blaðið - 20.01.2007, Qupperneq 36
40 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007
blaðið
Oddný Sturludóttir tekur sæti í borgarstjórn
BlaÖiÖ/Eyþór
Oddný Sturludóttir tekur
við sæti Stefáns Jóns
Hafstein sem borgar-
fulltrúi í borgarstjórn
Reykjavíkur þann í.
febrúar næstkomandi. Oddný fór
ekki þessa klassísku leið í stjórn-
málum, í gegnum ungliðahreyfingu
heldur kom inn í borgarmálin á síð-
asta ári með reynslu af ritstörfum og
tónlist. Sjálf segist hún hafa orðið
geysilega pólitísk þegar hún eign-
aðist börnin sín tvö. „Ég vildi hafa
áhrif á hvernig borg börnin mín æl-
ust upp í og sveigja samfélagið að
þörfum kvenna og barnafólks. Þetta
er mjög misjafnt, sumir verða minna
pólitískir við það að eignast börn og
stjórnmálin verða innantómt arga-
þras. Hjá mér var þetta öfugt en
auðvitað hef ég verið pólitísk frá upp-
hafi vega annars væri ég að fást við
eitthvað annað.“
Fjölmenningin er frábær
Oddný ólst upp í Árbænum til sex-
tán ára aldurs og segist hafa verið
mjög klassísk úthverfamær. „Þegar
ég flutti þaðan þá stefndi ég á 101
Reykjavík en reyndar með viðkomu
í nokkrum öðrum hverfum. Ég hafði
alltaf horft með mikilli glýju á 101
þegar ég var að alast upp og það er
fyndið að rifja upp þá óttablöndnu
virðingu í dag. Um leið og færi gafst
flutti ég á Laugaveginn þar sem há-
vaðinn var sem tónlist í eyrum mér,
enda einungis tvítug. Það er óhætt
að segja að ég hafi nýtt mér allt sem
miðborgin hafði upp á að bjóða á
þeim tíma, bæði stemningu, tónlistar,
mat og drykk. Þetta voru ljúfir tímar
og ennþá finnst mér miðborgin
ofboðslega skemmtileg þó ég sé ekki
eins dugleg að dansa á nóttunni. Ég
bý ennþá í 101 og hef búið hér í tíu ár
með einhverjum hléum erlendis en
auðvitað kem ég auga á gallana líka.
Eitt hefur þó breyst og það er fjöldi
útlendinga. Fjölmenningin blómstrar
í miðbænum og þó henni fylgi
vissulega mörg viðfangsefni fyrir
sveitarfélögin er hún á margan hátt
heillandi og gerir gott hverfi betra.“
Séríslenskur kraftur
Oddný segir stærsta ókost
Reykjavíkurveraofmiklabílaumferð.
„Ef við hefðum ekki sjálfvirk hreins-
unartæki í sunnlenska rokinu og
rigningunni þá væri ekki líft hér
fyrir svifryksmengun. Ég reyni
að leggja mitt af mörkum með því
að labba og hjóla. Ég er þó enginn
Það er sorglegt
að sjá hve þreytt
nútímakonan er og
það sem eitt sinn var
saumaklúbbur hefur
í mörgum tilfellum
breyst í áfallahjálp.
Konur reyna að standa
sig t vinnunni og í
barnauppeldinu og eru
dauðþreyttar.
íþróttaálfur, ég bý og starfa í sama
póstnúmeri og það eru heilmikil
lífsgæði fólgin í því að þurfa ekki að
byrja og enda daginn í bíl. Að öðru
leyti er Reykjavík náttúrlega frábær
borg. Ég hef búið í tveimur öðrum
borgum og það er sjaldgæfur kraftur
í Reykvíkingum, sérstöðu okkar,
fámenninu, sköpunargleðinni,
barnaláninu og vinnugleðinni," segir
Oddný og bætir við að miðborgin hafi
tekið stórt stökk fram á við síðustu
ár en það hafi líka orðið hljóðlát
bylting í hverfunum. „Samfylkingin
leggur mikla áherslu á að byggja upp
sterk hverfi og það er stefna sem er
mér mjög að skapi. Að mínu mati
eru þjónustumiðstöðvarnar sex í
hverfunum algjör bylting. Eftir því
sem ég kynnist þeim betur því heill-
aðri verð ég. Þjónustumiðstöðvarnar
eru blómin í vasa hvers hverfis og
ef þær fá að vaxa og dafna í takt við
þarfir íbúanna geta þau sífellt bætt á
sig fleiri spennandi verkefnum. Það
sem einu sinni var sótt í eitt grátt
hús í miðbænum er núna sótt á sex
mismunandi staði, víðs vegar um
borgina. Þekkingin leynist víða og
kraftana á að nýta heima í héraði.
Þannig býr hvert hverfi sér til eigið
samfélag og grasrótin á greiðari leið
að stjórnsýslunni."
Eins og ný tengdafjölskylda
Oddný viðurkennir að góður ár-
angur hennar í prófkjöri í fyrra hafi
komið henni á óvart. „Á vissan hátt
leið mér skringilega að hafa fengið
allt „upp í hendurnar" en það var
fljótt að rjátlast af mér. Að koma
inn í stjórnmálaflokk er svolítið
eins og að koma inn í nýja tengda-
fjölskyldu, þar er mikið af nýjum
andlitum, vinnulag og stemning
sem myndast hefur um eitthvert
skeið. Það besta við Samfylking-
una er hvað flokkurinn sjálfur er
ungur þór rætur hans séu gamlar.
Hann hentar fólki eins og mér vel,
sem er ungt í pólitík bæði í árum
og starfsaldri, því innviðirnir eru
ekki greyptir í eldgamalt form og
plássið er þvi nóg fyrir nýtt blóð.
það er nóg pláss fyrir ungt og nýtt
fólk. Ég gæti ekki fyrir mitt litla
líf starfað í stjórnmálaflokki sem
væri rígbundinn af hefðum. Ég
hafði raunar þá mynd af öllum
flokkum og gat ekki ímyndað mér
að það væri gefandi að taka þátt í
starfi stjórnmálaflokks, leiðinlegir
kvöldfundir með kverúlöntum sem
30% afsláttur af rúmum
Baðsloppar
20% afsláttur
Handklæði
30% afsláttur
Rúmteppasett
20-40% afsláttur
Sængurfatnaður
20% afsláttur
Utsala
20-50% afsláttur
C
rúmco
rafstillanleg og hefðbundin. Nýtt kortatímabil
Langholtsvegi 111,104 Rvk. Sími 568 7900
Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-16