blaðið - 26.01.2007, Side 14

blaðið - 26.01.2007, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 4 blaðið HVAÐ MANSTU? 1. Hver gegnir embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins? 2. Hvenær er þjóðhátíðardagur Norðmanna? 3. Hver gaf út Ijósmyndabókina Ameríkanarnir (The Americans)? 4. Hvar er Ragnar Jörundsson bæjarstjóri? 5. Hver þjálfaði íslenska handboltalandsliðið á heimsmeistaramótinu sem fram fór á íslandi árið 1995? GENGIGJALDMIÐLA Svör. KAUP 2 §> i ■' ' Bandarikjadalur 68,73 m Sterlingspund 134,90 5SS Dönskkróna 12,13 IP1: Norskkróna 11,09 55! Sænskkróna 9,99 Bfl Evra 90,45 SALA 69,05 135,56 12,20 11,16 10,05 90,95 Bandaríkin: Fjöldi sýktur á lúxusskipi Rúmlega þrjú hundruð manns urðu fyrir magasýk- ingu í siglingu skemmtiferða- skipsins Queen Elizabeth II umhverfis heiminn í vikunni. Fulltrúar bandarískra heil- brigðisyfirvalda komu um borð í Acapulco í Mexíkó til að rannsaka veikindi farþeganna og áhafnarinnar. Fulltrúarnir fyrirskipuðu sér- stakt hreinsunarátak um borð í skipinu, þar sem spilapeningar í spilavíti skipsins voru meðal annars dauðhreinsaðir og sjálfs- afgreiðslu á hlaðborði matsala skipsins var hætt. Sautján pró- sent áhafnarinnar sýktust, en rúmlega 1.600 eru um borð. Fíkniefni: Ungir menn handteknir Mbl.is Fimm fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu á síðasta sólar- hring. Ætluð fíkniefni fundust í fórum tveggja karlmanna á þrí- tugsaldri sem lögreglan stöðv- aði með skömmu millibili í Breiðholti um kvöldmatarleytið. Nokkru síðar voru tveir piltar um tvítugt handteknir í austurborginni en þeir eru grunaðir um fíkniefnamisferli. Síðla kvölds fundust ætluð fíkni- efni í húsi í Kópavogi en tveir karlmenn, annar um tvítugt og hinn nokkru eldri, voru færðir á lögreglustöð vegna málsins. 1 fyrrinótt var fertugur karlmaður handtekinn í mið- borginni en hann er sömuleiðis grunaður um fíkniefnamisferli. Surendra Koli Aðstoðar- maður Panders sem hefur viðurkennt að hafa svivirt lík barnanna kynferðistega. Moninder Singh Pandher Kaupsýslumaður sem grunaður er um morð á tugum barna úr fátækrahverfum Delí. áföstudögum Auglýsingasíminn er 510 3744 blaði Öryrkjar og eldri borgarar: Tvær fylkingar bjóða fram Hugsa frekar um ■- menn en málefni. ffc Arnþór Helgason sem situr i undirbúnings- nefndfyrir alþingisfram- boö öryrkja og aldraðra. „Mér finnst skrítið að þessi hópur, Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja, sem við höfðum ekki hug- mynd um að væri að störfum, skyldi rjúka til og mynda samtök án þess að efna til formlegs stofnfundar,“ segir Arnþór Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður Ör- yrkjabandalags Islands. Hann situr í undirbúningsnefnd fyrir alþing- isframboð áhugafólks um málefni aldraðra og öryrkja. Allt útlit er fyrir að tvær fylkingar öryrkja og aldraðra bjóði fram í kosningum i vor. „Baldur Ágústs- son lagði fram tillögu um framboð á fundi eldri borgara í Reykjavík fyrr í vetur, en síðan gerist það að Sveinn nokkur Guðmundsson boðar skyndi- lega til fundar um málið og kjörin er þriggja manna nefnd. Baldur var ekki í nefndinni en komst í hana eftir að hann óskaði eftir því, en hann lagði alla tíð áherslu á að leitað yrði samstarfs við öryrkja um framboð,“ segir hann og bætir því við að þeir Baldur hafi rætt saman síðan í nóvember. „Síðan gátum við boðað fund í átakshópi öryrkja þar sem þrír menn voru kjörnir til að ræða þessi mál við framboðshóp aldraðra. Arndís Björnsdóttir, formaður Bar- áttusamtaka eldri borgara, var ein þeirra sem völdu fulltrúa á fundi átakshópsins. En á fundi sem hald- inn var tveimur dögum eftir að átaksfundurinn var haldinn var lögð fram tillaga um stofnun fram- boðs eldri borgara og síðan átti að leita til okkar eftir á, eftir að búið var að ganga frá lögum og stefnu- skrá. Það gengur auðvitað ekki upp og því hvarf Baldur frá ásamt öðrum fulltrúum og hóf samræður við okkur,“ segir Arnór. „Vandamálið innan framboðshóps aldraðra virð- ist vera að menn hugsa frekar um menn en málefni.“

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.