blaðið - 26.01.2007, Síða 18

blaðið - 26.01.2007, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 blaöið m " m m HVAÐ FINNST ÞÉR? folk Er þetta skítadjobb? j „Já, ég held ég verði að segja það." iM folk@bladid.net I Baldur Einarsson, verkefnisstjóri lijáfratn- kvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Fyrirkomulag almenningssalerna í miðborg Reykjavíkur er til skoðunar hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar og nú hefur verið skipaður starfshópur til að sjá um málið. HEYRST HEFUR... Hin heimsfræga keppni matreiðslumanna Bocuse d’or fór fram í Lyon í Frakklandi á miðvikudag. Friðgeir Ingi Eiríksson matreiðslumeistari keppti þar fyrir Islands hönd og fjölmennti heljar- innar stuðningslið matreiðslumanna til Lyon til að styðja sinn mann. Friðgeir hefur verið í ströngum þjálfunar- búðum í Frakklandi um margra mánaða skeið fyrir þessa keppni og því voru það mönnum tölu- verð vonbrigði að hann kæmist ekki í eitt af efstu sætunum. Sagt er að það hafi ekki síður verið mikil stemning i Lyon þegar matreiðslumennirnir fylgdust með HM-leik Islands og Frakka í handbolta. Heimamenn þar voru kannski ekki mjög glaðir þegar ísmennirnir unnu leikinn en það voru Frakkar sem fengu í. sætið á Bocuse d’or svo trúlega hafa þeir tekið gleði sína á ný. * IKastljósinu á miðvikudags- kvöldið var fjallað um detox- meðferðir og ristilhreinsanir og til að ræða þau mál voru mætt í sjónvarpssal Trausti Valdimars- son læknir og Jónína Benediks- dóttir. Trausti viðurkenndi ekki á nokkurn hátt að óhefðbundnar læknismeðferðir eins og hann kallaði ristilhreinsanir kunni að bera árangur. Hann vildi þó ekki ganga svo langt að telja þær hættulegar. Jónína kom fram sem starfsmaður heilsuhótels í Póllandi. Heilsuhótelið býður upp á margskonar meðferðir og svo virðist sem fjöldi Islendinga flykkist nú til Póllands til að þiggja stólpípur og láta afeitra sig og hressa. Leiða má að því líkur að vinsældir pólska heilsu- hótelsins eigi eftir að aukast til muna þar sem Jónína leit mjög vel út og hefur greinilega gengið í gegnum afeitrunarmeðferðir sem hótelið býður upp á. Magga Stína ætlar að leyfa helginni að hafa sinn gang. Hún sér fram á óskipulagða helgi en veit að allir ná saman að lokum líkt og í góðri bíómynd. ■ Helgin min Semur tónlist með „ Allir dagar eru góðir og ég hlakka til helgarinnar eins og allra annarra daga. Hver dagur hefur sinn sjarma í mínum huga. Helgarnar eru alltaf yndislegar og þær eru til þess að hægja aðeins á,” segir Magga Stína tónlistarmaður. Hún viðurkennir þó að hún eigi sjálf oft og tíðum erf- itt með að hægja á sér og því megi segja að tempóið sé það sama og á virkum dögum, það séu bara aðgerð- irnar sem séu öðruvísi um helgar. Nýtt leikrit frumsýnt í mars „Ég byrja helgina á Akureyri þar sem ég er nú í stuttri vinnuferð.“ Magga Stína semur ásamt Megasi tónlist fyrir nýtt íslenskt leikverk sem frumsýnt verður hjá Leikfélagi Akureyrar í mars. „Þetta er mjög spennandi verk- efni; höfundur þess er Þorvaldur Þorsteinsson og verkið heitir Lífið, notkunarreglur. Leikritið er sett upp af Leikfélagi Akureyrar í sam- vinnu við Nemendaleikhúsið og leikstjóri er Kjartan Ragnarsson.“ Magga Stína segir að sér finnist nauðsynlegt að fylgjast með æfinga- ferlinu og gott að fara í leikhúsið til að horfa og hlusta á leikarana. ,Svona aðeins til þess að fá meiri til- finningu fyrir þessu öllu saman. Ég og Megas erum nú samt sem áður komin nokkuð vel á veg en það á ýmislegt eftir að gerast fram að frumsýningu.” Böðlast um og dýfi fjöl- skyldunni í vatn Magga Stína ætlar að koma aftur til höfuðborgarinnar á morgun og þá býst hún við að böðlast um með börnum sínum eins og hún orðar það sjálf og segir að það geri hún yf- irleittum helgar. „Ég er ekki góð í því að setja upp dagskrár í lífi mínu, nema þegar kemur að vinnu, og mér finnst best að leyfa hlutunum að hafa sinn gang án þess að gera plön og sjá þá frekar hvað gerist. Ég vona þó að ég hitti marga vini og vandamenn og kannski kíki ég í einhverjar heimsóknir,“ segir Magga Stína og bætir við að sundferð sé reyndar á dagskránni sem ekki er til en sund- ferðir séu í hennar huga ómissandi Megasi í lífinu. „Ég er mikill sunddýrkandi og ég hef fundið út að fólk er alltaf skárra í vatni en á þurru landi og það á við bæði um börn og fullorðna. Því dýfi ég sjálfri mér og fjölskyldu minni reglulega í laugina.” Dillar bossanum með gömlum vinum Magga Stína hefur sterkan grun um að komandi helgi verði tengd tónlistinni á einhvern hátt. Spádómsgáfa hennar segir að þar komi við sögu gamlir vinir frá hljómsveitarárum hennar. „Ég sé fyrir mér einhver bossadill og spil- erí og að bassi komi þar mögulega við sögu. Þetta er tilfinning sem ég hef og ekki er víst hvort það verður að veruleika eða hvenær um helg- ina það verður.” Magga Stína segir að lokum að þrátt fyrir að komandi helgi sé kannski frekar óskipulögð finnist sér það ekkert óþægilegt „Ég er viss um að allir ná saman að lokum rétt eins og í góðri amerískri bíómynd.” loa@bladid.net SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt (reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fýlkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 8 9 7 6 3 1 8 9 9 7 3 4 8 5 3 2 5 9 8 1 1 2 4 5 5 2 4 6 7 6 3 9 1 6 4 8 1 5 3 2 7 9 9 1 5 2 4 7 8 3 6 7 3 2 6 8 9 1 4 5 2 5 7 3 6 8 4 9 i 8 6 1 7 9 4 3 5 2 3 9 4 5 1 2 6 8 7 4 7 6 8 2 5 9 1 3 1 8 3 9 7 6 5 2 4 5 2 9 4 3 1 7 6 8 eftir Jim Unger ©LaughingSlock Inlernalional lnc./disl. by Unrted Media. 2004 Ég heftýnt lyklinum. Á förnum vegi Hvað finnst þér um dýrar veislur sem bankar og fyrirtæki standa fyrir? Sara Laufdal Arnarsdóttir, nemi í Réttarhoitsskóla Mér finnst það fínt í hófi. Mikael Þór Paulie, nemi í Verzló Mér finnst það fáránleg peninga- eyðsla. Svandís Ómarsdóttir, starfsmaður f Útilif Ef fólk hefur efni á því, af hverju ekki? John Daníel Edelstein, verslunarmaður Það er bara fínt ef fólk hefur gam- an af slíku, hlusta á Elton John og svona. Nanna Guðrún, starfsmaður í Útilff Bara allt í lagi ef fólk á nógan pening.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.