blaðið - 26.01.2007, Síða 16
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Ritstjóri: Trausti Hafliðason
Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Ritstjórnarfulltrúi: Elín Albertsdóttir
Ekki bara kosningar
um varaformann
Það mun draga til tíðinda hjá Frjálsly nda flokknum um kaffileitið á morgun
þegar kosið verður um nýja forystu á Landsþingi flokksins á Hótel Loftleiðum.
Það er reyndar ljóst að Guðjón Arnar Kristjánsson verður áfram formaður en
það er hins vegar langt frá því vera ljóst hver verður varaformaður. Þau eru
tvö sem bítast um það embætti. Annars vegar núverandi varaformaður og
þingmaður flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson og hins vegar Margrét Sverr-
isdóttir, sem sinnt hefur starfi framkvæmdastjóra flokksins og verið varaborg-
arfulltrúi hans. Þarna takast á tveir andstæðir pólar innan flokks sem þar til
fyrir nokkrum mánuðum var nánast laus við innri átök ef undan er skilið
brotthlaup Gunnars Örlygssonar yfir í Sjálfstæðisflokkinn.
Frjálslyndi flokkurinn, sem var stofnaður af Sverri Hermannssyni og fylg-
ismönnum hans árið 1999, á sér nokkuð merkilega sögu í íslenskri pólitík.
Flokkurinn hafði þar til í lok síðasta árs verið eins málefnis flokkur. Með því
að leggja ofuráherslu á fiskveiðistjórnunarkerfið fékk flokkurinn 4 prósenta
fylgi í kosningunum 1999 og fjórum árum seinna gerði hann enn betur og
fékk ríflega sjö prósenta fylgi og fjóra menn á þing. A núverandi kjörtímabili
hefur flokkurinn átt undir högg að sækja. Framan af kjörtímabilinu var flokk-
urinn ítrekað að mælast undir kjörfylgi í skoðanakönnunum. Þetta breyttist
í einni svipan þegar þeir Magnús Þór og Jón Magnússon hófu umræðuna um
innflytjendamál í lok síðasta árs. Eftir þá umræðu jókst fylgi flokksins svo um
munaði í skoðanakönnunum og virðist það nú vera stöðugt -10 til 12 prósent.
Áhersla flokksins innflytjendamálum hefur reynst tvíeggja sverð því þó
hún hafi vissulega átt fylgi að fagna meðal hóps kjósenda þá hefur hún orðið
til þess að kljúfa flokkinn. í grófum dráttum stendur þingflokkurinn öðrum
megin á vellinum en hinum megin Margrét Sverrisdóttir og fylgismenn
hennar. En var það í raun þessi áhersla á innflytjendamál sem rauf samstöð-
una í flokknum? Atburðarás undanfarinna vikna bendir til þess að í grasrót-
inni hafi kraumað ákveðin óánægja. Fulltrúar í miðstjórn flokksins hafa nú
komið fram og borið forystuna þungum sökum. Sagt hana hafa farið á bakvið
miðstjórnina þegar félagsmenn í Nýju afli gengu til liðs við flokkinn. Kannski
voru innflytjendamálin bara kornið sem fyllti mælinn. Það verður hins vegar
afar erfitt fýrir Frjálslynda flokkinn að hverfa frá nýrri áherslu sinni í innflytj-
endamálum því forystumennirnir vita nú sem er að hún nýtur fylgis úti í sam-
félaginu og gæti fleytt þeim langt í kosningunum í vor.
Það verður afar spennandi að fylgjast með þróun mála á Landsþingi flokks-
ins á morgun. Kosningarnar um varaformanninn snúast ekki bara um
Magnús Þór og Margréti. Þær snúast líka um það hvaða stefnu flokksmenn
vilja að flokkurinn taki. Magnús Þór hefur verið í fararbroddi í umræðunni
um innflytjendamálin en Margréti hefur alls ekki hugnast sú stefna sem
flokkurinn hefur virst ætla að taka.
Trausti Hafliðason
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2( 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
16 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007
blaöiö
HÆ. 'éG ueít, MnHtEiriH VnLZsoH ois fr fkm camall,bkk, öc.yi&i
0G fl -eKKí JtPPA. ÍG ER EKKi KoSA/TkíCí RíKvR°fleKKí toKte
ýint fíh/mst BCya eniVlfín k> æpj?í ustum ew IhlLttum og
f EKKi RTEi-PfíJÓL FPfl Hl/ND. Efi Lifi EKLú flF FjflRMflG«S7EfóW
m BóniiH/ivúi ekxí k GiiOEft leí-píst trúlev'síngwb-.
E6 Á LÍTftol PFlvlúJe 0G SíCULÞfl LfTM TTUm ofi f/EF El/fiflR
OUTSKYROTR Ul/flTfR Tfl At> WflLDfl (JPFÍ ÖEVJANW
flTViNNilll/FGHíVl F-Bfl UltCSUitflfíHPFTTi.
, ER Eiil/FflTR >ARM
ÚTl SíM ER TíL í flf>
SToFkfl MeþMÉR
Stqónmáiatlokk
HflNN Á Rí> HtiTA,
iVLOKm v'oLKS
W StRHMrn"
Vissulega skref,
en ekki heildræn stefna
Félagsmálaráðuneytið kynnti í
vikunni stefnu stjórnvalda í mál-
efnum innflytjenda, sem innflytj-
endaráð hefur unnið að beiðni
ráðherra. Haft er eftir félagsmála-
ráðherra að þetta sé í fyrsta sinn
sem lögð er fram „heildræn stefna
stjórnvalda um aðlögun innflytj-
enda að íslensku samfélagi“. Af
kynningunni .að dæma mætti
ætla að heilmikil tíðindi væru á
ferðinni; fyrsta heildræna stefnan.
Þegar við bætist sú staðreynd að
þetta er líka fyrsta stefna af nokkru
tagi sem stjórnvöld hafa kynnt í
málefnum innflytjenda þá leggur
maður auðvitað við hlustir. Fram
að þessu hafa íslensk stjórnvöld
nefnilega látið duga að þýða laga-
bálka úr dönsku og norsku þegar
kemur að málefnum innflytjenda.
Það var sannarlega tími til kominn
að íslensk stjórnvöld kynntu til sög-
unnar eigin stefnu. Magnús Stef-
ánsson félagsmálaráðherra á hrós
skilið fyrir það framtak. En...
... stefnan er ekki nógu bitastæð
Ég var í bílnum þegar ég heyrði
stefnuna kynnta í útvarpi. Kynn-
ingin hljómaði spennandi svo ég
fiýtti mér á skrifstofuna og sótti
plaggið sem hafði samviskulega
verið komið fyrir á vef félagsmála-
ráðuneytisins. Ég var bara nokkuð
spenntur þegar ég sökkti augunum
ofan í textann enda einn af þeim
sem hafa kallað eftir heildstæðri
samlögunarstefnu stjórnvalda í
málefnum innflytjenda. En þegar
á leið lesturinn, sem er nú raunar
ekki langur (22 bls. alls), kom því
miður í ljós að þar er harla lítið
bitastætt að finna. Og ansi mikið í
lagt að kalla þetta plagg „heildræna
stefnu”. Vissulega er þetta ágætis
skref og í rétta átt, ekki ber að gera
lítið úr því, en ekki er skrefið nú
stórt þegar að er gáð. Enda var haft
eftir embættismanni í ráðuneytinu
að plaggið hefði aðallega að geyma
staðfestingu á því sem þegar var til
staðar.
Dreifð búseta innflytjenda
1 grein sem ég ritaði hér í Blaðið
15. nóvember sl. benti ég á að slík
heildræn samlögunarstefna í mál-
efnum innflytjenda þyrfti að ná til
allra sviða samfélagsins. Ég nefndi
þrjá þætti sérstaklega; stóraukna ís-
lenskukennslu, aðgerðir til að forð-
ast gettómyndun og drjúgan opin-
beran stuðning við hið borgaralega
samfélag, svo sem til íþróttafélaga,
til að aðlaga innflytjendur að sam-
félaginu. Þrátt fyrir að ýmislegt
sé nefnt almennum orðum í nýrri
stefnu félagsmálaráðherrans tekur
hún í raun aðeins á fyrsta þætt-
inum með áþreifanlegum hætti,
þ.e. hvað varðar íslenskukennsl-
una. Sem er auðvitað gott í sjálfu
sér en dugar þó hvergi nærri til.
Ég leyfi mér því að benda ráðherr-
anum á næsta augljósa verkefni. Ein
verstu mistök sem gerð hafa verið í
málefnum innflytjenda í nágranna-
löndunum hafa verið þau að sporna
ekki gegn samþjöppun innfly tjenda í
ódýrustu hverfin, sem smám saman
hafa svo breyst í nánast hreinræktuð
innflytjendagettó. Við sjáum vísi að
þessari þróun þegar eiga sér stað hér
á landi, til að mynda sums staðar
í Breiðholti. Stjórnvöld á Islandi,
bæði ríki og sveitarfélög, þurfa að
vinna gegn þeirri þróun. Hér á landi
fá ýmsir hópar margvíslega fyrir-
greiðslu frá hinu opinbera, svo sem
aldraðir, öryrkjar, einstæðar mæður
og margir fleiri. Hægðarleikur er að
veita innflytendum hóflega ívilnun,
kjósi þeir sér búsetu utan hverfa
sem skilgreind eru þannig að þar
séu of margir innfiytjendur fyrir.
Virk samlögun gengur nefnilega
ekki í hverfum þar sem aðeins búa
innflytjendur. Og þá er stutt í að allt
fari í bál og brand.
Höfundur er stjórnmálafræðingur
Klippt & skorið
Yiðskiptavinir fisk-
búða á höfuðborgar-
svæðinu voru margir
hverjir ekkert sérstaklega
hrifnir af því þegar auð-
menn keyptu nokkrar af
bestu fiskbúðunum og
breyttu heiti þeirra í Fiskisögu. Neytendur
óttuðust að með þessari breytingu myndi
verðið hækka og persónuleg þjónustu verða
minni en áður. Nú hefur komið í Ijós að þessir
viðskiptavinir höfðu rétt fyrir sér. Verðið hefur
rokið upp í fiskbúðum Fiskisögu, eins og fram
kemur í könnun ASÍ. Gæði voru ekki könnuð
og enginn efast um fínu réttina í Fiskisögu en
menn ræða það sín á milli að þeir sakni þess að
fisksalarnir komi beint af höfninni i morguns-
árið með nýjan fisk.
Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður
hefur alltaf verið skelegg og oft velt
steinum í þjóðfélagsumræðunni. Reyndar
finnst sumum að Jóhanna megi vera enn
grimmari og ætti að láta meira að sér kveða en
hún hefur gert á þessu kjörtímabili. Jóhanna
er oft með góða pistla á heimasíðu sinni og í
einum þeirra segir: „Guðni Ágústsson vill
afnema verðtryggingu fjárskuldbindinga. Jón
viðskiptaráðherra líka,
núna því það er svo mikll
þensla og verðbólga," segir
Jóhanna og hún klykkir
út með því að nú séu að
koma kosningar og þá
gefa stjórnarliðar loforð í
allar áttir. Spurning hvort verðtrygging og ok-
urvextir verði ekki heitt kosningamál í vor en
landsmenn eru langþreyttir að bíða þess að
verðtrygging verði afnumin.
Ráðuneytin hafa
öll komið sér upp
heimasíðum sam-
kvæmt nútímavæðingu.
Það er hið besta mál, enda
eðlilegt að þau upplýsi fólk
um nýjustu fréttir úr ráðuneytunum. Það sem
vekur þó athygli fólks er hversu mismunandi
heimasíðurnar eru en sumar þeirra eru full-
komnari og flottari en aðrar. Guðni Ágústs-
son tapar í keppni um heimasíðu ráðuneyta
því hans síða virðist vera minnst „lifandi" og
engin frétt hefur verið sett þar inn á þessu ári.
elin@bladid.net
bara ekki