blaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 42
4 6 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007
blaðið
íþróttir
ithrottir@bladid.net
%
&
%
Nýtt boð í Hargreaves
Manchester United hefur gert nýtt 2,7 milljarða króna tilboð í enska
landsliðsmanninn Owen Hargreaves sem er á mála hjá Bayern Miinchen.
Þjóðverjarnir hyggjast ekki selja fyrr en i sumar í fyrsta lagi.
Skeytin
T"7'örfuknattleik-
skappinn Steve
J. VNash hjá Phoenix
Suns getur ekki á sér
heilum tekið eftir að
6
^ttNS
David
Beck-
ham
skrifaði
undir
samning við LA
Galaxy. ErNashfor-
fallinn fótboltaaðdáandi
og spilar sjálfur stöku
sinnum þegar því verður
komiðvið. Segirhannaðkoma
Beckhams muni koma knatt-
spyrnu í Bandaríkjunum á kortið
og þannig efla iðkim og kynningu
hennar þar i landi til muna í fram-
tíðinni. Segist hann þó enginn
sérstakur aðdáandi Beckhams.
Southampton hefur öðru sinni
hafnað 1,2 milljarða króna til-
boði frá Manchester United
í ungstirnið Gareth Bale. Önnur
félög á borð við Tottenham, Arsen-
al og Real Madrid
fylgjast einn-
ig grannt
með enda
erBale
talinn einn
efnilegasti
leikmaður-
inn á Bretlands-
eyjum um þessar mundir. Hefur
hann skorað fimm mörk í 23 leikj-
um sem verður að teljast ágætt hjá
sautján ára gömlum varnarmanni.
Roman Abramovich, eiganda
Chelsea, dreymir um að fá
Ronaldinho
til liðs við félagið
samkvæmt frétt
breska slúðurblaðs-
insDailyMirror. Sér
hann Brasilíumann-
inn í fremstu
víglínuvið
hlið Didier
Drogba í
stað Shevc-
henkos og
vonast þannig tfl að endurheimta
þá stemningu og töfra sem gerðu
liðið að Englandsmeisturum.
alla daga
Auglýsingasíminn er
510 3744
YOGASTOÐ
l VESTURBÆ JAR 1
■L WWW.YOGAWEST.IS A
nmMMl J'iií iMMliMWMIWttfilMÍ
t StANfc
CAMPjj
'Télejvri
Eiður Guðjohnsen
hefur í vetur skorað j*
mörk jafn reglulega fyrir JU |
Barcelona og Samuel "'M'Í
Eto'o gerði áður en hann f'
meiddist samkvæmt út- V I
tekt spænsks dagblaðs.
Hefur Eiður skorað mark á
147 mínútna fresti meðan Etoo
fagnaði marki á 146 mínútna fresti
—íníuleikjumáðurenhann
1117 meiddist. Þeir félagar eru
11J [( þó talsvert á eftir þeim Ron-
S. aldinho sem hefur skorað
“T sín mörk á 140 mínútna
J fresti í vetur og Argentínu-
manninum Javier Saviola
sem eftir þrennu sina gegn
Alaves fyrr í vikunni skorar að með-
altali mark á klukkustundarfresti.
MMqui
HM í handbolta hefst í dag
Formsatríði að
klára Ástrala
Fyrsti leikur íslands í dag Raunhæft að komast upp úr riðlinum
BmWL:
<
$ ^
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@bladid.net
„Leikurinn við Úkraínu á sunnu-
daginn er sá sem mestu skiptir um
framhald okkar í keppninni en að
mínu mati erum við betri en
þeir og eigum að hafa það
af,“ segir Alfreð Gísla-
son, landsliðsþjálfari
karlalandsliðsins.
H Heimsmeistara-
keppnin í handknatt-
leik er í Þýskalandi og
leikur íslenska landsliðið
1 B-riðli ásamt liðum Frakka,
Úkraínu og Ástrala. Fyrsti leikur
liðsins er við Ástrala í dag og telur
Alfreð þann leik nánast vera forms-
atriði þrátt fyrir að renna nánast
blint í sjóinn. „Ég veit ekki neitt um
þá annað en að nokkrir leikmanna
þeirra spila í Danmörku. Ég hef
hvorki séð leiki með þeim né getað
kynnt mér liðið að nokkru marki
annig að þetta er óþekkt stærð.
,g á samt ekki von á öðru en að
við klárum þetta nokkuð sannfær-
andi og verðum að gera það til að
öðlast sjálfstraust til að taka á móti
Úkraínu á sunnudag og Frökkum á
mánudag."
Alfreð segir leikinn við Úkraínu
sennilega þann mikilvægasta í
riðlinum. „Þann leik verðum við
að vinna til að eiga möguleika á
að ná upp úr riðlinum og komast
áfram. Úkraína er að mörgu leyti
með svipað lið og við en ég tel okkur
sterkari. Þeir eiga góða skotmenn
innan síns liðs og einstaklinga sem
geta unnið leiki fyrir þá. Á þeim
verðum við að hafa gætur og takist
það er ekki fráleitt að ætla okkur
sigur.“
Franska landsliðið er það sterk-
asta í riðlinum og talið sigurstrang-
legast í keppninni auk Króata en
Alfreð er hvergi banginn og segir
raunhæft markmið að komast
upp úr riðlinum og jafnvel tróna á
toppnum sé sá gállinn á mönnum.
„Auðvitað vil ég vinna alla leiki en
ég tel ekki óraunhæft að ætla að við
munum eiga í fullu tré við Úkraínu
og jafnvel Frakka. Stemmningin
í hópnum er góð og allir eru heilir
og tilbúnir til að skila sínu. Undir
þessum kringumstæðum er því
óhætt að vera bjartsýnn.“
Samkvæmt upplýsingum frá
stuðningsmannaklúbbilandsliðsins
má gera ráð fyrir að um 400 manns
fari utan og styðji liðið í leikjum
þess. íslendingar munu væntan-
lega einnig njóta þess að leikir í
B-riðli fara fram í Magdeburg. Þar
hafa nokkrir íslenskir leikmenn
að ógleymdum Alfreð Gíslasyni
sjálfum gert garðinn frægan og eiga
stuðning vísan.
Meiri upplýsingar:
www. aframisland.is
www. ibliduogstridu.is