blaðið - 26.01.2007, Side 1
VIÐTAL
» siður 22-23
■ MATUR
Sjónvarpskokkurinn Völli Snær er að
koma upp nýjum veitingahúsum
á Bahamaeyjum og sjónvarps- jgð
vélar eru á staðnum | síða24 m
■ FOLK
Hinn litríki tónlistarmaður, Magga
Stína, semur nú lög fyrir nýtt leikrit
ásamt Megasi. Leikritið verður frum-
sýnt hjá LA í mars | siða is
18. tölublað 3. árgangur
föstudagur
26. janúar 2007
FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓKEYPIS!
Útskriftarnemar í hjúkrunarfræði:
Vilja ekki vinna á
launum Landspítalans
■ Launin of lág ■ Ekki nóg að fjölga nemum ■ Fleiri lokana að vænta
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur lngibjorg@bladid.net
Af þeim 52 hjúkrunarfræðinemum sem útskrifast
frá Háskóla Islands í vor hafa 34 áhuga á að starfa á
Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Langflestir þeirra
sjá sér hins vegar ekki fært að gera það vegna þeirra
launa sem í boði eru. Hjúkrunarnemar fóru í gær
á fund Önnu Stefánsdóttur, hjúkrunarforstjóra
Landspítalans, og greindu henni frá stöðu mála.
„Henni fannst ánægjulegt hversu mörg okkar
vilja vinna á spítalanum en hún getur ekki farið
út fyrir ramma kjarasamninga og það vissum við
reyndar. Okkur finnst Landspítalinn spennandi
vinnustaður. Við erum vel menntuð með fjögurra
ára háskólanám og þjálfuð af hjúkrunarfræð-
ingum á spítalanum. En samkvæmt launatöflu eru
byrjunarlaunin 200 til 220 þúsund og það finnst
okkur ekki boðlegt,“ segir Kristín Linda Húnfjörð,
einn nemanna.
Á miðju síðasta ári var greint frá því að um 100
hjúkrunarfræðinga vantaði til starfa á Landspítal-
anum. Yfirvöld ákváðu í haust að gera hjúkrunar-
fræðideildum Háskóla Islands og Háskólans á Ak-
ureyri kleift að fjölga þeim nemum sem fá að halda
áfram eftir samkeppnispróf á fyrsta námsári um
samtals 35. Þar með er gert ráð fyrir um 150 hjúkr-
unarfræðinemum á fyrsta ári nú á vorönn.
„Heilbrigðisráðherra talaði um að brúa bilið með
verktökum þar til þessir stóru árgangar kæmu.
Ráðherra taldi ekki hægt að hækka laun hjúkrun-
arfræðinga og þeir nemar sem voru enn í námi eða
að ljúka því virtust gleymast í umræðunni. Stað-
reyndin er sú að langflestir þeirra 34 í okkar hópi
sem vilja starfa á Landspítalanum geta það ekki
vegna lélegra launa. Þetta er til dæmis fólk með
börn á framfæri. Það á líka erfitt með að vinna
þar sem gerðar eru óbeinar kröfur um fleiri auka-
vaktir en samið er um,“ tekur Kristín fram.
Hún segir laun hjúkrunarfræðinga sem starfa
á hjúkrunarheimilum hærri en þeirra sem starfa
á Landspítalanum. Nokkrir útskriftarnemanna
hafa þegar ráðið sig annars staðar en á spítalanum.
Kristín telur ekki útilokað að hjúkrunarfræði-
nemar ráði sig hjá fyrirtækjum sem selja Landspít-
alanum þjónustu fái þeir hærri laun á þann hátt.
„Ég veit að starfsmenn sem eru í 80 prósenta
vinnu hjá verktakafyrirtæki taka sumir allar sínar
vaktir á Landspítalanum," segir Kristín Linda.
„Við vitum að spítalanum er sniðinn þröngur
stakkur. En ef þetta lagast ekki má búast við lok-
unum á fleiri deildum."
FRÉTTIR » síða 6
Fjórir af sex fyrstu
ákæruliöum fallnir
„Ákæruvaldið er munsáttara við
þennan dóm þó svo ekki sé hægt að
fallast á hann að öllu leyti. Til dæmis er
fullsannað að ólöglega var staðið að inn-
flutningi bifreiðar á vegum Jóns Ásgeirs
og honum var kunnugt um það,“ segir
Sigurður Tómas Magnússon, settur sak-
sóknari í Baugsmálinu
Hæstiréttur sýknaði í gær sakborninga
áf fjórum af þeim sex ákæruliðum sem
eftir stóðu af upprunalegri ákæru, og
staðfesti niðurstöðu Héraösdóms
Reykjavíkur. Samkvæmt dómsuppkvaðn-
ingu á allur áfrýjunarkostnaður málsins
að greiðast úr ríkissjóði og eru þar með
talin málsvarnarlaun verjenda hinna
ákærðu sem nema samtals rúmum
tveimur milljónum króna.
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs Group, sendi frá sér yfirlýsingu
að lokinni dómsuppkvaðningu þar sem
hann sendir ummæli Sigurðar um fjósa-
mann sem stæli mjólkinni úr kúnum til
heimahúsa.
Skautaferðir á Ingólfstorgi liðin tíð Starfsmenn bæjarins unnu hörðum höndum í gær við að hreinsa burt leifar svellsins. Tími
hjólaskauta og -bretta er því kominn aftur.
ORÐLAUf
VEOUR
» siða 2 I KOLLA OG KÚLTURINN
» siða 19
Ásdís Rán í útrás
Ásdís Rán Gunnarsdóttir
hefur rekið umboðsskrifstofu
fyrirsætna og er nú að fara
í útrás með stúlkurnar
t með því að koma þeim á
A framfæri erlendis.
Rigning
Suðvestan 5-10 og dálítil
rigning eða slydda sunnan-
lands og vestan á morgun, en
hægari og þurrt austantil. Hiti
1 til 6 stig en vægt frost á NA-
landi í nótt og á morgun.
Skoppa og Skrítla
Linda Ásgeirsdóttir og
Hrefna Hallgríms-
dóttir fara með
hlutverk Skoppu
og Skrítlu í sam-
nefndu leikriti.
Léttist um 64 kg
Grétar Mar Jónsson skipstjóri er
léttur á sér þessa dagana, enda
hefur hann losnað við 64 kíló eftir
að hann fór í magaminnkunaraðgerð.
Heilsuleysi var farið að
hrjá hann. „Ég var
kominn með áunna
sykursýki og ég er
nánast laus við hana.
Ég var náttúrlega með
of háan blóðþrýsting
og ég er laus
við hann að
mestum
hluta. “
Vilja Helgu Sigrúnu
í staö Hjálmars
Helgu Sigrúnu Harðardóttur, skrifstofu-
stjóra Framsóknarflokksins, hefur verið
boðið þriðja sætið á lista Framsóknar-
flokksins í Suðurkjördæmi samkvæmt
áreiðanlegum heimildum Blaðsins.
„Starfsins vegna tala ég við marga í
forystu flokksins en þetta verður ekki
tilkynnt formlega fyrr en á morgun. Það
hafa fleiri aðilar af svæðinu veriö nefndir
í þessu samhengi, til að mynda Petrína
Baldursdóttir," segir Helga Sigrún.
Eygló Harðardóttir, sem lenti í fjórða
sætinu, er hissa. Hún segir að ekki
hafi verið rætt við sig varðandi málið
en segist eiga bágt með að trúa því að
utanaðkomandi aðili verði fenginn til að
taka sæti á listanum. „Ég furða mig á
því ef svo er.“
Mjódd
Dalbraut 1
Hjarðarhaga 45
5 68 68 68
kr.1.686,- kr. z.409,-
Kjúklingalæri/leggir magnbakki
30% afsláttur
kr. 484,- kr. 632,-
Grillaður kjúklingur, franskar
og 21. Coke Aðeins 998 kr.
Opið alla daga frá kl. 10.-20.
SPr R
Bæjarlind 1 - Sími 544 4510