nauðsynlegast að eignast fyrir
sumariö 2007.
7. áratugurinn verður allsráðandi og
hann er fangaður í fallegum
og skemmtilegum kjólum
sem hægt er aö nota við ýn
tækifæri. Þessi finnst mér i
veg ofsalega flottur. Hann
með skemmtilegu mynst
í brúntónum og með
skemmtilegum díteilun
Það er hægt að vera í
honum jafnt við hásti
vél sem opna skó.
Til að toppa
sixtís-filinginn er
nauðsynlegt að
fjárfesta í flottum sól-
gleraugum og nú er mikið
um stór, jafnvel risastór sólgleraugu
sem gera hverja konu að súpergellu.
Leðriö hefur verið inni að undanförnu
og hér er ofsalega flott og töffaraleg
leðurkápa. Þessi er jafnvel eilítið
mafíósaleg úr hermannagrænu
leðri.
Fyrir svöl sumur er nauðsynlegt
að eignastfína en hlýja peysu.
Þessi er úr kasmírull og epla-
græn sem er einmitt litur sem
verður áberandi i sumar. Hún er
mjög skemmtileg
í bakið og með
svolitlum púffermum
og flott við bæði buxur
og pils.
Eins og ailtaf eru galla-
buxur í tísku og hverri
konu nauðsynleg
eign. Það er hægt
að velja um ýmsa
tóna af litum fyrir
sumarið og enginn
einn öðrum
fremri.
mínu heimili er slátur sannkallaður skyndibiti...
...þarsem við hjðnin vinnum bæði úli erstundum lítil/ tími
ril matargerðar. Bömin okkar verða að fá hollan mat.
Oftast borðum við fbrsoðna slátrið frá F/allalambi kalt,
en það tekuraðeins 5 minútur að hita eða steikja þennan
bráðholla og næringamka skyndibita. Bömin elska þetta. "
Pabbi f Kópavoginum
Hreint lostæti
úr íslenskri náttúru...
FjaUalamb hf. • Röndinni 3 • 670 Kópaskeri • Sfmi 465-2140 •www.fjallalamb.is
útsalan í fullum gangi
■ 51 a
a r t
20-60%
afsláttur
sófar
stólar
Sófasett
borðstofuhúsgögn
Indverskt
gjafavara
*