blaðið - 26.01.2007, Side 4

blaðið - 26.01.2007, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 blaðiö INNLENT HÖFUÐBORGARSVÆOIÐ Sextán stöðvaðir Sextán ökumenn voru stöðvaðir fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvaeðinu á miðvikudaginn. Sá yngsti þe- irra var 17 ára og mældist á 118 km hraða á Vestur- landsvegi. Áttræð kona var sú elsta sem var stöðvuð en hún var á 48 kílómetra hraða í íbúðahverfi. REYKJAVÍK Innbrot í leikskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá 16 ára pilta aðfaranótt fimmtudags vegna innbrots í leikskóla í Breið- holti. Þeir hlupu á brott þegar lögreglan kom á svæðið en tveir þeirra náðust á hlaupum. Einn komst undan og er hans leitað. Tölvuskjárinn sem var stolið fannst. BORGARI-JORDUR ■ i....... ’ ’ Dópað í sumarbústað Fjögur ungmenni voru handtekin á miövikudag fyrir innbrot í sumarbústað í Borgarfirði. Fíkniefni j' ~~am fundust á þeim en talið er að þau hafi þegar gist um sólarhring í bústaðnum þegar lögreglumaður frá Selfossi, á frívakt, uþþgötvaði innbrotið. ÍÉ ••• ' Álverið í Straumsvík: Meirihluti andvígur Rúmur helmingur Hafnfirðinga er andvigur stækkun álversins í Straumsvík en tæplega fjörutíu prósent hlynnt samkvæmt við- horfskönnun sem Capacent Gallup gerði í desember fyrir Alcan. Níu af hverjum tíu Hafnfirð- ingum töldu líklegt að þeir tækju þátt í íbúakosningum um stækkun álvers Alcan í Straumsvík og rúm sjötíu prósent hafa mikinn áhuga á að vera upplýst um röksemdir fyrir stækkun. Yfir helmingur Hafnfirðinga, eða um 58 prósent, er ánægður með störf Alcan á Is- landi en 16 prósent eru óánægð. Úrtakið var 1.500 manns búsettir í Hafnarfirði á aldrinum 18 til 70 ára. Svarhlutfallið í könnuninni var 56,4 prósent. Dæmdur í fimm ára fangelsi: Reyndi að deyða mann Mbl.is Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann, Daníel Þór Gunnarsson, í fimm ára fangelsi fyrir að stinga annan mann tvívegis í brjóstholið með hnífi með þeim afleiðingum að lunga hans féll saman. Daníel Þór var einnig dæmdur til að greiða þeim, sem hann stakk, 680 þúsund krónur í skaðabætur. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykja- víkur. Þá staðfesti dómurinn einnig að annar maður, sem tók þátt í árásinni og sló þann sem stunginn var eitt högg í höfuðið, sæti fjögurra mánaða fangelsi en þar af eru þrír mánuðanna skilorðsbundnir. -;r Matvara Hlutfallslegt verölag erhæst her á landi sé miðaö við fjölda Evrópusam- bandsríki. ■msuw ■r'MBaaii■ m Verð á mat og drykk: Hlutfallslega hæst hér ísland er í hópi ríkja þar sem verg landsframleiðsla á mann er mest eða 29 prósent yfir með- altali 25 ríkja Evrópusambands- ins, ESB. Þetta sýnir alþjóðlegur verðsamanburður á árunum 2004 til 2005 sem greint er frá i Hagtíðindum. Hlutfallslegt verðlag er einnig hæst á íslandi og er það 44 pró- sent yfir meðaltalinu fyrir lands- framleiðsluna í heild og 69 pró- sent yfir meðaltalinu fyrir mat og drykkjarvörur. Landsframleiðslan er minnst í Makedóníu eða 26 prósent af meðaltali Evrópusambandsins. Mest er landsframleiðsla á mann í Lúxemborg eða 151 prósent yfir meðaltalinu. Hræringar í Suðurkjördæmi Líklegt þykir aö Suöurnesjamaður taki sæti Hjálmars Árnasonar á lista Framsóknarflokksins í Suöurkjör- dæmi og hefur Helgu Sigrúnu Harð- ardóttur veriö boöið sætið. Listi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi Ekki verið rætt formlega Oheppileg afskipti starfsmanns Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net Helgu Sigrúnu Harðardóttur, skrif- stofustjóra Framsóknarflokksins, hefur verið boðið þriðja sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjör- dæmi samkvæmt áreiðanlegum heimildum Blaðsins. Helga Sigrún gat hvorki játað né neitað því að sér hefði verið boðið þriðja sætið á listanum en sagði að umræður um málið hefðu átt sér stað innan flokksins. „Það hefur ekki verið rætt við mig formlega en það hafa margir komið að máli við mig þótt ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Starfsins vegna tala ég við marga aðila í for- ystu flokksins en þetta verður ekki tilkynnt formlega fyrr en á morgun. Það hafa fleiri aðilar af svæðinu verið nefndir í þessu samhengi, til að mynda Petrína Baldursdóttir," segir Helga Sigrún sem gat ekki sagt til um hvort hún myndi taka sætið færi svo að henni yrði formlega boðið það. „Ég verð bara að gera það upp við mig þegar þar að kemur hvað ég hyggst gera.“ Guðni Agústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði í gær að mikilvægt væri að Suðurnesjamaður kæmi í eitt efstu sæta lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hjálmar Árnason bauð sig fram í efsta sætið í prófkjöri flokksins gegn Guðna en hafnaði í þriðja sæti sem hann síðan ákvað að taka ekki. Rætt hefur verið um að Ey- gló Harðardóttir, sem hafnaði í fjórða sæti, taki sæti Hjálmars en forysta flokksins hefur áhyggjur af því að enginn Suðurnesjamaður sé í efstu sætum og vill því skipa mann þaðan í sætið. Helga Sigrún bauð sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjör- dæmi fyrir alþingiskosningarnar 2003 en hafnaði þá í fimmta sæti á eftir Eyglóu sem þá, líkt og nú, hafn- aði í fjórða sæti í prófkjörinu. Eygló segir að ekki hafi verið rætt við sig varðandi málið en segist eiga bágt með að trúa því að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að taka sæti á listanum. „Ég furða mig á því ef svo Það hafa margir komið að máli við mig Helga Sigrún Harðar- dóttir, skrifstofustjóri Framsóknarflokksins er. Ég er búin að gefa til kynna að ég sé tilbúin að taka þriðja sætið og hef haft þá fullvissu alla okkar kosninga- baráttu í prófkjörinu að við séum að gefa kost á okkur sem fulltrúar alls kjördæmisins og það hefur Guðni ít- rekað bent á.“ Fari svo að Helgu verði boðið þriðja sætið á listanuni segir Eygló að slíkt væri óheppilegt þar sem hún sé starfs- maður flokksins og slík afskipti væru óviðeigandi. Hún hafi þar að auki ekki verið í framboði og þar af leiðandi ekki þurft að leggja út í þann kostnað sem því fylgir. Sjálf hafi hún eytt um 700 þúsund krónum í sitt framboð. „Þá er ótahð vinnutap og öll sú vinna sem fór í þetta og þá er ég ekki bara að tala um mig heldur gildir þetta um alla frambjóðendur." Tímamót hjá Ríkisútvarpinu: Engar uppsagnir væntanlegar ‘kwóttir.rúv Þaðerstefntá að ná jafnvægi i rekstrí um mitt ár2008 Páll Magnússon, Útvarpsstjóri andi starfsmönnum og mun þá koma í ljós hvort viðkomandi samn- ingur verður endurnýjaður eða ekki, eins og tíðkast hefur hingað til.“ Páll segir einnig að starfsemi svæðisstöðvanna úti á landi muni starfa áfram en ávallt sé stefnt að því að reka félagið réttum megin við núllið. Aðspurður um launa- kjör útvarpsstjóra svaraði Páll því til að það væri á könnu sérstakrar stjórnar sem verði kosin sérstaklega og fari með launamál: „Það er sfðan samkomulagsatriði milli stjórnar og viðkomandi að semja um kaup og kjör, hvort sem það verður ég eða einhver annar," sagði Páll að lokum. - Engar uppsagnir Sérstök nefnd ákveður m hvort laun útvarpsstjóra hækka. Að sögn Páls Magnússonar út- varpsstjóra mun félagið ekki leit- ast eftir að segja upp starfsfólki til að hagræða í rekstri. RÚV hefur verið rekið með tapi undanfarin ár en stefnir á að snúa við blaðinu á næstunni. „Það er stefnt á að ná jafnvægi í rekstri um mitt ár 2008. Á næstu 8 til 10 árum verður síðan stefnt að sex prósenta rekstrarhagræðingu." Blikur hafa verið á lofti hjá sumum eldri og reyndari starfsmönnum stofnunarinnar sem hafa óttast um vinnu sína f kjölfar formbreyt- inganna. Páll segir slíkar áhyggjur ýktar og óþarfar. „Þeir samningar og réttindi sem nú eru í gildi munu færast yfir á hið nýstofnaða félag til yfirtöku. Þeir fyrstu renna út 2008 að mig minnir en þá verður sest yfir með viðkom-

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.