blaðið - 20.01.2007, Síða 37
blaðið
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 41
ég er með bráðaofnæmi fyrir. En
annað kom á daginn og ég held ég
hafi orðið mest hissa sjálf.“
Breyting til frambúðar
Oddný segist hafa kosið
Samfylkinguna frá stofnun
flokksins þar sem jafnaðarflokkur
með femíniskar áherslur átti
pólitískt hjarta hennar frá byrjun.
,Ég neita því ekki að Ingibjörg Sólrún
hefur verið mér og mörgum konum
mikilvæg fyrirmynd. Fyrirmyndir
eru gríðarlega mikilvægar. Ég var
lítil stelpa þegar Kvennalistinn
bauð fyrst fram til Alþingis og ég
gleymi ekki augnablikum fyrir
framan kosningasjónvarpið þar
sem ég góndi stóreyg á þessar litríku
og mælsku konur sem mér fannst
æðislegar. Þær höfðu gríðarlega
áhrif, líka á litlar stelpur sem höfðu
fylgst með gráum jakkafötum
muldra ofan í bringuna á sér
setningar á borð við: „Forsendur
sem liggja til grundvallar þeim
sjónarmiðum í því máli sem varðar
mögulega aðkomu okkar með tilliti
til ákvarðana sem teknar hafa verið".
Ég skildi ekki orð og geri varla enn.
En Kvennalistinn breytti öllu, snéri
hlutum á hvolf og ögraði ríkjandi
viðmiðum. Kvennalistakonur
komu konum og baráttumálum
kvenna á kortið og ég fór að hugsa
um pólitík og ójafnrétti í kjölfarið,"
segir Oddný og bætir við að þetta
sýni hve nauð-
synlegar fyr-
irmyndir eru.
„Ef Kvennalist-
inn hefði ekki
boðið sig fram
á þessum tíma
þá er ekki víst
að jafn margar
stelpur af
minni kynslóð
væru að láta að
sér kveða í dag.
Ekki spillti
fyrir að við
eignuðumst
kvenkyns for-
seta sem hafði
gríðarleg áhrif,
ekki bara
var hún kona
heldur var
hún einstæð
móðir. Ef ríkj-
andi hefðum
er ögrað og gler-
þakið er brotið
þá breytist sýn
allra og það er
svo mikilvægt. Um svipað leyti og
Vigdis hætti þá varð Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri en þá
var ég 18 ára og grét með mömmu
á svölunum á Hótel Islandi þegar
tölurnar lágu fyrir.“
Hef tröllatrú á Ingibjörgu
Oddný tekur fram að það sé
ekki bara mikilvægt að konur
komist til valda fái þessar stöður
heldur þurfi þær líka að beita sér
fyrir konur. „Ef við horfum um
öxl á hvað Ingibjörg Sólrún og R-
listinn gerðu í jafnréttismálum í
Reykjavík þá er augljóst hvað það
skiptir miklu máli að konurnar
komist að kjötkötlunum þar sem
þeir eru heitastir. Uni 16 ára skeið
hefur kynbundinn launamunur
verið 15-16 prósent á landsvísu,
og hann hefur ekki haggast. Hjá
Reykjavíkurborg fór hann niður í 7
prósent, með sértækum aðgerðum,
af því konur tóku þessi mál í gegn.
Uppbygging leikskólanna var auð-
vitað mikið framfaraskref fyrir
mæður og giftar konur fengu loks-
ins pláss fyrir börnin sín á leikskóla.
Fólki 1 Reykjavíkurlistanum fannst
sjálfsagt að konur ynnu og nytu
sín þrátt fyrir að eiga börn,“ segir
Oddný sem viðurkennir að hún
hafi tröllatrú á Ingibjörgu Sólrúnu
sem stjórnmálamanni. „Kannski
skortir Islendinga hugarflug til að
sjá konu fyrir okkur í stóli forsætis-
ráðherra en ef við skoðum farsælan
feril Ingibjargar i borgarstjórastóli
og hverju hún kom til leiðar fyrir
fólkið í borginni þá er gríðarlega
spennandi að ímynda sér hvað gæti
gerst á landsvísu. Mér fyndist það
mikil synd ef kona settist ekki í for-
sætisráðherrastólinn í vor því hver
veit hvenær það tækifæri gefst í
náinni framtíð. Þar fyrir utan er 16
ára stjórnarseta Sjálfstæðisflokks
sé ágæt í bili.“
Stjórnmálakonur gagn-
rýndar fyrir útlit
1 ljósi mikillar gagnrýni sem Ingi-
björg Sólrún hefur hlotið sem for-
maður Samfylkingarinnar er ekki
úr vegi að forvitnast hvort Oddný
telji að sú gagnrýni sé réttmæt. „Ég
er handviss um að konur fái meira af
ómaklegri gagnrýni en karlar. gagn-
rýni á störf Ingibjargar Sólrúnar sé
meiri út af því hún er kvenmaður.
Við þurfum ekki að leita langt til
að finna sambærileg dæmi. Mona
Sahlin, sem er í formannskjöri í
Jafnaðarmannaflokknum í Svíþjóð,
er mikill feministi og reynslubolti
í pólitík. Öll sú gagnrýni sem bein-
ist að henni eru smásmugulegar
athugasemdir um útlit hennar og
fas. Auk þess má nefna Hillary Clin-
ton, Nancy Pelosi og Ségoléne Royal,
leiðtoga jafnaðarflokksins í Frakk-
landi. Það eru til heilu bækurnar og
blaðagreinarnar um hvernig þessar
konur líta út, hvernig þær klæða sig
og haga sér. Karlmenn geta verið ein-
staklega hallær-
islegir, í jakka-
fötum frá 1980
og krumpaðir í
framan en það
virðist engu
máli skipta því
þeir eru alltaf
flottir. Þetta
fælir konur frá
pólitík og þær
verða heldur
betur að vera
með harðan
skráp ætli þær
sér að ná langt
því þær þurfa
að láta þessa
gagnrýni sem
vind um eyru
þjóta.“
Oddný segist
telja að mögu-
leikar Samfylk-
ingarinnar í
komandi kosn-
ingum séu
góðirþráttfyrir
að flokkurinn
sé undir kjörfylgi í skoðanakönn-
unum. „Ég er vitaskuld ekki sátt
við það en ég veit að við rífum
okkur upp úr þessu. Samfylkingin
hefur unnið mikla heimavinnu og
þingmenn hennar hafa barist eins og
ljón í stjórnarandstöðu og sett mörg
þjóðþrifamál á á oddinn síðastliðin
átta ár. Hvort sem það er réttlátara
skattkerfi, stuðningur við barna-
fólk, lækkun matarverðs, lenging
fæðingarorlofs eða fyrning á kyn-
ferðisafbrotum. Ég vona svo sann-
arlega að fólk fari að hlusta betur
á hvað Ingibjörg Sólrún hefur að
segja í stað þess að tala um hvernig
hárið á henni sé. Konur þurfa þó
ekki á neinni aumingjagæsku að
halda heldur málefnalega gagnrýni.
Ekki innantómt tuð sem tefur fyrir
jafnréttisbaráttunni.“
Femíniskt að vera
samviskusöm móðir
Oddnýsegiraðjafnréttikynjanna
séeinnangiafmannréttindabaráttu.
„Allir vilja að dætur, mæður og
systur njóti sín á sömu forsendum
og synir, feður og bræður. Fólk er
aftur á móti mistilbúið að grípa til
aðgerða til þess að bæta ástandið.
Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa
haft góðar fyrirmyndir. Það hefur
aldrei verið dregið úr mér, ég hef
alltaf verið hvött áfram sem ég get
ekki annað en verið þakklát fyrir.
Jafnréttissinninn í mér æstist
enn frekar þegar ég eignaðist börn.
Þá skynja konur oft sterkt hvað það
er sem greinir kynin hvort frá öðru,
hvers vegna það er ósanngjarnt að
konur eigi erfiðara með að hasla
sér völl á meðan þær sinna því
mikilvæga starfi að koma börnum
á legg. Konur þurfa frá að hverfa á
atvinnumarkaði á meðan þær eru á
barneignaraldri og atvinnulífið á
að kappkosta að það komi ekki að
sök í þeirra tilviki. Þó er varasamt
í jafnréttisbaráttunni að tefla fram
andstæðum í konunni sem leggur
mikið á sig til að komast strax
aftur í vinnuna eftir barneignir
og svo konunni sem leggur mikið
á sig til að vera heima hjá ungum
börnum sínum. Það er líka
femíniskt að vera samviskusöm
móðir og þær konur mega ekki
fá þau skilaboð frá kynsystrum
sínum að þær séu ekki að standa
sig í jafnréttisbarátunni. Það er svo
samfélagsins og stjórnmálafólksins
að finna leiðir til að mismuna ekki
konunum sem kjósa að vera lengur
heima en lögboðið fæðingarorlof
gerir ráð fyrir.“
Saumaklúbbar breyt-
ast í áfallahjálp
„Þaðerhlutverkstjórnmálamanna
að hlúa vel að barnafólki, lengja
fæðingarorlofið og vinna að því að
hið opinbera gangi á undan með
góðufordæmiogstyttivinnudaginn,"
segir Oddný. „Það er sorglegt að sjá
hve þreytt nútímakonan er og það
sem eitt sinn var saumaklúbbur
hefur í mörgum tilfellum breyst í
áfallahjálp. Konur reyna að standa
sig í vinnunni og í barnauppeldinu
og eru dauðþreyttar. I mínum
huga snýr nútímafemínismi að
vinnuálagi kvenna. Hverju hefur
jafnréttisbaráttan skilað okkur?
Að minnsta kosti ekki kvenfrelsi.
Ég þýddi bók árið 2005 sem
heitir Móðir í hjáverkum og þar
svarar aðalsöguhetjan því til að
jafnréttisbaráttanhafiskilaðkonum
því að þær geti unnið jafnlengi
og karlar og hugsað jafnlítið um
börnin sín og karlmenn gerðu fyrr
á árum. Þetta eru stór orð en það
er sorglegur sannleikstónn i þeim.
Hlutverk feðra hefur stækkað og
vaxið síðastliðna áratugi en þeir
mættu lika fóstra hluta af því eilífa
samviskubiti sem hrjáir mæður.
Það yrði mikilvæg varða á leið
okkar til kvenfrelsis.“
svanhvit@bladid.net
ATVINNUREKENDUR
... HLUTAFÉLÖG
ER BUID AÐ
SKILA
...launamiðum
bifreiðahlunnindamiðum
... verktakamiðum
... hlutafjármiðum
Síðasti skiladagur:
rafræn skil - 6. febrúar
pappírsskil - 26. janúar
Allt um rafræn skll á rsk.is/gagnaskil
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Góðar fyrirmyndir „Ég hefnotið þeirrar
gæfu að hafa haft góðar fyrirmyndir. Pað
hefuraldrei verið dregið úrmér, ég hefalltaf
verið hvött áfram sem ég get ekki annað en
verið mjög þakklát fyrir. “