blaðið - 20.01.2007, Page 40
JANUAR 2007
..
helqin
Ekki missa af....
.... gamanleiknum Mein Kampf í Borgarleikhúsinu. I leikritinu erfjallað um
vináttu og sambúð gyðingsins Slómó og Adolfs Hitlers. Hinn vingjarnlegi
Slómó tekur saklausa sveitastrákinn Hitler upp á sína arma og við tekur
kostuleg og meinfyndin saga. Aðalhlutverk eru í höndum Þórs Tulinius og
Bergs Þórs Ingólfssonar en með leikstjórn fer Hafliði Arngrímsson.
1
blaöið
Jl
Ritþing í Gerðubergi
I dag klukkan 13:30 er upplagt að gera sér ferð í Gerðuberg og hlýða á
dagskrá sem tileinkuð er Ingibjörgu Haraldsdóttur rithöfundi. Hún mun
sitja fyrir svörum hjá þeim Silju Aðaisteinsdóttur, stjórnanda þingsins, og
spyrlunum Áslaugu Agnarsdóttur og Jóni Karli Helgasyni sem öll hafa
stundað bókmenntarannsóknir og þýðingar.
Um helgina
Listasafn ASf
Tvær sýningar eru í Listasafni ASÍ
um þessar mundir. Johann Lud-
wig Torfason sýnir „Ný leikföng",
tölvugerð málverk af skálduðum
leikföngum fyrir hina meðvituðu
yngstu kynslóð. Hlynur Helgason
er einnig með sýningu sína „63 dyr
Landspítala við Hringbraut".
Burtfarartónleikar
Eydís Sigríður Úlfarsdóttir sópr-
ansöngkona og Krystyna Cortes
píanóleikari leika á burtfarartón-
leikum í Salnum klukkan 17 I dag.
Meðal efnis á tónleikunum eru ís-
lensk þjóðlög og verk eftir Brahms,
Alban Berg, Purcell og Mascagni.
Aðgangur er ókeypis.
Lúther og jazzinn
Sunnudag kl. 17 flytur Tríó Björns
Thoroddsen eigin útsetningar á
gömlum sálmum kirkjunnar úr
fórum Marteins Lúthers á 3. tón-
leikunum í sálmadagskrá Listvina-
félags Hallgrímskirkju á afmælisári,
25. starfsári félagsins.
Eydís Sigriður Úlfarsdóttir heldur burtfarartónleika í dag
Krefjandi að takast
á við Ijóðasöng
Að venju iðar Salurinn í
Kópavogi af lífi og þar
verður mikið um dýrðir
þessa helgi sem flestar
aðrar. Ein þeirra sem þar
stíga á stokk um helgina er Eydís Sig-
ríður Úlfarsdóttir, sópransöngkona
en hún heldur burtfarartónleika
sína í einsöng frá Söngskólanum í
dag, laugardaginn 20. janúar. „Ég
tók burtfararprófið mitt síðasta vor
og lokaliðurinn í því eru þessir tón-
leikar. Ég valdi efnisskránna í sam-
ráði við kennarann minn og hún
hefur verið að taka breytingum allt
fram á þennan dag þótt grunnurinn
sé alltaf sá sami,“ segir Eydís. Óhætt
er að fullyrða að flestir tónlistarunn-
endur finna eitthvað við sitt hæfi á
efnisskrá Eydísar en þar er meðal
annars að finna íslensk þjóðlög í
útsetningum Hildigunnar Rúnars-
dóttur, útsetningu Snorra Sigfúsar
Birgissonar á Músículof úr Lysting
er sæt að söng fyrir söngrödd og sel-
ló, Einvera fyrir söngrödd, klarínett
og víólu eftir Sesselju Guðmunds-
dóttur, ljóð fyrir söngrödd, víólu og
píanó eftir Brahms, ljóðaflokkinn
Sieben frúhe lieder eftir Alban Berg
og aríur úr óperum eftir Purcell og
Mascagni. „Mér finnst þetta rosal-
ega skemmtileg efnisskrá. Hún er
fjölbreytt og spannar mjög vítt svið
í tónlistarsögulegu samhengi. Það
er ákaflega erfitt að gera upp á milli
verkanna en ef ég þyrfti að nefna
eitthvað þá myndi ég líklega segja
Sieben frúhe lieder eftir Alban Berg.
Þessi ljóðaflokkur er ótrúlega falleg-
ur eins og flest verka hans.“
Eydís hóf tónlistarnám við Tón-
listarskólann á Akureyri, í fiðlu-
leik, víóluleik og siðar einsöng.
Hún nam síðar við hið konunglega
Concervatorium í Brussel og Cons-
ervatorium í Amsterdam. Síðan
hóf hún nám við Söngskólann í
SLAÐU BLETTINN
Eurovision í kvöld
Sér um skipulagningu
útsendingar
Dimma og Hellshare-tónleikar
Hljómsveitirnar Dimma og Hells-
hare halda sameiginlega tónleika
á Cafe Amsterdam á laugardaginn.
Tónleikarnir hefjast upp úr mið-
nætti og þeim lýkur um einum og
hálfum tíma síðar. Eftir tónleikana
tekur plötusnúður við og heldur
uppi stuðinu fram undir morgun.
Frítt inn. 20 ára aldurstakmark.
Sakamálamynd í MÍR
Sakamálamynd frá árinu 1979
með Vladimír Vysotský, hinum
fræga leikara, skáldi og trúbador,
í aðalhlutverki verður sýnd í MÍR,
Hverfisgötu 105, næstu tvo sunnu-
daga. Myndin, Mótstaðnum verður
ekki breytt, er í 5 hlutum og verða
þrír fyrstu sýndir sunnud. 21. jan. kl.
15-19. Ókeypis aðgangur.
Sólstafir í Nýlistarsafninu
Hljómsveitin Sólstafir mun halda
tónleika í Nýlistarsafninu að Grett-
isgötu á laugardagskvöldið. Mun
nýtt efni verða leikið í bland við
eldra. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og
standa í klukkustund. Ókeypis inn.
Ikvöld mun megnið af íslensku
þjóðinni setjast niður fyrir
framan sjónvarpsskjáinn til að
horfa á fyrsta útsláttarkvöldið í
keppninni um framlag íslands
í Eurovision-söngvakeppninni. í
kvöld munu fyrstu átta lögin verða
kynnt og öll herlegheitin sýnd í
beinni útsendingu. Það er fram-
leiðslufyrirtækið Basecamp sem
hefur veg og vanda af útsendingu
forkeppninnar. Basecamp ætti ekki
að vera ókunnugt Eurovision-keppn-
inni því fyrirtækið sá einnig um út-
sendingu keppninnar í fyrra.
Sigurður Freyr Björnsson er fram-
kvæmdastjóri útsendingarinnar
fyrir hönd Basecamp og hann bíður
spenntur eftir því að berja afrakstur
erfiðisvinnu undanfarinna mánaða
augum. „Þetta leggst bara ljómandi
vel í mig. Undirbúningurinn hófst
um miðjan nóvember þannig að
framleiðsluferlið er búið að vera
um tveir mánuðir.“ Nú stendur yfir
lokaundirbúningur fyrir útsending-
una og Sigurður segir að nánast hafi
verið unnið allan sólarhringinn síð-
astliðna daga. „Ég hef ekki sofið
mikið undanfarnar nætur en samt
alveg nóg.“
Keppnin er haldin í Basecamp-
verinu í Héðinshúsinu við Mýrar-
götu. „Þar erum við búin að gera
heljarinnar mikið myndver, svið
og sal sem rúmar 600 áhorfendur.“
Sigurður segir að enn séu nokkur
sæti laus á fyrsta útsláttarkvöldið.
,Fyrst og fremst er þetta hugsað sem
fjölskylduskemmtun og markmið
okkar er að framleiða vandað og
skemmtilegt sjónvarpsefni fyrir
landsmenn. En að sama skapi er
þetta skemmtun þar sem fólk getur
komið og greitt sig inn og fengið að
njóta þess að horfa á þetta.“
Hann segir að lykillinn að því
að skila af sér velheppnaðri sjón-